Swank er fjörutíu og átta ára gömul og eru þetta hennar fyrstu börn. Hún á von á þeim með eiginmanni sínum Philip Schneider. Hjónin kynntust árið 2016 og giftu sig fyrir fjórum árum síðan.
Leikkonan var gestur í morgunþættinum Good Morning America í dag til þess að kynna nýja þætti sína Alaska Daily. Í þættinum deildi hún gleðitíðindunum, eftir að hafa falið óléttuna í einhvern tíma.

Tvíburar í fjölskyldunni
„Þetta er svolítið sem ég hef lengi þráð. Ég er að fara verða móðir ... Og ég á ekki bara von á einu barni, heldur tveimur. Ég trúi þessu ekki.“
Það eru tvíburar í fjölskyldum þeirra beggja og því segir Swank þetta vera einstaklega spennandi.
„Þetta er algjör blessun og algjört kraftaverk. Þetta er ótrúlegt,“ sagði hin verðandi tveggja barna móðir.