Boðar skólastjórnendur á fund vegna umræðu um kynferðisbrot Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. október 2022 17:47 Ásmundur Einar Daðason er mennta- og barnamálaráðherra. Hann vill nú bregðast við háværri gagnrýni framhaldsskólanema á viðbrögð skóla vegna kynferðisbrota nemenda. vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur boðað skólastjórnendur á fund um viðbrögð við kynferðisofbeldi í framhaldsskólum. Á fundinum verður farið yfir stöðuna á innleiðingu viðbragðsáætlana og kynningu þeirra í skólunum. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en þar er einnig birt bréf sem Ásmundur Einar sendi skólastjórnendum í dag. Þar segir hann að í ljósi umræðu um kynferðisofbeldi í framhaldsskólum vilji hann bregðast við ákalli um bætt verklag og skýrari ramma í málaflokknum. Síðustu misseri hefur hávær umræða spunnist um viðbrögð skólastjórnenda í framhaldsskólum við kynferðisofbeldi innan skólanna. Greint hefur verið frá byltingu innan veggja Menntaskólans í Hamrahlíð þar sem þolendur hafa mótmælt því að þolendur kynferðisofbeldis hafi þurft að mæta gerendum sínum á göngum skólans og gagnrýnt skólastjórnendur harðlega fyrir viðbragðaleysi. Rektor MH hefur þá beðið fyrrverandi nemanda, og þolanda kynferðisofbeldis, afsökunar á því hvernig var tekið á málinu þegar henni var nauðgað af samnemanda fyrir áratug. Annað sambærilegt dæmi átti sér stað í Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem skólastjóri var harðlega gagnrýndur fyrir viðbrög sín eftir að kynferðisbrotamál rataði á borð hennar í vor. Vegna þessa mun Ásmundur Einar menntamálaráðherra nú kynna fyrir skólastjórnendum fyrirmynd að viðbragðsáætlun sem skólar geta nýtt þar sem áætlun hefur ekki verið innleidd eða skerpa þarf verklagið. „Jafnframt mun ráðuneytið boða til vinnufundar með helstu hagaðilum til að rýna áætlunina og eiga gagnvirkar umræður um helstu álitamál. Mikilvægt er að rödd nemenda heyrist í þeirri vinnu sem fram undan er og þeirra sjónarmið höfð til hliðsjónar við gerð áætlana,“ segir í bréfi Ásmundar. Í bréfinu eru stjórnendur skóla og hagsmunaaðila eru jafnframt hvattir til þess að ræða þessi málefni á sínum vettvangi og nýta til að efla umræðu, aðgerðir og vitundarvakningu í skólasamfélaginu. „Markmið okkar allra er að sjá til þessað allir nemendur upplifi öryggi og að tekið sé á málum af festu.“ Loks er óskað eftir því að skólastjórnendur svari spurningum um það hvort heildstæð viðbragðsáætlun sé til staðar í skólunum, hvort hún sé aðgengileg nemendum og hvort sérstök skrá sé haldin yfir tilvik þegar upp kemur grunur um kynferðsbrot nemenda. Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Framsóknarflokkurinn Kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en þar er einnig birt bréf sem Ásmundur Einar sendi skólastjórnendum í dag. Þar segir hann að í ljósi umræðu um kynferðisofbeldi í framhaldsskólum vilji hann bregðast við ákalli um bætt verklag og skýrari ramma í málaflokknum. Síðustu misseri hefur hávær umræða spunnist um viðbrögð skólastjórnenda í framhaldsskólum við kynferðisofbeldi innan skólanna. Greint hefur verið frá byltingu innan veggja Menntaskólans í Hamrahlíð þar sem þolendur hafa mótmælt því að þolendur kynferðisofbeldis hafi þurft að mæta gerendum sínum á göngum skólans og gagnrýnt skólastjórnendur harðlega fyrir viðbragðaleysi. Rektor MH hefur þá beðið fyrrverandi nemanda, og þolanda kynferðisofbeldis, afsökunar á því hvernig var tekið á málinu þegar henni var nauðgað af samnemanda fyrir áratug. Annað sambærilegt dæmi átti sér stað í Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem skólastjóri var harðlega gagnrýndur fyrir viðbrög sín eftir að kynferðisbrotamál rataði á borð hennar í vor. Vegna þessa mun Ásmundur Einar menntamálaráðherra nú kynna fyrir skólastjórnendum fyrirmynd að viðbragðsáætlun sem skólar geta nýtt þar sem áætlun hefur ekki verið innleidd eða skerpa þarf verklagið. „Jafnframt mun ráðuneytið boða til vinnufundar með helstu hagaðilum til að rýna áætlunina og eiga gagnvirkar umræður um helstu álitamál. Mikilvægt er að rödd nemenda heyrist í þeirri vinnu sem fram undan er og þeirra sjónarmið höfð til hliðsjónar við gerð áætlana,“ segir í bréfi Ásmundar. Í bréfinu eru stjórnendur skóla og hagsmunaaðila eru jafnframt hvattir til þess að ræða þessi málefni á sínum vettvangi og nýta til að efla umræðu, aðgerðir og vitundarvakningu í skólasamfélaginu. „Markmið okkar allra er að sjá til þessað allir nemendur upplifi öryggi og að tekið sé á málum af festu.“ Loks er óskað eftir því að skólastjórnendur svari spurningum um það hvort heildstæð viðbragðsáætlun sé til staðar í skólunum, hvort hún sé aðgengileg nemendum og hvort sérstök skrá sé haldin yfir tilvik þegar upp kemur grunur um kynferðsbrot nemenda.
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Framsóknarflokkurinn Kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira