Hressileg rigning og gular viðvaranir Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2022 07:16 Hiti verður á bilinu þrjú til tíu stig. Vísir/Vilhelm Það er búið að rigna hressilega á Austfjörðum í nótt og er gul viðvörun í gildi þar vegna úrkomu fram eftir morgni. Veðurstofan gerir þó ráð fyrir að vel dragi úr vætunni fyrir hádegi. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það spái norðaustan fimm til þrettán metrar á sekúndu í dag og rigningu víða. Á norðvesturhlutanum verð þrettán til átján metrar á sekúndu og talsverð úrkoma þar seinni partinn. „Gular viðvaranir vegna úrkomu hafa verið gefnar út fyrir Vestfirði og Norðurland vestra. Þegar líður á daginn kólnar á landinu og mun úrkoman breytast í slyddu eða snjókomu til fjalla norðvestantil og breytast gulu viðvaranirnar í hríð á fjallvegum í kvöld. Þessar viðvaranir eru í gildi fram eftir morgundeginum. Á morgun lægir vestanlands, en bætir í vind fyrir austan og er útlit fyrir allhvassa vestanátt þar seinni partinn. Áfram rigning fyrir norðan og slydda eða snjókoma til fjalla,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Gular viðvaranir eru í gildi.Veðurstofan Gular viðvaranir: Vestfirðir: 4. okt. kl. 15:00 til 5. okt. kl. 08:00. „Talsverð eða mikil rigning. Búast má við vexti í ám og lækjum. Auknar líkur á skriðuföllum og grjóthruni.“ 4. okt. kl. 20:00 til 5. okt. kl. 10:00. „Allhvöss norðanátt (13-18 m/s) með rigningu nærri sjávarmáli. Slydda eða snjókoma á fjallvegum þar sem búast má við erfiðum akstursskilyrðum.“ Strandir og Norðurland vestra 4. okt. kl. 16:00 til 5. okt. kl. 18:00. Talsverð eða mikil rigning. Búast má við vexti í ám og lækjum. Auknar líkur á skriðuföllum og grjóthruni. 4. okt. kl. 22:00 til 5. okt. kl. 23:59. Norðvestan 10-18 m/s með rigningu nærri sjávarmáli. Slydda eða snjókoma á fjallvegum þar sem búast má við erfiðum akstursskilyrðum og á það t.d. við um Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði. Austfirðir 3. okt. kl. 23:00 til 4. okt. kl. 10:00. Talsverð eða mikil rigning. Búast má við vexti í ám og lækjum. Auknar líkur á skriðuföllum og grjóthruni. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Norðvestan og vestan 13-20 m/s, hvassast norðantil. Rigning á láglendi fyrir norðan, en slydda eða snjókoma á heiðum og til fjalla, sums staðar talsverð úrkoma. Þurrt sunnanlands og einnig á Austfjörðum. Lægir og rofar til á Vesturlandi um kvöldið. Hiti á láglendi 3 til 10 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á fimmtudag: Norðvestan og vestan 8-15 og rigning eða slydda á norðanverðu landinu, en yfirleitt hægari vindur og þurrt sunnantil. Hiti 2 til 7 stig. Á föstudag: Norðvestan og norðan 10-18 m/s með rigningu eða slyddu, en skýjað með köflum á sunnanverðu landinu. Hiti 1 til 7 stig, kaldast í innsveitum norðanlands. Á laugardag: Gengur í stífa suðlæga átt með rigningu, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti um frostmark norðaustantil, upp í 8 stig með suðurströndinni. Á sunnudag: Snýst í norðanátt með slyddu fyrir norðan, en styttir smám saman upp á sunnanverðu landinu. Hiti 1 til 6 stig. Á mánudag: Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu og hlýnandi veðri, en að mestu þurrt norðaustantil. Veður Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Sjá meira
Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það spái norðaustan fimm til þrettán metrar á sekúndu í dag og rigningu víða. Á norðvesturhlutanum verð þrettán til átján metrar á sekúndu og talsverð úrkoma þar seinni partinn. „Gular viðvaranir vegna úrkomu hafa verið gefnar út fyrir Vestfirði og Norðurland vestra. Þegar líður á daginn kólnar á landinu og mun úrkoman breytast í slyddu eða snjókomu til fjalla norðvestantil og breytast gulu viðvaranirnar í hríð á fjallvegum í kvöld. Þessar viðvaranir eru í gildi fram eftir morgundeginum. Á morgun lægir vestanlands, en bætir í vind fyrir austan og er útlit fyrir allhvassa vestanátt þar seinni partinn. Áfram rigning fyrir norðan og slydda eða snjókoma til fjalla,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Gular viðvaranir eru í gildi.Veðurstofan Gular viðvaranir: Vestfirðir: 4. okt. kl. 15:00 til 5. okt. kl. 08:00. „Talsverð eða mikil rigning. Búast má við vexti í ám og lækjum. Auknar líkur á skriðuföllum og grjóthruni.“ 4. okt. kl. 20:00 til 5. okt. kl. 10:00. „Allhvöss norðanátt (13-18 m/s) með rigningu nærri sjávarmáli. Slydda eða snjókoma á fjallvegum þar sem búast má við erfiðum akstursskilyrðum.“ Strandir og Norðurland vestra 4. okt. kl. 16:00 til 5. okt. kl. 18:00. Talsverð eða mikil rigning. Búast má við vexti í ám og lækjum. Auknar líkur á skriðuföllum og grjóthruni. 4. okt. kl. 22:00 til 5. okt. kl. 23:59. Norðvestan 10-18 m/s með rigningu nærri sjávarmáli. Slydda eða snjókoma á fjallvegum þar sem búast má við erfiðum akstursskilyrðum og á það t.d. við um Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði. Austfirðir 3. okt. kl. 23:00 til 4. okt. kl. 10:00. Talsverð eða mikil rigning. Búast má við vexti í ám og lækjum. Auknar líkur á skriðuföllum og grjóthruni. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Norðvestan og vestan 13-20 m/s, hvassast norðantil. Rigning á láglendi fyrir norðan, en slydda eða snjókoma á heiðum og til fjalla, sums staðar talsverð úrkoma. Þurrt sunnanlands og einnig á Austfjörðum. Lægir og rofar til á Vesturlandi um kvöldið. Hiti á láglendi 3 til 10 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á fimmtudag: Norðvestan og vestan 8-15 og rigning eða slydda á norðanverðu landinu, en yfirleitt hægari vindur og þurrt sunnantil. Hiti 2 til 7 stig. Á föstudag: Norðvestan og norðan 10-18 m/s með rigningu eða slyddu, en skýjað með köflum á sunnanverðu landinu. Hiti 1 til 7 stig, kaldast í innsveitum norðanlands. Á laugardag: Gengur í stífa suðlæga átt með rigningu, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti um frostmark norðaustantil, upp í 8 stig með suðurströndinni. Á sunnudag: Snýst í norðanátt með slyddu fyrir norðan, en styttir smám saman upp á sunnanverðu landinu. Hiti 1 til 6 stig. Á mánudag: Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu og hlýnandi veðri, en að mestu þurrt norðaustantil.
Veður Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Sjá meira