Ósammála um hvort fólk komi af neyð eða í leit að betra lífi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. október 2022 14:32 Þau Sigmundur Davíð og Bryndís Haraldsdóttir hafa sterkar skoðanir á innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs þar sem aðstæður voru kannaðar í málaflokknum. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur verið gagnrýnin á framlag ríkisins á hvern flóttamann. bylgjan Þingmaður Miðflokksins segir aðsókn flóttafólks til landsins vera hlutfallslega þá langmestu í Evrópu. Þingmenn eru ósammála um hvort flóttafólk komi hingað í neyð eða í leit að betra lífi. Tekist var á um árangur Norðurlandaþjóðanna í innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs á Sprengisandi. Þau Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mættu til Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisand í dag. Þau Bryndís og Sigmundur höfðu nýverið kannað ástand innflytjendamála í Noregi og Danmörku á vegum allsherjar- og menntamálanefndar. Þau voru þó ósammála um ályktanir sem megi draga af þeirri ferð. Nánar tiltekið hvort sátt ríki um innflytjendamálin þar ytra en þau eru sammála um að Danmörk reki hörðustu innflytjendastefnuna. Bryndís kveðst vilja horfa til Noregs og vill liðka fyrir komu sérfræðinga og vinnuafls með betri skilgreiningu flóttafólks. „Nú hafa ráðherrar okkar lagt fjórum sinnum lagt fram frumvarp um breytingar á útlendingalögum og það hefur aldrei farið í gegnum þingið,“ segir Bryndís og bætir við að umræðan um flóttafólk hafi verið út um allt og alls staðar á þingi í mjög tilfinningaríkri umræðu um flóttafólk. „Ég vil að við tölum út frá staðreyndum og finnum betri leiðir. Við þurfum að laga lögin og ég hef sagt að ég horfi sérstaklega til til Norðmanna varðandi svokallaðrar aðlögunarstefnu.“ Bryndís segir stefnu Norðmanna snúa að því að flóttafólki er dreift um sveitarfélög sem hafi betri hvata til að styðja við flóttafólk og börn þeirra. Sigmundur Davíð segir að ekki hafi margt komið á óvart í ferð nefndarinnar. Með því að tala „maður á mann“, kveðst hann hafa fengið betri sýn á innflytjendamál í Danmörk en þangað vill hann horfa til við samningu innflytjendalöggjafar. „Svíþjóð er hins vegar á allt annarri leið, en Ísland er Svíþjóð í öðru veldi, til að mynda aðsókn í að sækja um hæli. Það er ekki langt síðan að hér var sexfaldur fjöldi miðað við stærð landsins.“ Áður fyrr hafi aðsóknin verið mun minni en Sigmundur segir einhverja þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa viðurkennt að aukningin sé afleiðingin af þeim reglum sem hér hafi verið sett og þeim skilaboðum sem stjórnvöld sendi frá sér. Hann segir einnig ljóst að mikill hluti þeirra sem séu hingað komnir séu í leit að betra lífi, án þess að vera í brýnni neyð. Heiða Björg Hilmisdóttir segir Ísland langt frá því að vera stór gerandi í innflytjendamálum á heimsvísu. „Við þurfum ekki að láta eins og við séum hér með eitthvað gullegg sem allir vilja ná í. Fólkið sem er að koma hingað er fyrst og fremst að því vegna þess að það er í neyð. Það er að flýja hættulegar aðstæður, ofsóknir og lífshættu, fólk sem er að flýja stríð og við verðum að skoða hvert og eitt mál fyrir sig,“ segir Heiða Björg og bætir við að erfitt sé að flokka fólk án þess að kanna aðstæður þeirra. Hlusta má á rökræðurnar í heild sinni í spilaranum að ofan. Sprengisandur Alþingi Miðflokkurinn Hælisleitendur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Þau Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mættu til Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisand í dag. Þau Bryndís og Sigmundur höfðu nýverið kannað ástand innflytjendamála í Noregi og Danmörku á vegum allsherjar- og menntamálanefndar. Þau voru þó ósammála um ályktanir sem megi draga af þeirri ferð. Nánar tiltekið hvort sátt ríki um innflytjendamálin þar ytra en þau eru sammála um að Danmörk reki hörðustu innflytjendastefnuna. Bryndís kveðst vilja horfa til Noregs og vill liðka fyrir komu sérfræðinga og vinnuafls með betri skilgreiningu flóttafólks. „Nú hafa ráðherrar okkar lagt fjórum sinnum lagt fram frumvarp um breytingar á útlendingalögum og það hefur aldrei farið í gegnum þingið,“ segir Bryndís og bætir við að umræðan um flóttafólk hafi verið út um allt og alls staðar á þingi í mjög tilfinningaríkri umræðu um flóttafólk. „Ég vil að við tölum út frá staðreyndum og finnum betri leiðir. Við þurfum að laga lögin og ég hef sagt að ég horfi sérstaklega til til Norðmanna varðandi svokallaðrar aðlögunarstefnu.“ Bryndís segir stefnu Norðmanna snúa að því að flóttafólki er dreift um sveitarfélög sem hafi betri hvata til að styðja við flóttafólk og börn þeirra. Sigmundur Davíð segir að ekki hafi margt komið á óvart í ferð nefndarinnar. Með því að tala „maður á mann“, kveðst hann hafa fengið betri sýn á innflytjendamál í Danmörk en þangað vill hann horfa til við samningu innflytjendalöggjafar. „Svíþjóð er hins vegar á allt annarri leið, en Ísland er Svíþjóð í öðru veldi, til að mynda aðsókn í að sækja um hæli. Það er ekki langt síðan að hér var sexfaldur fjöldi miðað við stærð landsins.“ Áður fyrr hafi aðsóknin verið mun minni en Sigmundur segir einhverja þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa viðurkennt að aukningin sé afleiðingin af þeim reglum sem hér hafi verið sett og þeim skilaboðum sem stjórnvöld sendi frá sér. Hann segir einnig ljóst að mikill hluti þeirra sem séu hingað komnir séu í leit að betra lífi, án þess að vera í brýnni neyð. Heiða Björg Hilmisdóttir segir Ísland langt frá því að vera stór gerandi í innflytjendamálum á heimsvísu. „Við þurfum ekki að láta eins og við séum hér með eitthvað gullegg sem allir vilja ná í. Fólkið sem er að koma hingað er fyrst og fremst að því vegna þess að það er í neyð. Það er að flýja hættulegar aðstæður, ofsóknir og lífshættu, fólk sem er að flýja stríð og við verðum að skoða hvert og eitt mál fyrir sig,“ segir Heiða Björg og bætir við að erfitt sé að flokka fólk án þess að kanna aðstæður þeirra. Hlusta má á rökræðurnar í heild sinni í spilaranum að ofan.
Sprengisandur Alþingi Miðflokkurinn Hælisleitendur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira