Skagfirðingar segja að þetta verði frystihús framtíðarinnar Kristján Már Unnarsson skrifar 5. október 2022 22:31 Tölvugerð mynd af fyrirhuguðu fiskvinnsluhúsi FISK Seafood á Sauðárkróki. Fyrirtækið er dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga. FISK Seafood/Stoð verkfræðistofa Mikil atvinnuuppbygging er framundan á Sauðárkróki. Þar ber hæst byggingu nýrrar hátæknifiskvinnslu, sem heimamenn segja að verði frystihús framtíðarinnar. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um atvinnulíf á Sauðárkróki en við sögðum nýlega frá grósku í húsbyggingum í Skagafirði. Þá kom fram að yfir fimmtíu íbúðir væru í smíðum um þessar mundir víðsvegar um sveitarfélagið. Séð yfir Sauðárkrókshöfn.Egill Aðalsteinsson En það eru ekki bara íbúðabyggingar. Atvinnulífið er einnig í framkvæmdahug. Á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki eru uppi stór áform. „Við erum að gera ráð fyrir stækkun á höfninni. Þar er atvinnulífið heldur betur að taka við sér,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.Sigurjón Ólason „Þar er til dæmis FISK Seafood að fara af stað með 8.000 fermetra byggingu, nýja fiskvinnslu, hátæknifiskvinnslu.“ Grafískar myndir frá verkfræðistofunni Stoð sýna hvernig áformað er að byggingin muni líta út. Framkvæmdastjóri FISK Seafood, Friðbjörn Ásbjörnsson, segir að þeir kalli það frystihús framtíðarinnar. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á næsta ári, eða um leið og búið verður að rýma og rífa á annan tug eldri og smærri húsa sem núna eru á lóðinni. Á annan tug eldri bygginga mun víkja af lóðinni til að rýma fyrir nýja fiskvinnsluhúsinu.FISK Seafood/Stoð verkfræðistofa Í samtali við héraðsfréttamiðilinn Feyki fyrr á árinu sagði Friðbjörn að nýja frystihúsið myndi bæði auka gæði vinnslunnar til muna og lækka tilkostnað og skipta þannig miklu máli fyrir samkeppnishæfni FISK Seafood á alþjóðlegum mörkuðum. Vinnuumhverfi starfsfólks myndi jafnframt gjörbreytast, flæði yrði hraðara, minni kuldi við færiböndin, störfin yrðu léttari og þungur burður minni. Áformað er að húsið verði um átta þúsund fermetrar að stærð. Til samanburðar má geta þess að löglegur knattspyrnuvöllur í fullri stærð er um sjö þúsund fermetrar.FISK Seafood/Stoð verkfræðistofa Fyrirtæki í iðnaði og þjónustu eru einnig að huga að stækkun sem og fleiri tengd sjávarútvegi, að sögn sveitarstjórans. „Nýr fiskmarkaður að taka til starfa. Kjarninn að gera ráð fyrir stækkun, sem er svona bílaverkstæði, vélaverkstæði og fleira. Dögun rækjuvinnsla, steypustöðin. Steinull er eitthvað að íhuga málin. Það er sem betur fer allsstaðar uppbygging í atvinnulífi,“ segir Sigfús Ingi. Svona mun húsið líta út, séð úr austri. Horft í átt að Gönguskörðum.FISK Seafood/Stoð verkfræðistofa Af upptalningunni má heyra að Sauðárkrókur býr við fjölbreyttara atvinnulíf en víða gerist í bæjum utan suðvesturhornsins. „Atvinnulífið er gríðarlega sterkt hérna, miðað við stærð. Það er fjölbreytt atvinnulíf. Við erum sennilega undir eitt prósent atvinnuleysi í dag. Okkur vantar fólk. Það er húsnæðisskortur, þrátt fyrir þetta allt saman. Hér bara líkar fólki vel. Þetta er gott samfélag. Hér er góð þjónusta, fjölbreytt atvinnulíf. Allir fá vinnu við sitt hæfi. Hér er bara gott að vera,“ segir sveitarstjóri Skagafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skagafjörður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fólki fjölgar í Skagafirði, lóðir rjúka út og tugir íbúða í smíðum Gróska er í húsbyggingum í Skagafirði og eru yfir fimmtíu íbúðir í smíðum um þessar mundir víðsvegar um sveitarfélagið. Hitaveita, ljósleiðari og leikskólapláss eru galdurinn, að sögn sveitarstjórans. 13. september 2022 23:13 Á verkstæðinu á Sauðárkróki segjast þeir geta gert við allt Skagfirðingar eiga sennilegasta fjölhæfasta verkstæði landsins, sem um leið er stærsta bílaverkstæði landsbyggðarinnar. Þar er gert við nánast alla hluti undir sama þaki. 10. apríl 2018 21:15 Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um atvinnulíf á Sauðárkróki en við sögðum nýlega frá grósku í húsbyggingum í Skagafirði. Þá kom fram að yfir fimmtíu íbúðir væru í smíðum um þessar mundir víðsvegar um sveitarfélagið. Séð yfir Sauðárkrókshöfn.Egill Aðalsteinsson En það eru ekki bara íbúðabyggingar. Atvinnulífið er einnig í framkvæmdahug. Á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki eru uppi stór áform. „Við erum að gera ráð fyrir stækkun á höfninni. Þar er atvinnulífið heldur betur að taka við sér,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.Sigurjón Ólason „Þar er til dæmis FISK Seafood að fara af stað með 8.000 fermetra byggingu, nýja fiskvinnslu, hátæknifiskvinnslu.“ Grafískar myndir frá verkfræðistofunni Stoð sýna hvernig áformað er að byggingin muni líta út. Framkvæmdastjóri FISK Seafood, Friðbjörn Ásbjörnsson, segir að þeir kalli það frystihús framtíðarinnar. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á næsta ári, eða um leið og búið verður að rýma og rífa á annan tug eldri og smærri húsa sem núna eru á lóðinni. Á annan tug eldri bygginga mun víkja af lóðinni til að rýma fyrir nýja fiskvinnsluhúsinu.FISK Seafood/Stoð verkfræðistofa Í samtali við héraðsfréttamiðilinn Feyki fyrr á árinu sagði Friðbjörn að nýja frystihúsið myndi bæði auka gæði vinnslunnar til muna og lækka tilkostnað og skipta þannig miklu máli fyrir samkeppnishæfni FISK Seafood á alþjóðlegum mörkuðum. Vinnuumhverfi starfsfólks myndi jafnframt gjörbreytast, flæði yrði hraðara, minni kuldi við færiböndin, störfin yrðu léttari og þungur burður minni. Áformað er að húsið verði um átta þúsund fermetrar að stærð. Til samanburðar má geta þess að löglegur knattspyrnuvöllur í fullri stærð er um sjö þúsund fermetrar.FISK Seafood/Stoð verkfræðistofa Fyrirtæki í iðnaði og þjónustu eru einnig að huga að stækkun sem og fleiri tengd sjávarútvegi, að sögn sveitarstjórans. „Nýr fiskmarkaður að taka til starfa. Kjarninn að gera ráð fyrir stækkun, sem er svona bílaverkstæði, vélaverkstæði og fleira. Dögun rækjuvinnsla, steypustöðin. Steinull er eitthvað að íhuga málin. Það er sem betur fer allsstaðar uppbygging í atvinnulífi,“ segir Sigfús Ingi. Svona mun húsið líta út, séð úr austri. Horft í átt að Gönguskörðum.FISK Seafood/Stoð verkfræðistofa Af upptalningunni má heyra að Sauðárkrókur býr við fjölbreyttara atvinnulíf en víða gerist í bæjum utan suðvesturhornsins. „Atvinnulífið er gríðarlega sterkt hérna, miðað við stærð. Það er fjölbreytt atvinnulíf. Við erum sennilega undir eitt prósent atvinnuleysi í dag. Okkur vantar fólk. Það er húsnæðisskortur, þrátt fyrir þetta allt saman. Hér bara líkar fólki vel. Þetta er gott samfélag. Hér er góð þjónusta, fjölbreytt atvinnulíf. Allir fá vinnu við sitt hæfi. Hér er bara gott að vera,“ segir sveitarstjóri Skagafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skagafjörður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fólki fjölgar í Skagafirði, lóðir rjúka út og tugir íbúða í smíðum Gróska er í húsbyggingum í Skagafirði og eru yfir fimmtíu íbúðir í smíðum um þessar mundir víðsvegar um sveitarfélagið. Hitaveita, ljósleiðari og leikskólapláss eru galdurinn, að sögn sveitarstjórans. 13. september 2022 23:13 Á verkstæðinu á Sauðárkróki segjast þeir geta gert við allt Skagfirðingar eiga sennilegasta fjölhæfasta verkstæði landsins, sem um leið er stærsta bílaverkstæði landsbyggðarinnar. Þar er gert við nánast alla hluti undir sama þaki. 10. apríl 2018 21:15 Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Fólki fjölgar í Skagafirði, lóðir rjúka út og tugir íbúða í smíðum Gróska er í húsbyggingum í Skagafirði og eru yfir fimmtíu íbúðir í smíðum um þessar mundir víðsvegar um sveitarfélagið. Hitaveita, ljósleiðari og leikskólapláss eru galdurinn, að sögn sveitarstjórans. 13. september 2022 23:13
Á verkstæðinu á Sauðárkróki segjast þeir geta gert við allt Skagfirðingar eiga sennilegasta fjölhæfasta verkstæði landsins, sem um leið er stærsta bílaverkstæði landsbyggðarinnar. Þar er gert við nánast alla hluti undir sama þaki. 10. apríl 2018 21:15
Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45