Tveir reynsluboltar hjá Íslandspósti fá biðlaun eftir langa baráttu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. október 2022 08:16 Fólkið hafði starfað hjá Póstinum i áratugi en var sagt upp í hópuppsögn haustið 2019. Vísir/Vilhelm Tveir reynslumiklir starfsmenn hjá Íslandspósti, sem sagt var upp árið 2019, fá greidd biðlaun frá fyrirtækinu eftir að hafa þurft að leita réttar síns fyrir dómstólum. Um er að ræða karl og konu sem gegndu yfirmannsstöðum hjá Íslandspósti. Karlinum var sagt upp í fjöldauppsögn í ágúst 2019 og konunni í október sama ár. Var vísað til skipulagsbreytingar við uppsögnina. Annað þeirra hóf störf hjá Póst- og símamálastofnun árið 1980 en hitt rúmum áratug síðar. Fyrirtækið varð að Pósti og síma árið 1997 og svo Íslandspósti. Þegar þeim var sagt upp kröfðust þau biðlauna en fengu ekki. Höfðuðu þau mál af þeim sökum. Karlinn taldi sig eiga rétt á tólf mánaða biðlaunum og konan sömuleiðis og vísað til réttinda og skylda starfsmanna ríkisins frá því á síðustu öld, þegar fyrirtækið var ríkisfyrirtæki. Héraðsdómur vísaði kröfu þeirra frá en Landsréttur var á öðru máli. Rétturinn horfði til þess að samkvæmt lögum um stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar frá 1996 áttu fastráðnir starfsmenn stofnunarinnar rétt á sambærilegum störfum hjá hlutafélaginu, sem til stóð að stofna, enda héldu þeir réttindum hjá félaginu sem þeir hefðu áunnið sér hjá stofnuninni, þar á meðal biðlaunaréttindum. Segir í sömu lögum að starfsmenn sem hefðu starfað skemur en fimmtán ár hjá ríkinu áður en starf þeirra var lagt niður ættu rétt á sex mánaða biðlaunum en þeir sem starfað hefðu lengur en það ættu rétt á tólf mánaða biðlaunum. Konan hafði, þegar Póstur og sími varð að Íslandspósti starfað skemur en fimmtán ár hjá ríkinu en hélt því fram í kröfu sinni að þar sem hún hefði starfað hjá Íslandspósti, sem væri opinbert hlutafélag, til ársins 2019 væri hún komin yfir fimmtán ára markið. Dómurinn féllst ekki á þá kröfu og henni voru dæmd sex mánaða biðlaun. Maðurinn hafði hins vegar starfað mun lengur hjá stofnuninni og mat dómurinn það svo að hann ætti rétt á tólf mánaða biðlaunum. Dómsmál Pósturinn Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05 Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna. 29. janúar 2020 09:12 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Um er að ræða karl og konu sem gegndu yfirmannsstöðum hjá Íslandspósti. Karlinum var sagt upp í fjöldauppsögn í ágúst 2019 og konunni í október sama ár. Var vísað til skipulagsbreytingar við uppsögnina. Annað þeirra hóf störf hjá Póst- og símamálastofnun árið 1980 en hitt rúmum áratug síðar. Fyrirtækið varð að Pósti og síma árið 1997 og svo Íslandspósti. Þegar þeim var sagt upp kröfðust þau biðlauna en fengu ekki. Höfðuðu þau mál af þeim sökum. Karlinn taldi sig eiga rétt á tólf mánaða biðlaunum og konan sömuleiðis og vísað til réttinda og skylda starfsmanna ríkisins frá því á síðustu öld, þegar fyrirtækið var ríkisfyrirtæki. Héraðsdómur vísaði kröfu þeirra frá en Landsréttur var á öðru máli. Rétturinn horfði til þess að samkvæmt lögum um stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar frá 1996 áttu fastráðnir starfsmenn stofnunarinnar rétt á sambærilegum störfum hjá hlutafélaginu, sem til stóð að stofna, enda héldu þeir réttindum hjá félaginu sem þeir hefðu áunnið sér hjá stofnuninni, þar á meðal biðlaunaréttindum. Segir í sömu lögum að starfsmenn sem hefðu starfað skemur en fimmtán ár hjá ríkinu áður en starf þeirra var lagt niður ættu rétt á sex mánaða biðlaunum en þeir sem starfað hefðu lengur en það ættu rétt á tólf mánaða biðlaunum. Konan hafði, þegar Póstur og sími varð að Íslandspósti starfað skemur en fimmtán ár hjá ríkinu en hélt því fram í kröfu sinni að þar sem hún hefði starfað hjá Íslandspósti, sem væri opinbert hlutafélag, til ársins 2019 væri hún komin yfir fimmtán ára markið. Dómurinn féllst ekki á þá kröfu og henni voru dæmd sex mánaða biðlaun. Maðurinn hafði hins vegar starfað mun lengur hjá stofnuninni og mat dómurinn það svo að hann ætti rétt á tólf mánaða biðlaunum.
Dómsmál Pósturinn Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05 Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna. 29. janúar 2020 09:12 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21
Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05
Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna. 29. janúar 2020 09:12