Miðvikudagskvöldið 5. október fór fram síðasta upptökukvöld Bylgjan órafmögnuð í Bæjarbíói Hafnarfirði. Þættirnir verða fluttir á fimmtudögum frá lok október og verður sá síðasti á dagskrá fyrstu helgi desember mánaðar. Vala Eiríksdóttir dagskrágerðarkona á Bylgjunni sá um að halda utanum dagskrá og tók tal af tónlistarfólki á milli laga sem gerir tónleikana að einstakri upplifun til að kynnast listamönnunum betur.
Á þessu síðasta kvöldi voru það GDRN og Magnús Jóhann og Björgvin Halldórsson kom fram með börnum sínum Krumma og Svölu og Margréti Eir stórvinkonu fjölskyldunnar.
Að lokinni tónleikaröðinni sagði Ósk Gunnarsdóttir tónleika skipuleggjandi "Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegt og bara mögnuð kvöld að baki. Andinn í Bæjarbíó skapaði hlýja og innilega stemningu milli tónlistarfólks og áhorfenda".
Hér eru nokkrar myndir frá síðasta upptökukvöldinu
![](https://www.visir.is/i/C6928EF4CBABE6B4DE456086B73C1DDA346ACC7396530E96B467FBEC18AECE2C_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/C4F182B0F73922FA7FE53CD245579E15D4143117DFAB90923CFF7453D5B39C21_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/2B509B7F363D17A1D134D929315897642ECDD032AA97A3264EF849FA6A8241DB_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/CAB2A44F7B389F96C21B1CFCC541BD883174263E2F3F8E8CF7C94742343FCA47_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/8E16685607252A29FBC7332A80FD058CAB5C2DF7E01D34223F3213F65EB706E6_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/1655A67AB96ACA9FE9326F2D99C7641BE2FBD7BC447FB70432EF8017F7FBCBFD_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/E4B668CE0EA133558C40F97165204538E1517C08F2390F27D7BBE5D130E0F160_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/A3015415F5E143FA5EA8FC6C0B0EA5F4F5626229DF65A874EE97C074DABA937D_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/5677F5B5954A5A9907F5DDBB89AEB53454BA65B3C98A7E958F96C14D33EDB54A_713x0.jpg)
Bylgjan þakkar öllum gestum tónleikanna kærlega fyrir komuna!