Scooby-Doo persóna kemur út úr skápnum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 5. október 2022 16:31 Aðdáendur þáttanna um Scooby-Doo gleðjast yfir því að Velma Dinkley sé komin út úr skápnum. Warner Bros Persónan Velma Dinkley úr þáttunum um hundinn snjalla Scooby-Doo og vini hans í félaginu Ráðgátur hf. er komin út úr skápnum. Í nýrri kvikmynd um fimmmenningana verður Velma ástfangin af annarri kvenpersónu. Upphaflegu þættirnir um Scooby-Doo hófu göngu sína árið 1969. Síðan þá hafa verið gerðar ótal margar þáttaraðir, teiknimyndir og tvær leiknar kvikmyndir. Nýja myndin Trick or Treat Scooby-Doo! kom út í gær. Aðalpersónurnar Scooby, Shaggy, Daphne, Fred og Velma eru öll á sínum stað. En auk þess fá áhorfendur að kynnast nýrri persónu, búningahönnuðinum Coco Diablo. Í kvikmyndinni verður Velma hrifin af Coco. Í myndbrotinu hér að neðan má sjá þegar Velma ber Coco augum í fyrsta sinn og verður augljóslega heilluð. OMG LESBIAN VELMA FINALLY CANON CANON IN THE MOVIES LETS GOOOOOO pic.twitter.com/0ilx2uid1q— Trin (@MythicalLlamaXO) October 3, 2022 Skrifaði persónuna upphaflega sem samkynhneigða Miðað við viðbrögð á samfélagsmiðlinum Twitter taka aðdáendur þessum tíðindum fagnandi. Hörðustu aðdáendur hafa lengi talið sig vita að Velma væri samkynhneigð, þrátt fyrir að hún hafi átt í ástarsambandi við karlmann í leiknu kvikmyndinni Scooby-Doo 2: Monsters Unleashed frá árinu 2004. Kvikmyndagerðarmaðurinn James Gunn skrifaði handritið að báðum leiknu kvikmyndunum sem gerðar hafa verið um fimmmenningana. Gunn segist upphaflega hafa skrifað persónu Velmu sem samkynhneigða en sú hugmynd hafi ekki hlotið góðar undirtektir. Lokaniðurstaðan hafi verið sú að Velma yrði hrifin af safnverðinum Patrick, þvert á vilja handritshöfundar. Í atriðum sem klippt voru úr kvikmyndinni hefði mátt sjá ýmsar vísbendingar um raunverulega kynhneigð Velmu. View this post on Instagram A post shared by Tony Cervone (@tonycervone) „Engar nýjar fréttir hér“ Árið 2020 deildi framleiðandinn Tony Cervone mynd af Velmu á Instagram-síðu sinni í tengslum við Pride Month. Af henni að dæma hefur það lengi verið vitað að Velma væri samkynhneigð, þó svo að það hafi ekki verið gert opinbert fyrr en nú. „Við reyndum að hafa þetta eins skýrt og við gátum og flestir aðdáendurnir náðu þessu. Þið sem náðuð þessu ekki, ég legg til að þið horfið betur. Það eru engar nýjar fréttir hér,“ skrifaði Cervone. Bíó og sjónvarp Hinsegin Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
Upphaflegu þættirnir um Scooby-Doo hófu göngu sína árið 1969. Síðan þá hafa verið gerðar ótal margar þáttaraðir, teiknimyndir og tvær leiknar kvikmyndir. Nýja myndin Trick or Treat Scooby-Doo! kom út í gær. Aðalpersónurnar Scooby, Shaggy, Daphne, Fred og Velma eru öll á sínum stað. En auk þess fá áhorfendur að kynnast nýrri persónu, búningahönnuðinum Coco Diablo. Í kvikmyndinni verður Velma hrifin af Coco. Í myndbrotinu hér að neðan má sjá þegar Velma ber Coco augum í fyrsta sinn og verður augljóslega heilluð. OMG LESBIAN VELMA FINALLY CANON CANON IN THE MOVIES LETS GOOOOOO pic.twitter.com/0ilx2uid1q— Trin (@MythicalLlamaXO) October 3, 2022 Skrifaði persónuna upphaflega sem samkynhneigða Miðað við viðbrögð á samfélagsmiðlinum Twitter taka aðdáendur þessum tíðindum fagnandi. Hörðustu aðdáendur hafa lengi talið sig vita að Velma væri samkynhneigð, þrátt fyrir að hún hafi átt í ástarsambandi við karlmann í leiknu kvikmyndinni Scooby-Doo 2: Monsters Unleashed frá árinu 2004. Kvikmyndagerðarmaðurinn James Gunn skrifaði handritið að báðum leiknu kvikmyndunum sem gerðar hafa verið um fimmmenningana. Gunn segist upphaflega hafa skrifað persónu Velmu sem samkynhneigða en sú hugmynd hafi ekki hlotið góðar undirtektir. Lokaniðurstaðan hafi verið sú að Velma yrði hrifin af safnverðinum Patrick, þvert á vilja handritshöfundar. Í atriðum sem klippt voru úr kvikmyndinni hefði mátt sjá ýmsar vísbendingar um raunverulega kynhneigð Velmu. View this post on Instagram A post shared by Tony Cervone (@tonycervone) „Engar nýjar fréttir hér“ Árið 2020 deildi framleiðandinn Tony Cervone mynd af Velmu á Instagram-síðu sinni í tengslum við Pride Month. Af henni að dæma hefur það lengi verið vitað að Velma væri samkynhneigð, þó svo að það hafi ekki verið gert opinbert fyrr en nú. „Við reyndum að hafa þetta eins skýrt og við gátum og flestir aðdáendurnir náðu þessu. Þið sem náðuð þessu ekki, ég legg til að þið horfið betur. Það eru engar nýjar fréttir hér,“ skrifaði Cervone.
Bíó og sjónvarp Hinsegin Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira