Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Ólafur Björn Sverrisson og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. október 2022 08:25 Gífurleg snjókoma hefur verið á Norðulandi í dag og rafmagnstruflanir gert vart við sig víða fyrir norðan. vísir/tryggvi páll Aftakaveður er á Norður- og Austurlandi og búast má við vondu veðri á öllu landinu í dag. Gríðarmikilli úrkomu er spáð og talin aukin hætta á snjóflóðum- og skriðuföllum vegna hennar á Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. Rafmagnstruflanir hafa gert vart við sig á Norðurlandi þar sem rignt hefur líkt og hellt sé úr fötu frá því um klukkan fjögur í nótt. Rauðar viðvaranir tóku gildi á Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi um hádegisbil í dag en appelsínugular viðvarnir verða í gildi á Norðvesturlandi, Miðhálendinu, Austfjörðum og Suðausturlandi. Á Suðvesturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og höfuðborgarsvæðinu eru í gildi gular viðvaranir. Varað hefur verið við því að ekkert ferðaveður sé í dag og fólk verið beðið að setja dýr sín í hús. Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði sérstaklega við því í gær að fólk færi á ferðalög í dag og skrifaði á Facebook að það væri raunar glórulaust að ferðast í dag. „Nú er veðurspáin afleit svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Í nótt og sérstaklega í fyrramálið versnar veður hratt og hvergi á landinu verður ferðaveður og sérstaklega slæmt hér norðanlands. Í raun alveg glórulaust fram á annað kvöld/aðra nótt. Við viljum biðla til ykkar að leggja alls ekki í ferðir, hlusta og horfa á veðurspá og vera bara heima,“ segir í færslu lögreglunnar. Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með veðrinu í vaktinni í dag. Hafi lesendur ábendingar má senda þær á netfangið ritstjorn@visir.is.
Rafmagnstruflanir hafa gert vart við sig á Norðurlandi þar sem rignt hefur líkt og hellt sé úr fötu frá því um klukkan fjögur í nótt. Rauðar viðvaranir tóku gildi á Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi um hádegisbil í dag en appelsínugular viðvarnir verða í gildi á Norðvesturlandi, Miðhálendinu, Austfjörðum og Suðausturlandi. Á Suðvesturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og höfuðborgarsvæðinu eru í gildi gular viðvaranir. Varað hefur verið við því að ekkert ferðaveður sé í dag og fólk verið beðið að setja dýr sín í hús. Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði sérstaklega við því í gær að fólk færi á ferðalög í dag og skrifaði á Facebook að það væri raunar glórulaust að ferðast í dag. „Nú er veðurspáin afleit svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Í nótt og sérstaklega í fyrramálið versnar veður hratt og hvergi á landinu verður ferðaveður og sérstaklega slæmt hér norðanlands. Í raun alveg glórulaust fram á annað kvöld/aðra nótt. Við viljum biðla til ykkar að leggja alls ekki í ferðir, hlusta og horfa á veðurspá og vera bara heima,“ segir í færslu lögreglunnar. Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með veðrinu í vaktinni í dag. Hafi lesendur ábendingar má senda þær á netfangið ritstjorn@visir.is.
Veður Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Sjá meira