Veður

Suð­læg átt með skúrum og rigningu

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu sjö til þrettán stig í dag. Myndin er úr safni.
Hiti verður á bilinu sjö til þrettán stig í dag. Myndin er úr safni. Veðurstofan

Útlit er fyrir suðlæga átt á landinu í dag með skúrum vestanlands en rigningu suðaustantil. Má reikna með að vindur verði á vilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu og hvassast á annesjum.

Á vef Veðurstofunnar segir að síðdegis snúist í norðlæga átt með rigningu, fyrst sunnantil en síðan um allt land í nótt. Hiti verður á bilinu sjö til þrettán stig í dag.

„Á morgun er áfram útlit fyrir norðlæga átt og vætu en það styttir smám saman upp á sunnanverðu landinu á miðvikudag. Þá kólnar og úrkoman gæti fallið sem slydda eða snjókoma til fjalla norðantil á fimmtudag. Kuldatíðin verður þó ekki löng þar sem aftur er útlit fyrir suðlægar áttir með hlýrri loftmassa um helgina,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Norðaustan 13-18 m/s norðvestantil á landinu, annars hægari vindur en gengur í suðvestan 13-20 á Suðausturlandi seinnipartinn. Víða rigning, talsverð á annesjum norðanlands og hiti 5 til 10 stig.

Á miðvikudag og fimmtudag: Snýst í norðvestan og vestan 8-15 m/s. Hvassast og talsverð rigning eða slydda norðantil en úrkomulítið á sunnan og austanverðu landinu. Hiti 3 til 8 stig, mildast suðaustanlands.

Á föstudag: Norðlæg átt með rigningu norðantil en slyddu eða snjókomu til fjalla og 0 til 5 stiga hita, en skýjað með köflum og þurrt sunnanlands og hiti að 8 stigum, mildast suðaustanlands.

Á laugardag: Útlit fyrir breytilega átt, 3-8 m/s. Rofar til á norðanveðru landinu og bjart með köflum syðra. Hiti 0 til 6 stig, mildast syðst.

Á sunnudag: Suðaustlæg eða breytileg átt með dálitlum skúrum sunnantil en bjartviðri norðan og austanlands. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×