Netflix leitar í kvikmyndahúsin Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2022 15:03 Netflix hefur hingað til forðast það að frumsýna kvikmyndir í kvikmyndahúsum, löngu á undan frumsýningu á streymisveitunni. Getty/Jakub Porzycki Forsvarsmenn streymisveitunnar Netflix hafa ákveðið að birta myndina Gloass Onion: A Knives Out Mystery í kvikmyndahúsum. Það verður gert mánuði áður en myndin verður aðgengileg á streymisveitunni sjálfri en myndin er eins og nafnið gefur til kynna framhaldsmynd Knives Out. Kvikmyndin verður sýnd í um sex hundruð kvikmyndahúsum AMC í Bandaríkjunum í lok nóvember. Hingað til hafa yfirmenn Netflix að mestu neitað að birta kvikmyndir í kvikmyndahúsum áður en þær eru aðgengilegar á streymisveitunni. Samkvæmt Wall Street Journal hefur það nokkrum sinnum verið gert og þá nánast eingöngu svo umræddar kvikmyndir séu gjaldgengar á Óskarsverðlaunahátíðinni. Til þess þurfa kvikmyndir að vera sýndar minnst þrisvar sinnum á dag, sjö daga í röð í sex fjölmennum byggðum. Army of the Dead, eftir Zack Snyder, sem frumsýnd var í fyrra var einnig frumsýnd í kvikmyndahúsum vestanhafs en það var bara viku áður en hún varð aðgengileg á streymisveitunni. AMC hefur hingað til neitað að sýna kvikmyndir frá Netflix, vegna þess að þær hafa verið birtar á sama tíma í streymisveitunni. WSJ hefur eftir forstjóra fyrirtækisins að nú hafi forsvarsmenn Netflix samþykkt að „virða“ birtingu í kvikmyndahúsum og fundið leið fyrir streymisveitur og kvikmyndahús til að vinna saman. Frá því streymisveitur fóru að njóta meiri hylli á heimsvísu hefur endalokum kvikmyndahúsa ítrekað verið spáð og átti það sérstaklega við á tímum Covid. Í kjölfar faraldursins hafa kvikmyndahús þó sýnt ákveðna upprisu og þá kannski sérstaklega með Top Gun Maverick, sem sló í gegn hjá áhorfendum og hefur mokað inn tekjum í kvikmyndahúsum. Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kvikmyndin verður sýnd í um sex hundruð kvikmyndahúsum AMC í Bandaríkjunum í lok nóvember. Hingað til hafa yfirmenn Netflix að mestu neitað að birta kvikmyndir í kvikmyndahúsum áður en þær eru aðgengilegar á streymisveitunni. Samkvæmt Wall Street Journal hefur það nokkrum sinnum verið gert og þá nánast eingöngu svo umræddar kvikmyndir séu gjaldgengar á Óskarsverðlaunahátíðinni. Til þess þurfa kvikmyndir að vera sýndar minnst þrisvar sinnum á dag, sjö daga í röð í sex fjölmennum byggðum. Army of the Dead, eftir Zack Snyder, sem frumsýnd var í fyrra var einnig frumsýnd í kvikmyndahúsum vestanhafs en það var bara viku áður en hún varð aðgengileg á streymisveitunni. AMC hefur hingað til neitað að sýna kvikmyndir frá Netflix, vegna þess að þær hafa verið birtar á sama tíma í streymisveitunni. WSJ hefur eftir forstjóra fyrirtækisins að nú hafi forsvarsmenn Netflix samþykkt að „virða“ birtingu í kvikmyndahúsum og fundið leið fyrir streymisveitur og kvikmyndahús til að vinna saman. Frá því streymisveitur fóru að njóta meiri hylli á heimsvísu hefur endalokum kvikmyndahúsa ítrekað verið spáð og átti það sérstaklega við á tímum Covid. Í kjölfar faraldursins hafa kvikmyndahús þó sýnt ákveðna upprisu og þá kannski sérstaklega með Top Gun Maverick, sem sló í gegn hjá áhorfendum og hefur mokað inn tekjum í kvikmyndahúsum.
Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira