Pétur: „Verð áfram á Hlíðarenda nema stjórnin ákveði annað" Hjörvar Ólafsson skrifar 1. október 2022 17:16 Guðlaugur Pétur Pétursson var að vonum kampakátur að leik loknum. Visir/Diego Guðlaugur Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals, var sáttur við leik liðs síns þegar það gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Valur hafði fyrir leikinn tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta var bara flottur leikur hjá okkur, sérstaklega miðað við aðstæður og í ljósi þess álags sem hefur verið á liðinu undanfarið. Það verður aldrei þreytt að vinna titla og ávallt mjög góð stund þegar sigurverðlaunin fara á loft," sagði Pétur eftir að skjöldurinn fór á loft. Valur var að leika sinn þriðja leik í vikunni en nóg hefur verið að gera síðustu vikurnar hjá liðinu. Fyrr á tímabilinu tryggði liðið sér bikarmeistaratitilinn og í miðri viku féll liðið á svekkjandi hátt úr leik í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. „Heilt yfir er ég bara mjög ánægður með tímabilið. Það er meira en að segja það að verja Íslandsmeistaratitil sem er erfiðasti titillin að nái. Að vinna tvöfalt í titilvörn sinni er svo eitthvað sem ekki mörg lið í sögunni hafa gert. Vissulega voru það mikil vonbrigði að falla úr leik í Meistaradeildinni, sérstaklega þar sem það munaði svo litlu að við kæmumst áfram og við áttum skilið að fara lengra í þeirri keppni að mínu mati. Við þurfum bara að gera betur þar á næstu leiktíð," sagði þjálfarinn þegar hann var beðinn um að fara yfir nýlokið tímabil. „Ég er með samning hér á Hlíðarenda áfram og það er ekkert fararsnið á mér. Ég hef ekkert annað að gera en að þjálfa eftir að ég hætti í golfi. Það er ekki nema stjórnin ákveði að láta mig fara sem ég á þó ekki von á," sagði Pétur léttur í lundu um framhaldið. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
„Þetta var bara flottur leikur hjá okkur, sérstaklega miðað við aðstæður og í ljósi þess álags sem hefur verið á liðinu undanfarið. Það verður aldrei þreytt að vinna titla og ávallt mjög góð stund þegar sigurverðlaunin fara á loft," sagði Pétur eftir að skjöldurinn fór á loft. Valur var að leika sinn þriðja leik í vikunni en nóg hefur verið að gera síðustu vikurnar hjá liðinu. Fyrr á tímabilinu tryggði liðið sér bikarmeistaratitilinn og í miðri viku féll liðið á svekkjandi hátt úr leik í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. „Heilt yfir er ég bara mjög ánægður með tímabilið. Það er meira en að segja það að verja Íslandsmeistaratitil sem er erfiðasti titillin að nái. Að vinna tvöfalt í titilvörn sinni er svo eitthvað sem ekki mörg lið í sögunni hafa gert. Vissulega voru það mikil vonbrigði að falla úr leik í Meistaradeildinni, sérstaklega þar sem það munaði svo litlu að við kæmumst áfram og við áttum skilið að fara lengra í þeirri keppni að mínu mati. Við þurfum bara að gera betur þar á næstu leiktíð," sagði þjálfarinn þegar hann var beðinn um að fara yfir nýlokið tímabil. „Ég er með samning hér á Hlíðarenda áfram og það er ekkert fararsnið á mér. Ég hef ekkert annað að gera en að þjálfa eftir að ég hætti í golfi. Það er ekki nema stjórnin ákveði að láta mig fara sem ég á þó ekki von á," sagði Pétur léttur í lundu um framhaldið.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira