Handboltaakademían spili stóra rullu í uppgangi handboltans á Selfossi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. október 2022 23:31 Leikstjórnandinn Hergeir Grímsson í leik með Selfyssingum. Hann er leikmaður Stjörnunnar í dag. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Undanfarin ár hafa Selfyssingar alið af sér marga af bestu handboltamönnum landsins. Á síðustu stórmótum hefur íslenska landsliðið verið þétt setið af Selfyssingum, en Hergeir Grímsson, leikmaður Stjörnunnar í Olís-deild karla, segir að líklega sé það handboltaakademíunni á svæðinu að þakka. Hergeir, sem sjálfur er Selfyssingur, var gestur í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, taldi upp nokkra af þeim handboltamönnum frá Selfossi sem hafa stigið fram í sviðsljósið undanfarin ár og spurði Hergeir svo út í það hvað það væri sem myndi valda því að svo margir frábærir handboltamenn komi frá þessu eina og sama bæjarfélaginu. „Það er náttúrulega bara mikil handboltamenning þarna. Það hafa verið frábærir þjálfarar þarna í gegnum tíðina, en þetta er erfið spurning,“ sagði Hergeir. „Það er bara mikill metnaður í mönnum þarna en ég veit svo sem ekki hvað það er sem gerir þetta sérstakt. Það er kannski handboltaakademían sem gæti hafa startað einhverju. Þar er farið yfir mjög mikla tækni, allavega þegar Basti [Sebastian Alexanderson] var með hana og ég var í henni.“ Eðlilega var Stefán forvitinn um akademíuna og Hergeir sagði frá því hvað færi þar fram. „Við fáum þetta metið [til eininga í Fjölbrautaskóla Suðurlands] og það eru kannski fimm sinnum í viku æfingar. Þetta eru lyftingar, það var verið að kenna okkur ólympískar lyftingar í þessu, og svo eru svona tækniæfingar í sal. Við vorum ekkert að hlaupa eða neitt, þetta voru bara tækniæfingar. Nota úlnliðinn, sitja og taka einhver undirhandaskot og allskonar. Þetta var bara á hverjum degi minnir mig,“ sagði Hergeir að lokum um handboltaakademíuna á Selfossi. Spjall Hergeirs við strákana í Seinni bylgjunni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þáttinn í heild sinni má svo finna með því að smella hér. Klippa: Hergeir Grímsson ræðir um handboltaakademíuna á Selfossi Olís-deild karla UMF Selfoss Handbolti Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Hergeir, sem sjálfur er Selfyssingur, var gestur í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, taldi upp nokkra af þeim handboltamönnum frá Selfossi sem hafa stigið fram í sviðsljósið undanfarin ár og spurði Hergeir svo út í það hvað það væri sem myndi valda því að svo margir frábærir handboltamenn komi frá þessu eina og sama bæjarfélaginu. „Það er náttúrulega bara mikil handboltamenning þarna. Það hafa verið frábærir þjálfarar þarna í gegnum tíðina, en þetta er erfið spurning,“ sagði Hergeir. „Það er bara mikill metnaður í mönnum þarna en ég veit svo sem ekki hvað það er sem gerir þetta sérstakt. Það er kannski handboltaakademían sem gæti hafa startað einhverju. Þar er farið yfir mjög mikla tækni, allavega þegar Basti [Sebastian Alexanderson] var með hana og ég var í henni.“ Eðlilega var Stefán forvitinn um akademíuna og Hergeir sagði frá því hvað færi þar fram. „Við fáum þetta metið [til eininga í Fjölbrautaskóla Suðurlands] og það eru kannski fimm sinnum í viku æfingar. Þetta eru lyftingar, það var verið að kenna okkur ólympískar lyftingar í þessu, og svo eru svona tækniæfingar í sal. Við vorum ekkert að hlaupa eða neitt, þetta voru bara tækniæfingar. Nota úlnliðinn, sitja og taka einhver undirhandaskot og allskonar. Þetta var bara á hverjum degi minnir mig,“ sagði Hergeir að lokum um handboltaakademíuna á Selfossi. Spjall Hergeirs við strákana í Seinni bylgjunni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þáttinn í heild sinni má svo finna með því að smella hér. Klippa: Hergeir Grímsson ræðir um handboltaakademíuna á Selfossi
Olís-deild karla UMF Selfoss Handbolti Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða