Margrét skorar á Eyjamenn: „Þær munu bara sitja eftir“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2022 16:30 Margrét Lára Viðarsdóttir vill að Eyjamenn búi til betri aðstöðu til að æfa fótbolta að vetri til. Samanburðurinn sé ekki góður við lið á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Sport Margrét Lára Viðarsdóttir flutta eldræðu um aðstöðuna sem knattspyrnulið ÍBV hafa yfir vetrartímann, í lokaþætti Bestu markanna á Stöð 2 Sport, og Mist Rúnarsdóttir sagðist vonast til þess að bæjarstjórnin í Vestmannaeyjum fengi ræðuna senda. Margrét er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og öllum hnútum kunnug þar, þó að hún hafi stærstan hluta síns glæsta ferils spilað sem atvinnumaður og með Val. Hún hrósaði ÍBV fyrir að hafa mótað snemma sitt lið fyrir nýafstaðið tímabil, í Bestu deild kvenna, en Eyjaliðið átti fínt tímabil þó að niðurstaðan hafi á endanum orðið 6. sæti. Liðið var aðeins fjórum stigum á eftir bronsliði Breiðabliks. Margrét kvaðst hins vegar óttast að ÍBV gæti ekki gert neitt mikið betur en þetta á meðan að aðeins væri hægt að æfa í lítilli knattspyrnuhöll yfir veturinn, með hálfum velli. Heit umræða í Eyjum um gervigras „Ég óttast það að Eyjaliðið verði ekki í topp þremur eða fjórum nema að þær fái almennilega vetraraðstöðu. Að æfa á hálfum gervigrasvelli yfir heilt undirbúningstímabili er bara ekki nógu góð aðstaða. Hvað æfirðu þar? Þú æfir kannski spil sjö á móti sjö. Þú nærð aldrei að stilla upp ellefu á móti ellefu. Þú nærð aldrei að taka almennilega föst leikatriði. Í dag er þetta bara orðið krafan og ég held að flest lið, alla vega hér á höfuðborgarsvæðinu, geti æft við þessar aðstæður,“ sagði Margrét. „Þetta verður Eyjaliðið og Vestmannaeyjabær að laga sem allra fyrst, hvernig sem það er gert. Ég veit að það hefur verið heit umræða í Vestmannaeyjum um hvort það eigi að setja gervigras á aðalvöllinn eða ekki, en fyrir mitt leyti þarf að bæta vetraraðstöðuna fyrir þessar stelpur. Þetta er orðin heilsársíþrótt, fyrir löngu síðan, og þær munu bara sitja eftir, eins og karlaliðið, ef þessu verður ekki kippt í liðinn sem allra fyrst,“ bætti hún við en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Aðstaðan hjá ÍBV „Svarið er því miður nei“ Helena Ólafsdóttir spurði hvort að vænlegast væri þá að stækka knattspyrnuhöllina eða leggja gervigras á Hásteinsvöll, eins og rætt hefur verið um að gera. „Það er mögulega hægt að stækka húsið. En það er ofboðslega kostnaðarsamt að hafa heila höll. Þó að ég sé ekkert stærfræðiséní myndi ég halda að það væri ódýrara að setja gervigras á Hásteinsvöll. Viljum við hafa gras á Hásteinsvelli, og öllum völlum? Já. En er það hægt, landfræðilega og aðstöðulega séð? Svarið er því miður nei,“ sagði Margrét og benti á að góðir íslenskri leikmenn vildu geta æft við bestu aðstæður, og færu því síður til Eyja að óbreyttu. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna ÍBV Vestmannaeyjar Bestu mörkin Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Margrét er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og öllum hnútum kunnug þar, þó að hún hafi stærstan hluta síns glæsta ferils spilað sem atvinnumaður og með Val. Hún hrósaði ÍBV fyrir að hafa mótað snemma sitt lið fyrir nýafstaðið tímabil, í Bestu deild kvenna, en Eyjaliðið átti fínt tímabil þó að niðurstaðan hafi á endanum orðið 6. sæti. Liðið var aðeins fjórum stigum á eftir bronsliði Breiðabliks. Margrét kvaðst hins vegar óttast að ÍBV gæti ekki gert neitt mikið betur en þetta á meðan að aðeins væri hægt að æfa í lítilli knattspyrnuhöll yfir veturinn, með hálfum velli. Heit umræða í Eyjum um gervigras „Ég óttast það að Eyjaliðið verði ekki í topp þremur eða fjórum nema að þær fái almennilega vetraraðstöðu. Að æfa á hálfum gervigrasvelli yfir heilt undirbúningstímabili er bara ekki nógu góð aðstaða. Hvað æfirðu þar? Þú æfir kannski spil sjö á móti sjö. Þú nærð aldrei að stilla upp ellefu á móti ellefu. Þú nærð aldrei að taka almennilega föst leikatriði. Í dag er þetta bara orðið krafan og ég held að flest lið, alla vega hér á höfuðborgarsvæðinu, geti æft við þessar aðstæður,“ sagði Margrét. „Þetta verður Eyjaliðið og Vestmannaeyjabær að laga sem allra fyrst, hvernig sem það er gert. Ég veit að það hefur verið heit umræða í Vestmannaeyjum um hvort það eigi að setja gervigras á aðalvöllinn eða ekki, en fyrir mitt leyti þarf að bæta vetraraðstöðuna fyrir þessar stelpur. Þetta er orðin heilsársíþrótt, fyrir löngu síðan, og þær munu bara sitja eftir, eins og karlaliðið, ef þessu verður ekki kippt í liðinn sem allra fyrst,“ bætti hún við en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Aðstaðan hjá ÍBV „Svarið er því miður nei“ Helena Ólafsdóttir spurði hvort að vænlegast væri þá að stækka knattspyrnuhöllina eða leggja gervigras á Hásteinsvöll, eins og rætt hefur verið um að gera. „Það er mögulega hægt að stækka húsið. En það er ofboðslega kostnaðarsamt að hafa heila höll. Þó að ég sé ekkert stærfræðiséní myndi ég halda að það væri ódýrara að setja gervigras á Hásteinsvöll. Viljum við hafa gras á Hásteinsvelli, og öllum völlum? Já. En er það hægt, landfræðilega og aðstöðulega séð? Svarið er því miður nei,“ sagði Margrét og benti á að góðir íslenskri leikmenn vildu geta æft við bestu aðstæður, og færu því síður til Eyja að óbreyttu. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna ÍBV Vestmannaeyjar Bestu mörkin Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti