Boðar skólastjórnendur á fund vegna umræðu um kynferðisbrot Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. október 2022 17:47 Ásmundur Einar Daðason er mennta- og barnamálaráðherra. Hann vill nú bregðast við háværri gagnrýni framhaldsskólanema á viðbrögð skóla vegna kynferðisbrota nemenda. vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur boðað skólastjórnendur á fund um viðbrögð við kynferðisofbeldi í framhaldsskólum. Á fundinum verður farið yfir stöðuna á innleiðingu viðbragðsáætlana og kynningu þeirra í skólunum. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en þar er einnig birt bréf sem Ásmundur Einar sendi skólastjórnendum í dag. Þar segir hann að í ljósi umræðu um kynferðisofbeldi í framhaldsskólum vilji hann bregðast við ákalli um bætt verklag og skýrari ramma í málaflokknum. Síðustu misseri hefur hávær umræða spunnist um viðbrögð skólastjórnenda í framhaldsskólum við kynferðisofbeldi innan skólanna. Greint hefur verið frá byltingu innan veggja Menntaskólans í Hamrahlíð þar sem þolendur hafa mótmælt því að þolendur kynferðisofbeldis hafi þurft að mæta gerendum sínum á göngum skólans og gagnrýnt skólastjórnendur harðlega fyrir viðbragðaleysi. Rektor MH hefur þá beðið fyrrverandi nemanda, og þolanda kynferðisofbeldis, afsökunar á því hvernig var tekið á málinu þegar henni var nauðgað af samnemanda fyrir áratug. Annað sambærilegt dæmi átti sér stað í Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem skólastjóri var harðlega gagnrýndur fyrir viðbrög sín eftir að kynferðisbrotamál rataði á borð hennar í vor. Vegna þessa mun Ásmundur Einar menntamálaráðherra nú kynna fyrir skólastjórnendum fyrirmynd að viðbragðsáætlun sem skólar geta nýtt þar sem áætlun hefur ekki verið innleidd eða skerpa þarf verklagið. „Jafnframt mun ráðuneytið boða til vinnufundar með helstu hagaðilum til að rýna áætlunina og eiga gagnvirkar umræður um helstu álitamál. Mikilvægt er að rödd nemenda heyrist í þeirri vinnu sem fram undan er og þeirra sjónarmið höfð til hliðsjónar við gerð áætlana,“ segir í bréfi Ásmundar. Í bréfinu eru stjórnendur skóla og hagsmunaaðila eru jafnframt hvattir til þess að ræða þessi málefni á sínum vettvangi og nýta til að efla umræðu, aðgerðir og vitundarvakningu í skólasamfélaginu. „Markmið okkar allra er að sjá til þessað allir nemendur upplifi öryggi og að tekið sé á málum af festu.“ Loks er óskað eftir því að skólastjórnendur svari spurningum um það hvort heildstæð viðbragðsáætlun sé til staðar í skólunum, hvort hún sé aðgengileg nemendum og hvort sérstök skrá sé haldin yfir tilvik þegar upp kemur grunur um kynferðsbrot nemenda. Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Framsóknarflokkurinn Kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en þar er einnig birt bréf sem Ásmundur Einar sendi skólastjórnendum í dag. Þar segir hann að í ljósi umræðu um kynferðisofbeldi í framhaldsskólum vilji hann bregðast við ákalli um bætt verklag og skýrari ramma í málaflokknum. Síðustu misseri hefur hávær umræða spunnist um viðbrögð skólastjórnenda í framhaldsskólum við kynferðisofbeldi innan skólanna. Greint hefur verið frá byltingu innan veggja Menntaskólans í Hamrahlíð þar sem þolendur hafa mótmælt því að þolendur kynferðisofbeldis hafi þurft að mæta gerendum sínum á göngum skólans og gagnrýnt skólastjórnendur harðlega fyrir viðbragðaleysi. Rektor MH hefur þá beðið fyrrverandi nemanda, og þolanda kynferðisofbeldis, afsökunar á því hvernig var tekið á málinu þegar henni var nauðgað af samnemanda fyrir áratug. Annað sambærilegt dæmi átti sér stað í Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem skólastjóri var harðlega gagnrýndur fyrir viðbrög sín eftir að kynferðisbrotamál rataði á borð hennar í vor. Vegna þessa mun Ásmundur Einar menntamálaráðherra nú kynna fyrir skólastjórnendum fyrirmynd að viðbragðsáætlun sem skólar geta nýtt þar sem áætlun hefur ekki verið innleidd eða skerpa þarf verklagið. „Jafnframt mun ráðuneytið boða til vinnufundar með helstu hagaðilum til að rýna áætlunina og eiga gagnvirkar umræður um helstu álitamál. Mikilvægt er að rödd nemenda heyrist í þeirri vinnu sem fram undan er og þeirra sjónarmið höfð til hliðsjónar við gerð áætlana,“ segir í bréfi Ásmundar. Í bréfinu eru stjórnendur skóla og hagsmunaaðila eru jafnframt hvattir til þess að ræða þessi málefni á sínum vettvangi og nýta til að efla umræðu, aðgerðir og vitundarvakningu í skólasamfélaginu. „Markmið okkar allra er að sjá til þessað allir nemendur upplifi öryggi og að tekið sé á málum af festu.“ Loks er óskað eftir því að skólastjórnendur svari spurningum um það hvort heildstæð viðbragðsáætlun sé til staðar í skólunum, hvort hún sé aðgengileg nemendum og hvort sérstök skrá sé haldin yfir tilvik þegar upp kemur grunur um kynferðsbrot nemenda.
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Framsóknarflokkurinn Kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira