100 ára píanósnillingur á Hrafnistu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. október 2022 20:04 Það fer vel um Ásdísi, 100 ára á Hrafnistu en hún er með píanóið sitt inn í herberginu sínu og spilar á það daglega. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásdís Ríkharðsdóttir, 100 ára íbúi á Hrafnistu í Hafnarfirði lætur ekki deigan síga þrátt fyrir háan aldur, því hún spilar á píanó alla daga inn í herbergi hjá sér. Vinkona hennar kíkir í heimsókn í hverri viku en þá syngur hún og Ásdís spilar undir hjá henni. Ásdís kenndi á píanó til margra ára og býr að því enn í dag. „Ég byrjaði fyrst á orgel, ætli ég hafi ekki verið 12 ára. Svo fékk ég píanó ekki fyrr en ég varð 15 ára. Ég varð að fara út í bæ og æfa mig því hún Katrín Viðar gerði sig ekki ánægða með það að ég spilaði á orgel,“ segir Ásdís hlæjandi. Ásdís kenndi svo á píanó á nokkrum stöðum á landinu og hún spilaði meira að segja undir í ballett í Svíþjóð um tíma. „Ég fæ nú doða oft fram í fingurgóma, það er það sem spillir svolítið fyrir spilinu, mér finnst ég ekki fíla þetta nóg, ég fæ ekki næga tilfinningu fyrir honum,“ segir Ásdís aðspurð hvern hún sé í höndunum með allri þessari spilamennsku. Svanhildur Sveinbjörnsdóttir söngkona hefur þekkt Ásdísi lengi og hún á ekki til orða að lýsa því hversu mikill snillingur hún er að spila verandi 100 ára gömul. „Hún er bara meistari meistaranna, það er ekkert öðruvísi. Það er bara gaman að vinna með henni og hún er að segja mér meira að segja til þegar hún vill fá meiri fyllingu í tóninn og það er það sem er yndislegt og ég er fljót að breyta því,“ segir Svanhildur og hlær. Ásdís og Svanhildur hittast reglulega á Hrafnistu, Svanhildur syngur og Ásdís spilar undir hjá henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hafnarfjörður Eldri borgarar Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira
Ásdís kenndi á píanó til margra ára og býr að því enn í dag. „Ég byrjaði fyrst á orgel, ætli ég hafi ekki verið 12 ára. Svo fékk ég píanó ekki fyrr en ég varð 15 ára. Ég varð að fara út í bæ og æfa mig því hún Katrín Viðar gerði sig ekki ánægða með það að ég spilaði á orgel,“ segir Ásdís hlæjandi. Ásdís kenndi svo á píanó á nokkrum stöðum á landinu og hún spilaði meira að segja undir í ballett í Svíþjóð um tíma. „Ég fæ nú doða oft fram í fingurgóma, það er það sem spillir svolítið fyrir spilinu, mér finnst ég ekki fíla þetta nóg, ég fæ ekki næga tilfinningu fyrir honum,“ segir Ásdís aðspurð hvern hún sé í höndunum með allri þessari spilamennsku. Svanhildur Sveinbjörnsdóttir söngkona hefur þekkt Ásdísi lengi og hún á ekki til orða að lýsa því hversu mikill snillingur hún er að spila verandi 100 ára gömul. „Hún er bara meistari meistaranna, það er ekkert öðruvísi. Það er bara gaman að vinna með henni og hún er að segja mér meira að segja til þegar hún vill fá meiri fyllingu í tóninn og það er það sem er yndislegt og ég er fljót að breyta því,“ segir Svanhildur og hlær. Ásdís og Svanhildur hittast reglulega á Hrafnistu, Svanhildur syngur og Ásdís spilar undir hjá henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hafnarfjörður Eldri borgarar Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira