Brjálað veður í kortunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. október 2022 21:47 Hættustigi hefur verið lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Vísir/Vilhelm Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi vegna óveðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi á morgun. Veðurspáin er sögð minna á Aðventustorminn sem skall á árið 2019 og olli miklu tjóni á Norðurlandi. Gera má ráð fyrir miklu hvassviðri á svæðinu og gríðarlegri úrkomu, mest slyddu. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á norðanverðu landinu klukkan níu í fyrramálið en klukkan eitt verður viðvörunin á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi rauð. Líklegt er að úrkoman falli sem slydda eða snjókoma á láglendi og til fjalla verður snjóbylur. Af þeim sökum getur talsverð ísing myndast á raflínum og hafa almannavarnir áhyggjur af því að rafmagnslaust gæti orðið á svæðinu í einhvern tíma. Jón Svanberg Hjartarson, fagstjóri aðgerðamála hjá Almannavörnum, segir ekki ólíklegt að veðrið verði sambærilegt því og í Aðventustorminum árið 2019. Það var í fyrsta skipti sem rauðri viðvörun var flaggað en snjókoma í neðri byggðum var mun meira en gert var ráð fyrir og yfir hundrað hross fórust. „Það verður væntanlega bara nokkuð svipað þó svo að vindstyrkurinn verði ekki jafnmikill og þá, og vonandi ekki, en spár gera ráð fyrir því að hann verði minni. Það er spáð mjög óvenjulega mikilli úrkomu á Norð-Austurlandi þannig að það þarf að hafa varann á. Hitastigið í þessu rokkar svolítið þannig að þetta verður ísingaveður, bæði rigning og slydda, og snjókoma þegar lengra er komið inn í landið,“ segir Jón Svanberg. Mikil hætta á rafmagnsleysi Aðspurður segist hann vona að bændur hafi þegar komið búfénaði í öruggt skjól en almannavarnir hafa meðal annars sent viðvaranir með smáskilaboðum. „Það er svo sem búinn að vera undirbúningur að þessu núna í eina þrjá daga þannig að ég vona að það séu allir tilbúnir,“ segir Jón Svanberg. Hætta er á rafmagnsleysi á Norður- og Norðausturlandi og mikill undirbúningur hefur átt sér stað á Akureyri og víðar. „Það má alveg búast við því að það verði einhver röskun á rafmagni en öll áætlunarvinna og það sem við höfum verið að gera í almannavörnum - með þeim sem þessu stjórna raforkukerfinu - það miðar að því að lágmarka röskun sem getur orðið. Þannig að við sjáum hvað setur,“ segir Jón Svanberg. Veður Almannavarnir Akureyri Tengdar fréttir Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33 Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Appelsínugular viðvaranir taka gildi á norðanverðu landinu klukkan níu í fyrramálið en klukkan eitt verður viðvörunin á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi rauð. Líklegt er að úrkoman falli sem slydda eða snjókoma á láglendi og til fjalla verður snjóbylur. Af þeim sökum getur talsverð ísing myndast á raflínum og hafa almannavarnir áhyggjur af því að rafmagnslaust gæti orðið á svæðinu í einhvern tíma. Jón Svanberg Hjartarson, fagstjóri aðgerðamála hjá Almannavörnum, segir ekki ólíklegt að veðrið verði sambærilegt því og í Aðventustorminum árið 2019. Það var í fyrsta skipti sem rauðri viðvörun var flaggað en snjókoma í neðri byggðum var mun meira en gert var ráð fyrir og yfir hundrað hross fórust. „Það verður væntanlega bara nokkuð svipað þó svo að vindstyrkurinn verði ekki jafnmikill og þá, og vonandi ekki, en spár gera ráð fyrir því að hann verði minni. Það er spáð mjög óvenjulega mikilli úrkomu á Norð-Austurlandi þannig að það þarf að hafa varann á. Hitastigið í þessu rokkar svolítið þannig að þetta verður ísingaveður, bæði rigning og slydda, og snjókoma þegar lengra er komið inn í landið,“ segir Jón Svanberg. Mikil hætta á rafmagnsleysi Aðspurður segist hann vona að bændur hafi þegar komið búfénaði í öruggt skjól en almannavarnir hafa meðal annars sent viðvaranir með smáskilaboðum. „Það er svo sem búinn að vera undirbúningur að þessu núna í eina þrjá daga þannig að ég vona að það séu allir tilbúnir,“ segir Jón Svanberg. Hætta er á rafmagnsleysi á Norður- og Norðausturlandi og mikill undirbúningur hefur átt sér stað á Akureyri og víðar. „Það má alveg búast við því að það verði einhver röskun á rafmagni en öll áætlunarvinna og það sem við höfum verið að gera í almannavörnum - með þeim sem þessu stjórna raforkukerfinu - það miðar að því að lágmarka röskun sem getur orðið. Þannig að við sjáum hvað setur,“ segir Jón Svanberg.
Veður Almannavarnir Akureyri Tengdar fréttir Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33 Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33
Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32