Vörumerki Línu Birgittu á tískuvikunni í París Elísabet Hanna skrifar 1. október 2022 18:06 Lína Birgitta er stödd í París þar sem línan verður sýnd. Aðsend. Tískuvörumerkið Define the Line í eigu Línu Birgittu Sigurðardóttur fékk boð um að taka þátt í tískuvikunni í París. „Ég fékk boð um að taka þátt í PFW fyrir nokkrum mánuðum en það var fyrirtæki í New York sem hafði samband við mig eftir að hafa fylgst með vörumerkinu,“ segir Lína í samtali við Vísi. Gaman að geta sagt frá Hún segist vera búin að halda stórtíðindunum leyndum í langan tíma en nú sé loksins komið að því að deila fréttunum. „Sýningin verður annan október en Define the Line verður með átta runway look í heildina,“ segir hún. Hún segir að ný vörulína, sem hún hefur unnið að síðustu mánuði, muni líta dagsins ljós á tískupöllunum. Lína í mátuninni fyrr í dag.Aðsend. „Ég var að koma af fundi með öðrum vörumerkjum sem verða með á sýningunni, síðan er fitting þar sem allar vörur eru mátaðar á módelin og svo er stóri dagurinn á morgun,“ segir hún spennt. „Sýningin verður með átta vörumerkjun í heildina og er Define the Line eitt af þeim vörumerkjum. En vörumerkin sem verða á sýningunni koma víðsvegar að úr heiminum, sem er mjög spennandi,“ segir Lína Birgitta. Define The Line er eitt af þeim átta vörumerkjum sem verða á sýningunni.Aðsend. Byrjaði fyrir fimm árum Vörumerkið varð fimm ára á árinu. „Ég fékk hugmyndina af Define þegar ég vann sem einkaþjálfari og varð vitni að mörgum „lélegum” æfingafötum. Ég vildi leysa vandann og koma með buxur sem eru ekki gegnsæjar og haldast uppi á æfingu,“ segir Lína Birgitta um upphafið. „Ég vil að konum líði vel þegar þær eru að hreyfa sig, og í daglegu lífi, en á sama tíma líti vel út.“ View this post on Instagram A post shared by DEFINE THE LINE SPORT (@definethelinesport) Stolt af sýningunni „Staðsetningin á showinu er svo eitthvað annað flott þannig ég er orðin mjög spennt að sjá lokaútkomuna,“ segir hún og bætir því við að ferlið sé búið að ganga ótrúlega vel. „Það voru nokkrar vörur sem ég hefði viljað taka með út og sýna en þær voru ekki tilbúnar í tæka tíð þar sem ég vildi gera nokkrar breytingar á þeim.“ Hún segist vera mjög stolt af þeim vörum sem verða sýndar og er spennt að sýna fólki litina og þau munstur sem verða í boði í vor. Hún segir staðsetninguna vera flotta.Aðsend. Góð stemning í París Lína Birgitta segir stemninguna í París vera einstaklega góða þessa dagana þar sem mikið sé af einstaklingum með áhuga á tísku. „Hvert sem maður lítur fær maður inspo eða innblástur.“ Sjálf er hún spennt að klára námið sitt í viðskiptafræði og hafa enn meiri tíma til þess að framkvæma. „Það er vel hægt að segja að það eru geggjaðir tímar framundan hjá Define The Line,“ segir hún að lokum. Hér að neðan er hægt að sjá nokkrar myndir frá mátuninni fyrr í dag: Hluti af flíkunum sem verða sýndar.Aðsend. Fyrirsæta klæðist fötunum.Aðsend. Define the Line byrjaði fyrir fimm árum síðan.Aðsend. Sýningin verður í glæsilegum sal.Aðsend. Sætin verða þétt setin á morgun.Aðsend. Tíska og hönnun Samfélagsmiðlar Frakkland Tengdar fréttir Fögnuðu saman nýjasta samstarfinu Lína Birgitta Sigurðardóttir, Sólrún Diego og Gurrý Jónsdóttir, þáttastjórnendur hlaðvarpsins Spjallið, hafa gefið út nýtt partýspil. Björn Bragi Arnarson gefur út spilið en hann gaf einnig út skipulagsdagbækur Sólrúnar, auk bókanna Heima og Skipulag. 19. september 2022 14:01 „Fékk skilaboð frá honum um að hann gæti ekki hætt að hugsa um mig“ „Ég og Gummi vorum áður miklir og góðir vinir en hann var einnig búinn að vera kírópraktorinn minn í einhvern tíma. Síðan fékk ég skilaboð frá honum að hann gæti ekki hætt að hugsa um mig og vildi endilega fá að bjóða mér á deit. Ég tók því bara fagnandi því nokkrum vikum áður var ég sjálf byrjuð að hugsa mikið til hans og við vorum greinilega bæði farin að laðast að hvoru öðru,“ segir Lína Birgitta í viðtali við Makamál. 11. mars 2021 20:36 Lína Birgitta og Gummi Kíró mættu á listsýningu Kristínar Avon Samfélagsmiðlastjarnan Kristín Avon stóð fyrir frumlegri myndlistarsýningu í bílakjallaranum við Borgarbókasafnið í Kringlunni á konudaginn í gær. 22. febrúar 2021 15:30 Átti bókaðan tíma hjá Gumma daginn eftir að hann bauð henni á stefnumót Lína Birgitta og Gummi Kíró höfðu verið góðir félagar um nokkurt skeið áður en þau fóru að líta hvort annað rómantískum augum. Gummi ákvað eitt kvöldið að láta til skarar skríða og bjóða Línu á stefnumót. Það sem hann vissi ekki var að hún átti bókaðan tíma hjá honum á Kírópraktorstöðinni morguninn eftir og varð sá tími vægast sagt vandræðalegur fyrir þau bæði. 8. mars 2022 13:31 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira
Gaman að geta sagt frá Hún segist vera búin að halda stórtíðindunum leyndum í langan tíma en nú sé loksins komið að því að deila fréttunum. „Sýningin verður annan október en Define the Line verður með átta runway look í heildina,“ segir hún. Hún segir að ný vörulína, sem hún hefur unnið að síðustu mánuði, muni líta dagsins ljós á tískupöllunum. Lína í mátuninni fyrr í dag.Aðsend. „Ég var að koma af fundi með öðrum vörumerkjum sem verða með á sýningunni, síðan er fitting þar sem allar vörur eru mátaðar á módelin og svo er stóri dagurinn á morgun,“ segir hún spennt. „Sýningin verður með átta vörumerkjun í heildina og er Define the Line eitt af þeim vörumerkjum. En vörumerkin sem verða á sýningunni koma víðsvegar að úr heiminum, sem er mjög spennandi,“ segir Lína Birgitta. Define The Line er eitt af þeim átta vörumerkjum sem verða á sýningunni.Aðsend. Byrjaði fyrir fimm árum Vörumerkið varð fimm ára á árinu. „Ég fékk hugmyndina af Define þegar ég vann sem einkaþjálfari og varð vitni að mörgum „lélegum” æfingafötum. Ég vildi leysa vandann og koma með buxur sem eru ekki gegnsæjar og haldast uppi á æfingu,“ segir Lína Birgitta um upphafið. „Ég vil að konum líði vel þegar þær eru að hreyfa sig, og í daglegu lífi, en á sama tíma líti vel út.“ View this post on Instagram A post shared by DEFINE THE LINE SPORT (@definethelinesport) Stolt af sýningunni „Staðsetningin á showinu er svo eitthvað annað flott þannig ég er orðin mjög spennt að sjá lokaútkomuna,“ segir hún og bætir því við að ferlið sé búið að ganga ótrúlega vel. „Það voru nokkrar vörur sem ég hefði viljað taka með út og sýna en þær voru ekki tilbúnar í tæka tíð þar sem ég vildi gera nokkrar breytingar á þeim.“ Hún segist vera mjög stolt af þeim vörum sem verða sýndar og er spennt að sýna fólki litina og þau munstur sem verða í boði í vor. Hún segir staðsetninguna vera flotta.Aðsend. Góð stemning í París Lína Birgitta segir stemninguna í París vera einstaklega góða þessa dagana þar sem mikið sé af einstaklingum með áhuga á tísku. „Hvert sem maður lítur fær maður inspo eða innblástur.“ Sjálf er hún spennt að klára námið sitt í viðskiptafræði og hafa enn meiri tíma til þess að framkvæma. „Það er vel hægt að segja að það eru geggjaðir tímar framundan hjá Define The Line,“ segir hún að lokum. Hér að neðan er hægt að sjá nokkrar myndir frá mátuninni fyrr í dag: Hluti af flíkunum sem verða sýndar.Aðsend. Fyrirsæta klæðist fötunum.Aðsend. Define the Line byrjaði fyrir fimm árum síðan.Aðsend. Sýningin verður í glæsilegum sal.Aðsend. Sætin verða þétt setin á morgun.Aðsend.
Tíska og hönnun Samfélagsmiðlar Frakkland Tengdar fréttir Fögnuðu saman nýjasta samstarfinu Lína Birgitta Sigurðardóttir, Sólrún Diego og Gurrý Jónsdóttir, þáttastjórnendur hlaðvarpsins Spjallið, hafa gefið út nýtt partýspil. Björn Bragi Arnarson gefur út spilið en hann gaf einnig út skipulagsdagbækur Sólrúnar, auk bókanna Heima og Skipulag. 19. september 2022 14:01 „Fékk skilaboð frá honum um að hann gæti ekki hætt að hugsa um mig“ „Ég og Gummi vorum áður miklir og góðir vinir en hann var einnig búinn að vera kírópraktorinn minn í einhvern tíma. Síðan fékk ég skilaboð frá honum að hann gæti ekki hætt að hugsa um mig og vildi endilega fá að bjóða mér á deit. Ég tók því bara fagnandi því nokkrum vikum áður var ég sjálf byrjuð að hugsa mikið til hans og við vorum greinilega bæði farin að laðast að hvoru öðru,“ segir Lína Birgitta í viðtali við Makamál. 11. mars 2021 20:36 Lína Birgitta og Gummi Kíró mættu á listsýningu Kristínar Avon Samfélagsmiðlastjarnan Kristín Avon stóð fyrir frumlegri myndlistarsýningu í bílakjallaranum við Borgarbókasafnið í Kringlunni á konudaginn í gær. 22. febrúar 2021 15:30 Átti bókaðan tíma hjá Gumma daginn eftir að hann bauð henni á stefnumót Lína Birgitta og Gummi Kíró höfðu verið góðir félagar um nokkurt skeið áður en þau fóru að líta hvort annað rómantískum augum. Gummi ákvað eitt kvöldið að láta til skarar skríða og bjóða Línu á stefnumót. Það sem hann vissi ekki var að hún átti bókaðan tíma hjá honum á Kírópraktorstöðinni morguninn eftir og varð sá tími vægast sagt vandræðalegur fyrir þau bæði. 8. mars 2022 13:31 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira
Fögnuðu saman nýjasta samstarfinu Lína Birgitta Sigurðardóttir, Sólrún Diego og Gurrý Jónsdóttir, þáttastjórnendur hlaðvarpsins Spjallið, hafa gefið út nýtt partýspil. Björn Bragi Arnarson gefur út spilið en hann gaf einnig út skipulagsdagbækur Sólrúnar, auk bókanna Heima og Skipulag. 19. september 2022 14:01
„Fékk skilaboð frá honum um að hann gæti ekki hætt að hugsa um mig“ „Ég og Gummi vorum áður miklir og góðir vinir en hann var einnig búinn að vera kírópraktorinn minn í einhvern tíma. Síðan fékk ég skilaboð frá honum að hann gæti ekki hætt að hugsa um mig og vildi endilega fá að bjóða mér á deit. Ég tók því bara fagnandi því nokkrum vikum áður var ég sjálf byrjuð að hugsa mikið til hans og við vorum greinilega bæði farin að laðast að hvoru öðru,“ segir Lína Birgitta í viðtali við Makamál. 11. mars 2021 20:36
Lína Birgitta og Gummi Kíró mættu á listsýningu Kristínar Avon Samfélagsmiðlastjarnan Kristín Avon stóð fyrir frumlegri myndlistarsýningu í bílakjallaranum við Borgarbókasafnið í Kringlunni á konudaginn í gær. 22. febrúar 2021 15:30
Átti bókaðan tíma hjá Gumma daginn eftir að hann bauð henni á stefnumót Lína Birgitta og Gummi Kíró höfðu verið góðir félagar um nokkurt skeið áður en þau fóru að líta hvort annað rómantískum augum. Gummi ákvað eitt kvöldið að láta til skarar skríða og bjóða Línu á stefnumót. Það sem hann vissi ekki var að hún átti bókaðan tíma hjá honum á Kírópraktorstöðinni morguninn eftir og varð sá tími vægast sagt vandræðalegur fyrir þau bæði. 8. mars 2022 13:31