Netverjar hneykslast yfir háu verðlagi í „Gróða hirðinum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. október 2022 21:08 Góði hirðirinn hefur hækkað verð á nokkrum vöruflokkum upp á síðkastið. Mikil umræða hefur skapast um verðlag í Góða hirðinum á samfélagsmiðlum en verslunin hefur undanfarið hækkað verð á nokkrum vöruflokkum. Samkvæmt upplýsingum frá Góða hirðinum hefur verðbólgan leikið þau grátt og var útlitið svart í sumar. Þau hafi farið eins hóflega í verðhækkanir og hægt var. Athygli var vakin á verðhækkunum í Góða hirðinum innan Facebook hópanna Áhugahópur um endurvinnslu og endurnýtingu og Vertu á verði - eftirlit með verðlagi í dag. Þar lýsti einn viðskipavinur því að það hafi reynst ódýrara að versla hluti annars staðar heldur í Góða hirðinum, þrátt fyrir að Góði hirðirinn hefði áður verið „verslun fyrir fólk sem hafði ekki mikið og gat farið og keypt sér ódýrt dót í heimili á einum stað.“ Brjánn Jónsson tók dæmi og sagðist „blöskra verðlagning á rusli annarra“ „Það er orðið dýrara að versla notað þarna en nýtt í Rúmfó og Ikea. Sem þýðir að rosalega mikið magn fer í urðun í staðinn. Ef engin er hreyfingin. Sem kemur út á það sama. Þessi staður er búinn að missa marks. Finnst kominn tími til að breyta nafninu ì Okur Hirðirinn,“ segir Bránn Jónsson í færslu sinni. Fjölmargir taka undir og eru á annað hundrað ummæli við færsluna þegar þetta er skrifað auk þess sem fjörutíu hafa deilt færslunni í hópnum Áhugahópur um endurvinnslu og endurnýtingu. Í hópnum Vertu á verði er færslan með ríflega hundrað ummæli og á áttunda tug deilinga. Margir hafa tekið undir gagnrýnina. „Ég var dugleg að versla þarna en er nánast hætt því núna vegna fáránlegra verðmiða! Það er ekki eins og þeir séu að kaupa inn vörurnar eða panta þær að utan og borga mikla tolla þetta er bara græðgi!“ skrifar ein. „Rétt, því miður. Reyni að selja allt beint á netinu frekar en að gefa í GH. Hélt að Góði Hirðirinn ætti að vera fyrir fólkið en það hefur eitthvað snúist við,“ segir annar. „Verð nú bara að taka undir þetta. Góði hirðirinn er alveg fáránlega dýr. Margt þarna er dýrara en að kaupa bara nýtt. Dettur ekki í hug að finna neitt orðið þarna,“ segir sá þriðji. „Sammála það er all nokkuð síðan þessi verslun breyttist í Gróða hirðirinn,“ segir enn annar. Rúmfatalagerinn tók þá þátt í umræðunni á dögunum, þegar bent var á verðlagningu á sturtuhillu. Neyddust til að bregðast við svartri stöðu í sumar Aðrir hafa komið Góða hirðinum til varnar og bent til að mynda á að hluti ágóðans fari í hið minnsta til góðgerðarmála. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk frá starfsmanni Góða hirðisins voru verð lengi óbreytt og tók það þau langan tíma að hækka verð á ákveðnum hlutum. Einhverjir komu Góða hirðinum til varnar. Verðbólgan hafi einnig bitið þau líkt og alla aðra í samfélaginu. Höfðu þau vonað að svo yrði ekki en í sumar hafi orðið ljóst að staðan væri orðin svört og að innan tveggja ára hafi litið út fyrir að Góði hirðirinn yrði ekki til ef ekki yrði brugðist við. Verslunin hafi komið illa út úr Covid tímabilinu, fyrsta árið vegna fjöldatakmarkanna og seinna árið vegna mikilla veikinda starfsmanna. Bækur og geisladiskar eru meðal þess sem hefur hækkað í verði. Þá sé kostnaður falinn í því að fá hlutina keyrða til þeirra, meðal annars frá endurvinnslustöðvum, en ekkert kemur beint inn til þeirra og þar af leiðandi þurfi að greiða fyrir mikinn akstur. Laun séu sömuleiðis að hækka en um þrjátíu manns vinni í kringum Góða hirðirinn. Hækkun bóka um fimmtíu krónur, í 250 krónur, og geisladiska um hundrað krónur, í 200 krónur, hafi vakið hvað mest viðbrögð. Einnig hefur verið kvartað yfir verði í versluninni á Hverfisgötu og í netverslun. Þau hafi þó farið eins hóflega í verðhækkanir og hægt var og fólk verði nú að meta sjálft hvort það telji það þess virði eða ekki að versla við þau, með það þó í huga að allt hafi hækkað. Verðlag Verslun Sorpa Tengdar fréttir Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Athygli var vakin á verðhækkunum í Góða hirðinum innan Facebook hópanna Áhugahópur um endurvinnslu og endurnýtingu og Vertu á verði - eftirlit með verðlagi í dag. Þar lýsti einn viðskipavinur því að það hafi reynst ódýrara að versla hluti annars staðar heldur í Góða hirðinum, þrátt fyrir að Góði hirðirinn hefði áður verið „verslun fyrir fólk sem hafði ekki mikið og gat farið og keypt sér ódýrt dót í heimili á einum stað.“ Brjánn Jónsson tók dæmi og sagðist „blöskra verðlagning á rusli annarra“ „Það er orðið dýrara að versla notað þarna en nýtt í Rúmfó og Ikea. Sem þýðir að rosalega mikið magn fer í urðun í staðinn. Ef engin er hreyfingin. Sem kemur út á það sama. Þessi staður er búinn að missa marks. Finnst kominn tími til að breyta nafninu ì Okur Hirðirinn,“ segir Bránn Jónsson í færslu sinni. Fjölmargir taka undir og eru á annað hundrað ummæli við færsluna þegar þetta er skrifað auk þess sem fjörutíu hafa deilt færslunni í hópnum Áhugahópur um endurvinnslu og endurnýtingu. Í hópnum Vertu á verði er færslan með ríflega hundrað ummæli og á áttunda tug deilinga. Margir hafa tekið undir gagnrýnina. „Ég var dugleg að versla þarna en er nánast hætt því núna vegna fáránlegra verðmiða! Það er ekki eins og þeir séu að kaupa inn vörurnar eða panta þær að utan og borga mikla tolla þetta er bara græðgi!“ skrifar ein. „Rétt, því miður. Reyni að selja allt beint á netinu frekar en að gefa í GH. Hélt að Góði Hirðirinn ætti að vera fyrir fólkið en það hefur eitthvað snúist við,“ segir annar. „Verð nú bara að taka undir þetta. Góði hirðirinn er alveg fáránlega dýr. Margt þarna er dýrara en að kaupa bara nýtt. Dettur ekki í hug að finna neitt orðið þarna,“ segir sá þriðji. „Sammála það er all nokkuð síðan þessi verslun breyttist í Gróða hirðirinn,“ segir enn annar. Rúmfatalagerinn tók þá þátt í umræðunni á dögunum, þegar bent var á verðlagningu á sturtuhillu. Neyddust til að bregðast við svartri stöðu í sumar Aðrir hafa komið Góða hirðinum til varnar og bent til að mynda á að hluti ágóðans fari í hið minnsta til góðgerðarmála. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk frá starfsmanni Góða hirðisins voru verð lengi óbreytt og tók það þau langan tíma að hækka verð á ákveðnum hlutum. Einhverjir komu Góða hirðinum til varnar. Verðbólgan hafi einnig bitið þau líkt og alla aðra í samfélaginu. Höfðu þau vonað að svo yrði ekki en í sumar hafi orðið ljóst að staðan væri orðin svört og að innan tveggja ára hafi litið út fyrir að Góði hirðirinn yrði ekki til ef ekki yrði brugðist við. Verslunin hafi komið illa út úr Covid tímabilinu, fyrsta árið vegna fjöldatakmarkanna og seinna árið vegna mikilla veikinda starfsmanna. Bækur og geisladiskar eru meðal þess sem hefur hækkað í verði. Þá sé kostnaður falinn í því að fá hlutina keyrða til þeirra, meðal annars frá endurvinnslustöðvum, en ekkert kemur beint inn til þeirra og þar af leiðandi þurfi að greiða fyrir mikinn akstur. Laun séu sömuleiðis að hækka en um þrjátíu manns vinni í kringum Góða hirðirinn. Hækkun bóka um fimmtíu krónur, í 250 krónur, og geisladiska um hundrað krónur, í 200 krónur, hafi vakið hvað mest viðbrögð. Einnig hefur verið kvartað yfir verði í versluninni á Hverfisgötu og í netverslun. Þau hafi þó farið eins hóflega í verðhækkanir og hægt var og fólk verði nú að meta sjálft hvort það telji það þess virði eða ekki að versla við þau, með það þó í huga að allt hafi hækkað.
Verðlag Verslun Sorpa Tengdar fréttir Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41