Sú besta var á leið úr landi og átti bara eftir að skrifa nafnið sitt Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 14:33 Arna Sif Ásgrímsdóttir var með meistaraderhúfuna með sér og þær Katla Tryggvadóttir voru kátar þegar þær spjölluðu við Helenu Ólafsdóttur í Bestu mörkunum. Stöð 2 Sport Besti leikmaðurinn og efnilegasti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta í sumar mættu sem gestir í uppgjörsþátt Bestu markanna eftir lokaumferðina á laugardag. Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, var valin best en Valskonur urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar. Katla Tryggvadóttir, sem er aðeins 17 ára, skoraði fimm mörk á fyrsta heila tímabilinu sínu fyrir Þrótt og var valin efnilegust. Spjall þeirra við Helenu Ólafsdóttur í Bestu mörkunum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Besta og efnilegasta Arna sagðist ekki hafa reiknað með því að verða valin best allra: „Ég er ánægð með mitt en svona verðlaun fá oft þær sem skora mikið eða eru meira í sviðsljósinu. Maður hefur kannski ekki verið mikið í því en þetta er bara skemmtilegt,“ sagði Arna sem var frábær í liði Vals og viðurkenndi að tímabilið væri sennilega sitt besta: Var mun meira í „reddingum“ áður „Já, ég held ég geti alveg sagt það. Stöðugasta tímabilið. Valur er að spila öðruvísi fótbolta en ég er vön að gera, alla vega síðustu ár. Þá hef ég verið pjúra varnarmaður, mikið að verjast og í reddingum hér og þar, en núna meira með boltann og að taka þátt framar á vellinum, sem hefur gengið mjög vel,“ sagði Arna en hún kom til Vals frá Þór/KA eftir síðustu leiktíð. Litlu munaði þó að hún færi frekar til Skotlands, þar sem hún varð skoskur meistari með Glasgow City 2021. „Ég var ákveðin í að breyta til en ég var á leiðinni til Skotlands og það eina sem ég átti eftir að gera var að skrifa undir. Það var allt klárt þegar ég heyrði af áhuga Vals og Péturs [Péturssonar, þjálfara Vals]. Mér fannst það meira spennandi; að vera heima og deildin er klárlega sterkari hér en þar. Það eru margir leikmenn í Val sem mig langaði að spila með. Eftir að ég heyrði frá þeim var þetta frekar einfalt val,“ sagði Arna en spjallið við þær Kötlu má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Þróttur Reykjavík Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, var valin best en Valskonur urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar. Katla Tryggvadóttir, sem er aðeins 17 ára, skoraði fimm mörk á fyrsta heila tímabilinu sínu fyrir Þrótt og var valin efnilegust. Spjall þeirra við Helenu Ólafsdóttur í Bestu mörkunum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Besta og efnilegasta Arna sagðist ekki hafa reiknað með því að verða valin best allra: „Ég er ánægð með mitt en svona verðlaun fá oft þær sem skora mikið eða eru meira í sviðsljósinu. Maður hefur kannski ekki verið mikið í því en þetta er bara skemmtilegt,“ sagði Arna sem var frábær í liði Vals og viðurkenndi að tímabilið væri sennilega sitt besta: Var mun meira í „reddingum“ áður „Já, ég held ég geti alveg sagt það. Stöðugasta tímabilið. Valur er að spila öðruvísi fótbolta en ég er vön að gera, alla vega síðustu ár. Þá hef ég verið pjúra varnarmaður, mikið að verjast og í reddingum hér og þar, en núna meira með boltann og að taka þátt framar á vellinum, sem hefur gengið mjög vel,“ sagði Arna en hún kom til Vals frá Þór/KA eftir síðustu leiktíð. Litlu munaði þó að hún færi frekar til Skotlands, þar sem hún varð skoskur meistari með Glasgow City 2021. „Ég var ákveðin í að breyta til en ég var á leiðinni til Skotlands og það eina sem ég átti eftir að gera var að skrifa undir. Það var allt klárt þegar ég heyrði af áhuga Vals og Péturs [Péturssonar, þjálfara Vals]. Mér fannst það meira spennandi; að vera heima og deildin er klárlega sterkari hér en þar. Það eru margir leikmenn í Val sem mig langaði að spila með. Eftir að ég heyrði frá þeim var þetta frekar einfalt val,“ sagði Arna en spjallið við þær Kötlu má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Þróttur Reykjavík Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira