Ósammála um hvort fólk komi af neyð eða í leit að betra lífi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. október 2022 14:32 Þau Sigmundur Davíð og Bryndís Haraldsdóttir hafa sterkar skoðanir á innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs þar sem aðstæður voru kannaðar í málaflokknum. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur verið gagnrýnin á framlag ríkisins á hvern flóttamann. bylgjan Þingmaður Miðflokksins segir aðsókn flóttafólks til landsins vera hlutfallslega þá langmestu í Evrópu. Þingmenn eru ósammála um hvort flóttafólk komi hingað í neyð eða í leit að betra lífi. Tekist var á um árangur Norðurlandaþjóðanna í innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs á Sprengisandi. Þau Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mættu til Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisand í dag. Þau Bryndís og Sigmundur höfðu nýverið kannað ástand innflytjendamála í Noregi og Danmörku á vegum allsherjar- og menntamálanefndar. Þau voru þó ósammála um ályktanir sem megi draga af þeirri ferð. Nánar tiltekið hvort sátt ríki um innflytjendamálin þar ytra en þau eru sammála um að Danmörk reki hörðustu innflytjendastefnuna. Bryndís kveðst vilja horfa til Noregs og vill liðka fyrir komu sérfræðinga og vinnuafls með betri skilgreiningu flóttafólks. „Nú hafa ráðherrar okkar lagt fjórum sinnum lagt fram frumvarp um breytingar á útlendingalögum og það hefur aldrei farið í gegnum þingið,“ segir Bryndís og bætir við að umræðan um flóttafólk hafi verið út um allt og alls staðar á þingi í mjög tilfinningaríkri umræðu um flóttafólk. „Ég vil að við tölum út frá staðreyndum og finnum betri leiðir. Við þurfum að laga lögin og ég hef sagt að ég horfi sérstaklega til til Norðmanna varðandi svokallaðrar aðlögunarstefnu.“ Bryndís segir stefnu Norðmanna snúa að því að flóttafólki er dreift um sveitarfélög sem hafi betri hvata til að styðja við flóttafólk og börn þeirra. Sigmundur Davíð segir að ekki hafi margt komið á óvart í ferð nefndarinnar. Með því að tala „maður á mann“, kveðst hann hafa fengið betri sýn á innflytjendamál í Danmörk en þangað vill hann horfa til við samningu innflytjendalöggjafar. „Svíþjóð er hins vegar á allt annarri leið, en Ísland er Svíþjóð í öðru veldi, til að mynda aðsókn í að sækja um hæli. Það er ekki langt síðan að hér var sexfaldur fjöldi miðað við stærð landsins.“ Áður fyrr hafi aðsóknin verið mun minni en Sigmundur segir einhverja þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa viðurkennt að aukningin sé afleiðingin af þeim reglum sem hér hafi verið sett og þeim skilaboðum sem stjórnvöld sendi frá sér. Hann segir einnig ljóst að mikill hluti þeirra sem séu hingað komnir séu í leit að betra lífi, án þess að vera í brýnni neyð. Heiða Björg Hilmisdóttir segir Ísland langt frá því að vera stór gerandi í innflytjendamálum á heimsvísu. „Við þurfum ekki að láta eins og við séum hér með eitthvað gullegg sem allir vilja ná í. Fólkið sem er að koma hingað er fyrst og fremst að því vegna þess að það er í neyð. Það er að flýja hættulegar aðstæður, ofsóknir og lífshættu, fólk sem er að flýja stríð og við verðum að skoða hvert og eitt mál fyrir sig,“ segir Heiða Björg og bætir við að erfitt sé að flokka fólk án þess að kanna aðstæður þeirra. Hlusta má á rökræðurnar í heild sinni í spilaranum að ofan. Sprengisandur Alþingi Miðflokkurinn Hælisleitendur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Þau Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mættu til Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisand í dag. Þau Bryndís og Sigmundur höfðu nýverið kannað ástand innflytjendamála í Noregi og Danmörku á vegum allsherjar- og menntamálanefndar. Þau voru þó ósammála um ályktanir sem megi draga af þeirri ferð. Nánar tiltekið hvort sátt ríki um innflytjendamálin þar ytra en þau eru sammála um að Danmörk reki hörðustu innflytjendastefnuna. Bryndís kveðst vilja horfa til Noregs og vill liðka fyrir komu sérfræðinga og vinnuafls með betri skilgreiningu flóttafólks. „Nú hafa ráðherrar okkar lagt fjórum sinnum lagt fram frumvarp um breytingar á útlendingalögum og það hefur aldrei farið í gegnum þingið,“ segir Bryndís og bætir við að umræðan um flóttafólk hafi verið út um allt og alls staðar á þingi í mjög tilfinningaríkri umræðu um flóttafólk. „Ég vil að við tölum út frá staðreyndum og finnum betri leiðir. Við þurfum að laga lögin og ég hef sagt að ég horfi sérstaklega til til Norðmanna varðandi svokallaðrar aðlögunarstefnu.“ Bryndís segir stefnu Norðmanna snúa að því að flóttafólki er dreift um sveitarfélög sem hafi betri hvata til að styðja við flóttafólk og börn þeirra. Sigmundur Davíð segir að ekki hafi margt komið á óvart í ferð nefndarinnar. Með því að tala „maður á mann“, kveðst hann hafa fengið betri sýn á innflytjendamál í Danmörk en þangað vill hann horfa til við samningu innflytjendalöggjafar. „Svíþjóð er hins vegar á allt annarri leið, en Ísland er Svíþjóð í öðru veldi, til að mynda aðsókn í að sækja um hæli. Það er ekki langt síðan að hér var sexfaldur fjöldi miðað við stærð landsins.“ Áður fyrr hafi aðsóknin verið mun minni en Sigmundur segir einhverja þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa viðurkennt að aukningin sé afleiðingin af þeim reglum sem hér hafi verið sett og þeim skilaboðum sem stjórnvöld sendi frá sér. Hann segir einnig ljóst að mikill hluti þeirra sem séu hingað komnir séu í leit að betra lífi, án þess að vera í brýnni neyð. Heiða Björg Hilmisdóttir segir Ísland langt frá því að vera stór gerandi í innflytjendamálum á heimsvísu. „Við þurfum ekki að láta eins og við séum hér með eitthvað gullegg sem allir vilja ná í. Fólkið sem er að koma hingað er fyrst og fremst að því vegna þess að það er í neyð. Það er að flýja hættulegar aðstæður, ofsóknir og lífshættu, fólk sem er að flýja stríð og við verðum að skoða hvert og eitt mál fyrir sig,“ segir Heiða Björg og bætir við að erfitt sé að flokka fólk án þess að kanna aðstæður þeirra. Hlusta má á rökræðurnar í heild sinni í spilaranum að ofan.
Sprengisandur Alþingi Miðflokkurinn Hælisleitendur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira