Slegist um Evrópusæti og markadrottningatitilinn í lokaumferðinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 12:30 Jasmín Erla Ingadóttir getur tryggt sér markadrottningatitilinn og komið Stjörnunni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á sama tíma í dag. Vísir/Hulda Margrét Lokaumferð Bestu-deildar kvenna verður öll leikin á sama tíma klukkan 14 í dag þegar fimm leikir fara fram. Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn er ráðinn og ljóst er hvaða lið falla úr deildinni, en þó er enn ýmislegt óráðið fyrir lokaleiki deildarinnar. Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-1 sigri gegn Aftureldingu fyrir nákvæmlega viku síðan. Sigur Vals þýddi einnig að lið Aftureldingar er fallið úr deild þeirra bestu og fylgir KR-ingum því niður í 1. deildina. Fall KR var staðfest þegar liðið mátti þola 3-5 tap gegn Selfyssingum í þarseinustu umferð. Þrátt fyrir það að þessar helstu baráttur séu á enda er enn ýmislegt sem getur gerst í lokaumferðinni. Enn er hörð barátta milli Stjörnunnar og Breiðabliks um annað sæti deildarinnar sem gefur sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og þá eiga enn nokkrir leikmenn enn möguleika á því að ræna markadrottningatitlinum af Jasmín Erlu Ingadóttur. Stjarnan tekur á móti Keflavík í Garðabænum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og með sigri tryggir liðið sér annað sæti deildarinnar, og þar með sætið eftirsótta í forkeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik tekur hins vegar á móti Þrótturum á sama tíma og verður leikurinn sýndur á hliðarrás Bestu-deildarinnar. Blikar eru einu stigi á eftir Stjörnunni, en með betri markatölu, og því gæti jafntefli dugað liðinu til að ræna öðru sætinu, en þá þarf Stjarnan að tapa sínum leik. Breiðablik mun því líklega leggja allt í sölurnar til að vinna þennan leik og vona svo að Stjarnan tapi stigum á sama tíma. Hörð barátta um markadrottningatitilinn Þá er baráttan um markadrottningatitilinn einnig hörð. Jasmín Erla Ingadóttir trónir þar á toppnum með tíu mörk, en liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, Gyða Kristín Gunnarsdóttir, hefur skorað níu. Stjörnukonurnar eru þó ekki þær einu sem berjast um gullskóinn því fjórir leikmenn hafa skorað átta mörk á tímabilinu og geta því í það minnsta jafnað Jasmín á toppnum. Þær fjórar sem hafa skorað átta mörk fyrir lokaumferðina eru Valskonan Cyera Makenzie Hintzen, Þróttarinn Danielle Julia Marcano, Sandra María Jessen úr Þór/KA og Selfyssingurinn Brenna Lovera. Sú síðastnefnda varð markahæst á seinasta tímabili þegar hún skoraði 13 mörk, en hún þarf að skora í það minnsta tvö gegn Valskonum í dag til að verja titilinn frá því í fyrra. Eins og áður segir verða allir leikirnir spilaðir á sama tíma klukkan 14:00 í dag og verða þeir allir sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Upplýsingar um hvar verður hægt að horfa á leikina má finna með því að smella hér. Besta deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-1 sigri gegn Aftureldingu fyrir nákvæmlega viku síðan. Sigur Vals þýddi einnig að lið Aftureldingar er fallið úr deild þeirra bestu og fylgir KR-ingum því niður í 1. deildina. Fall KR var staðfest þegar liðið mátti þola 3-5 tap gegn Selfyssingum í þarseinustu umferð. Þrátt fyrir það að þessar helstu baráttur séu á enda er enn ýmislegt sem getur gerst í lokaumferðinni. Enn er hörð barátta milli Stjörnunnar og Breiðabliks um annað sæti deildarinnar sem gefur sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og þá eiga enn nokkrir leikmenn enn möguleika á því að ræna markadrottningatitlinum af Jasmín Erlu Ingadóttur. Stjarnan tekur á móti Keflavík í Garðabænum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og með sigri tryggir liðið sér annað sæti deildarinnar, og þar með sætið eftirsótta í forkeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik tekur hins vegar á móti Þrótturum á sama tíma og verður leikurinn sýndur á hliðarrás Bestu-deildarinnar. Blikar eru einu stigi á eftir Stjörnunni, en með betri markatölu, og því gæti jafntefli dugað liðinu til að ræna öðru sætinu, en þá þarf Stjarnan að tapa sínum leik. Breiðablik mun því líklega leggja allt í sölurnar til að vinna þennan leik og vona svo að Stjarnan tapi stigum á sama tíma. Hörð barátta um markadrottningatitilinn Þá er baráttan um markadrottningatitilinn einnig hörð. Jasmín Erla Ingadóttir trónir þar á toppnum með tíu mörk, en liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, Gyða Kristín Gunnarsdóttir, hefur skorað níu. Stjörnukonurnar eru þó ekki þær einu sem berjast um gullskóinn því fjórir leikmenn hafa skorað átta mörk á tímabilinu og geta því í það minnsta jafnað Jasmín á toppnum. Þær fjórar sem hafa skorað átta mörk fyrir lokaumferðina eru Valskonan Cyera Makenzie Hintzen, Þróttarinn Danielle Julia Marcano, Sandra María Jessen úr Þór/KA og Selfyssingurinn Brenna Lovera. Sú síðastnefnda varð markahæst á seinasta tímabili þegar hún skoraði 13 mörk, en hún þarf að skora í það minnsta tvö gegn Valskonum í dag til að verja titilinn frá því í fyrra. Eins og áður segir verða allir leikirnir spilaðir á sama tíma klukkan 14:00 í dag og verða þeir allir sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Upplýsingar um hvar verður hægt að horfa á leikina má finna með því að smella hér.
Besta deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira