Jóhannes löðrungaði Egil í þrígang við tökur á Svörtum á leik Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2022 11:01 Í þættinum kemur fram að Jóhannes er með hlutverk í næstu þáttaröð af Succession. Tíu ár eru liðin frá því að spennumyndin Svartur á leik var frumsýnd hér á landi. Hún er ein vinsælasta og tekjuhæsta kvikmynd Íslandssögunnar. Í tilefni af afmælinu er von á kvikmyndinni aftur í bíó en sýningar hefjast í október í Smárabíói. Sindri Sindrason hitti Jóhannes Hauk á heimili hans á dögunum og ræddi allskonar hluti við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann segir að myndin Svartur á leik hafi í raun verið það stærsta sem hann hafði gert á ferlinum á sínum tíma. „Myndin varð í rauninni til þess að ég byrjaði að vinna í útlöndum. Ég fíla að leika vondu kallana og þeir fá að gera svona skemmtilegustu hlutina,“ segir Jóhannes sem segir frá skemmtilegri sögu þegar hann löðrungaði Egil Einarsson, Gillz, í þrígang við tökur á myndinni á sínum tíma. Það átti aldrei að vera í kvikmyndinni og var alls ekki í handritinu en Jóhannesi og leikstjóranum þótti þetta í raun bara fyndið. „Mig minnir að þetta hafi aldrei endað í myndinni sjálfri, ég bara man það ekki en þetta var fyndið. Ég er spenntur að sjá myndina aftur og sjá hvort þetta sé í myndinni.“ Börn Jóhannesar hafa aldrei séð myndina en dóttir hans komst að því á dögunum að hann væri allsber í kvikmyndinni. Jóhannes á 11 ára dreng, 14 ára stelpu og eitt lítið örverpi eins og hann segir sjálfur. „Hún bara öskraði, nei og var ekki sátt. Ég ætla sjá hvort hún vilji koma með mér á frumsýninguna. Ég held að fjórtán ára stelpa megi alveg horfa á þessa mynd,“ segir Jóhannes. Jóhannes er sem stendur að leika í bandarískum þáttum sem hann sjálfur má ekkert ræða um. Í Íslandi í dag í gær kom fram að um er að ræða þættina Succession sem eru með þeim allra stærstu í heiminum og framleiddir af HBO. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Í tilefni af afmælinu er von á kvikmyndinni aftur í bíó en sýningar hefjast í október í Smárabíói. Sindri Sindrason hitti Jóhannes Hauk á heimili hans á dögunum og ræddi allskonar hluti við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann segir að myndin Svartur á leik hafi í raun verið það stærsta sem hann hafði gert á ferlinum á sínum tíma. „Myndin varð í rauninni til þess að ég byrjaði að vinna í útlöndum. Ég fíla að leika vondu kallana og þeir fá að gera svona skemmtilegustu hlutina,“ segir Jóhannes sem segir frá skemmtilegri sögu þegar hann löðrungaði Egil Einarsson, Gillz, í þrígang við tökur á myndinni á sínum tíma. Það átti aldrei að vera í kvikmyndinni og var alls ekki í handritinu en Jóhannesi og leikstjóranum þótti þetta í raun bara fyndið. „Mig minnir að þetta hafi aldrei endað í myndinni sjálfri, ég bara man það ekki en þetta var fyndið. Ég er spenntur að sjá myndina aftur og sjá hvort þetta sé í myndinni.“ Börn Jóhannesar hafa aldrei séð myndina en dóttir hans komst að því á dögunum að hann væri allsber í kvikmyndinni. Jóhannes á 11 ára dreng, 14 ára stelpu og eitt lítið örverpi eins og hann segir sjálfur. „Hún bara öskraði, nei og var ekki sátt. Ég ætla sjá hvort hún vilji koma með mér á frumsýninguna. Ég held að fjórtán ára stelpa megi alveg horfa á þessa mynd,“ segir Jóhannes. Jóhannes er sem stendur að leika í bandarískum þáttum sem hann sjálfur má ekkert ræða um. Í Íslandi í dag í gær kom fram að um er að ræða þættina Succession sem eru með þeim allra stærstu í heiminum og framleiddir af HBO. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira