Hneyksluð á tilkynningu Sigurðar: „Mér finnst þetta alveg galið“ Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 10:31 Sigurður Höskuldsson hættir sem þjálfari Leiknis eftir tímabilið. vísir/Diego Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Stúkunni voru vægast sagt ekki hrifin af þeirri ákvörðun að Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, skyldi í gær tilkynna sínum leikmönnum að hann myndi hætta sem þjálfari þeirra eftir tímabilið. Leiknismenn eru í bullandi fallbaráttu, einu stigi fyrir ofan FH sem situr í fallsæti í Bestu deildinni. Liðin mætast í leik upp á líf og dauða í Kaplakrika á sunnudaginn. Guðmundur greindi frá því í gær að Sigurður hefði tilkynnt leikmönnum á æfingu að hann myndi láta af störfum eftir mótið. Sagði Guðmundur ástæðuna þá að Sigurður yrði aðstoðarþjálfari Vals sem eftir tímabilið fengi Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfara KA, sem aðalþjálfara. Það eru hins vegar fjórar umferðir eftir af Bestu deildinni og líf Leiknismanna í deildinni hangir á bláþræði: „Hvers vegna í andskotanum erum við að tilkynna það eitthvað að við ætlum að hætta, þegar það eru fjórir leikir eftir upp á líf og dauða?“ spurði Guðmundur þau Mána Pétursson og Margréti Láru Viðarsdóttur en brot úr Stúkunni má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um brotthvarf Sigurðar „Skil ekki af hverju þessi tilkynning mátti ekki bíða“ „Ég á ekki til orð yfir þessu,“ sagði Máni. „Mér finnst þetta svo galið. Ég held að þetta séu frábær tíðindi fyrir FH-ingana að mæta Leiknismönnum svona gíruðum: „Heyrðu, þjálfarinn okkar er að fara að hætta, og við erum hérna í botnbaráttu“. Ég skil ekki af hverju þessi tilkynning mátti ekki bíða. Búum við í þannig slúðursamfélagi að það þurfi allir alltaf að vera að tala? Þó að þetta hefði verið orðrómur þá hefði þetta bara getað verið einhver orðrómur. Menn trúa ekki öllu sem sagt er í hlaðvarpsþáttum, alla vega fæstir sem ég þekki. Mér finnst þetta alveg galið og ekki góð tíðindi fyrir Leiknismenn. Það er líka ekki þægilegt fyrir Sigga að ætla að fara að gíra partíið áfram núna,“ sagði Máni og Margrét Lára tók í sama streng. „Allt of góður þjálfari til að vera aðstoðarþjálfari“ Guðmundur sagði að Arnar Grétarsson hefði hringt í leikmann Leiknis og spurst fyrir um hvernig þjálfari Sigurður væri, og að hann hefði fengið mjög góð meðmæli. Málið hefði svo verið klárað og Sigurður yrði aðstoðarþjálfari Vals „Siggi er allt of góður þjálfari til að vera aðstoðarþjálfari,“ sagði Máni sem vill að Sigurður reyni áfram fyrir sér sem aðalþjálfari: „Fyrir mér er þetta einn efnilegasti þjálfari sem við eigum og ég væri mest hrifinn af því að hann myndi stýra sinni eigin skútu. Að hann væri ekki bara þarna að skipta um segl, ef maður orðar það þannig.“ Besta deild karla Leiknir Reykjavík Stúkan Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Leiknismenn eru í bullandi fallbaráttu, einu stigi fyrir ofan FH sem situr í fallsæti í Bestu deildinni. Liðin mætast í leik upp á líf og dauða í Kaplakrika á sunnudaginn. Guðmundur greindi frá því í gær að Sigurður hefði tilkynnt leikmönnum á æfingu að hann myndi láta af störfum eftir mótið. Sagði Guðmundur ástæðuna þá að Sigurður yrði aðstoðarþjálfari Vals sem eftir tímabilið fengi Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfara KA, sem aðalþjálfara. Það eru hins vegar fjórar umferðir eftir af Bestu deildinni og líf Leiknismanna í deildinni hangir á bláþræði: „Hvers vegna í andskotanum erum við að tilkynna það eitthvað að við ætlum að hætta, þegar það eru fjórir leikir eftir upp á líf og dauða?“ spurði Guðmundur þau Mána Pétursson og Margréti Láru Viðarsdóttur en brot úr Stúkunni má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um brotthvarf Sigurðar „Skil ekki af hverju þessi tilkynning mátti ekki bíða“ „Ég á ekki til orð yfir þessu,“ sagði Máni. „Mér finnst þetta svo galið. Ég held að þetta séu frábær tíðindi fyrir FH-ingana að mæta Leiknismönnum svona gíruðum: „Heyrðu, þjálfarinn okkar er að fara að hætta, og við erum hérna í botnbaráttu“. Ég skil ekki af hverju þessi tilkynning mátti ekki bíða. Búum við í þannig slúðursamfélagi að það þurfi allir alltaf að vera að tala? Þó að þetta hefði verið orðrómur þá hefði þetta bara getað verið einhver orðrómur. Menn trúa ekki öllu sem sagt er í hlaðvarpsþáttum, alla vega fæstir sem ég þekki. Mér finnst þetta alveg galið og ekki góð tíðindi fyrir Leiknismenn. Það er líka ekki þægilegt fyrir Sigga að ætla að fara að gíra partíið áfram núna,“ sagði Máni og Margrét Lára tók í sama streng. „Allt of góður þjálfari til að vera aðstoðarþjálfari“ Guðmundur sagði að Arnar Grétarsson hefði hringt í leikmann Leiknis og spurst fyrir um hvernig þjálfari Sigurður væri, og að hann hefði fengið mjög góð meðmæli. Málið hefði svo verið klárað og Sigurður yrði aðstoðarþjálfari Vals „Siggi er allt of góður þjálfari til að vera aðstoðarþjálfari,“ sagði Máni sem vill að Sigurður reyni áfram fyrir sér sem aðalþjálfari: „Fyrir mér er þetta einn efnilegasti þjálfari sem við eigum og ég væri mest hrifinn af því að hann myndi stýra sinni eigin skútu. Að hann væri ekki bara þarna að skipta um segl, ef maður orðar það þannig.“
Besta deild karla Leiknir Reykjavík Stúkan Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira