Ten Hag hefur enn trú á Maguire: „Ég stend með honum af því ég hef trú á honum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2022 23:30 Erik Ten Hag hefur enn tröllatrú á Harry Maguire. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segist enn hafa trú á fyrirliða liðsins, Harry Maguire, þrátt fyrir þá gagnrýni sem varnarmaðurinn hefur þurft að þola undanfarnar vikur. Maguire hefur verið gagnrýndur af mörgum stuðningsmönnum United og enska landsliðsins fyrir frammistöðu sína undanfarnar vikur, en hann gerði meðal annars mistök sem leiddu til tveggja marka er England og Þýskaland gerðu 3-3 jafntefli síðastliðinn mánudag. Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segist þó ekki vera búinn að missa trúna á miðverðinum og er hann viss um að Maguire snúi genginu við. „Ég stend með honum af því ég hef trú á honum,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi þegar hann var spurður út í Maguireí dag. „Þetta snýst bara um hann. Hann snýr þessu við. Ég er viss um það. Ég er algjörlega sannfærður um það.“ "I back him because I believe in him." 🤝Erik ten Hag says Harry Maguire has his full backing despite recent criticism. ⭕pic.twitter.com/cCSYpAmpSK— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 30, 2022 Þrátt fyrir þessa tröllatrú Hollendingsins á Maguire hefur hann þurft að sætta sig við bekkjarsetu í undanförnum leikjum. Ten Hag hefur stillt þeim Lisandro Martines og Raphael Varane upp í miðri vörninni og Portúgalinn Bruno Fernandes hefur borið fyrirliðabandið í stað Maguire. „Jafnvel þegar hann er ekki í liðinu þá hefur hann verið að æfa mjög vel,“ bætti Ten Hag við. „En það sem er mikilvægara er það að hann býr yfir mjög miklum gæðum. Ef þið horfið yfir ferilinn hans þá á hann tæplega 50 leiki fyrir England. Hann hefur staðið sig mjög vel bæði fyrir Leicester og Manchester United. Það sem við sjáum er að þakið er hátt og hann býður upp á mikla möguleika,“ sagði Ten Hag að lokum. Maguire verður þó ekki með United þegar liðið heimsækir nágranna sína í Manchester City á sunnudaginn vegna meiðsla. Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira
Maguire hefur verið gagnrýndur af mörgum stuðningsmönnum United og enska landsliðsins fyrir frammistöðu sína undanfarnar vikur, en hann gerði meðal annars mistök sem leiddu til tveggja marka er England og Þýskaland gerðu 3-3 jafntefli síðastliðinn mánudag. Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segist þó ekki vera búinn að missa trúna á miðverðinum og er hann viss um að Maguire snúi genginu við. „Ég stend með honum af því ég hef trú á honum,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi þegar hann var spurður út í Maguireí dag. „Þetta snýst bara um hann. Hann snýr þessu við. Ég er viss um það. Ég er algjörlega sannfærður um það.“ "I back him because I believe in him." 🤝Erik ten Hag says Harry Maguire has his full backing despite recent criticism. ⭕pic.twitter.com/cCSYpAmpSK— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 30, 2022 Þrátt fyrir þessa tröllatrú Hollendingsins á Maguire hefur hann þurft að sætta sig við bekkjarsetu í undanförnum leikjum. Ten Hag hefur stillt þeim Lisandro Martines og Raphael Varane upp í miðri vörninni og Portúgalinn Bruno Fernandes hefur borið fyrirliðabandið í stað Maguire. „Jafnvel þegar hann er ekki í liðinu þá hefur hann verið að æfa mjög vel,“ bætti Ten Hag við. „En það sem er mikilvægara er það að hann býr yfir mjög miklum gæðum. Ef þið horfið yfir ferilinn hans þá á hann tæplega 50 leiki fyrir England. Hann hefur staðið sig mjög vel bæði fyrir Leicester og Manchester United. Það sem við sjáum er að þakið er hátt og hann býður upp á mikla möguleika,“ sagði Ten Hag að lokum. Maguire verður þó ekki með United þegar liðið heimsækir nágranna sína í Manchester City á sunnudaginn vegna meiðsla.
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira