Silli kokkur sá næstbesti í Evrópu Bjarki Sigurðsson skrifar 9. október 2022 19:12 Að sögn einhverra dómara var borgarinn besti réttur hátíðarinnar. Vagn Silla kokks lenti í öðru sæti í keppninni um Besta götubita Evrópu sem fram fór um helgina. Borgarinn hans Silla var valinn sá besti en Silli var einnig í öðru sæti í kosningu gesta hátíðarinnar. Besti götubiti Evrópu er valinn ár hvert á hátíðinni European Street Food Awards. Í ár sendu sextán þjóðir fulltrúa á hátíðina sem fram fór í Þýskalandi. Silli segir ekki annað vera hægt en að vera ánægður með árangurinn. „Ég er allavega með besta borgarann í Evrópu. Auðvitað er maður með blendnar tilfinningar, maður vill vinna. Maður getur samt ekki nema verið en ánægður með annað sætið. Þetta eru sextán bestu í allri Evrópu þannig næst besti er bara geggjað þó maður vilji alltaf fyrsta sætið,“ segir Silli í samtali við fréttastofu. Besti þetta árið kom frá Skotlandi og kusu gestir hátíðarinnar þýska vagninn þann besta. Þrátt fyrir að hafa búist við því að enda ofarlega þá er annað sætið fram úr bestu vonum Silla. Hann hefur mikla trú á sinni vöru og er mikill keppnismaður. Silli fékk viðurkenningu fyrir besta borgara hátíðarinnar. Hamborgarinn sem Silli bauð upp á og hlaut verðlaun fyrir besta borgara hátíðarinnar var gæsaborgari með reyktri gráðostasósu, sultuðum rauðlauk með bláberjum og krækiberjum og rúkóla. Brauðið er kartöflusmjörbrauð frá Deig. „Dómararnir sögðu flestir að þeim þætti borgarinn það besta sem þeir fengu á hátíðinni. En það eru tveir réttir dæmdir þannig hinn rétturinn minn dróg mig aðeins niður, þess vegna er ég í öðru sæti ekki fyrsta,“ segir Silli en hinn rétturinn hans var hreindýrapulsa. Annað sæti í kosningu gesta verður að teljast sem sigur en auðvitað var það þýski vagninn sem sigraði hana. Silli segir að það hefði verið galið ef heimamenn hefðu kosið einhvern annan en þeirra fulltrúa. „Þetta er eiginlega bara heimamenn. Það er alveg þannig. Þjóðverjar eru rosa margir annað hvort grænmetisætur eða vegan. Sú sem vann í kosningu gesta vann líka besta grænmetisbitann. Hún er líka þekkt meðal heimamanna,“ segir Silli. Næst á dagskrá hjá Silla er 220 manna villibráðarhlaðborð sem fram fer næstu helgi í Samskipahöllinni í Kópavogi. Nú fer hver að verða seinastur að kaupa miða en einungis tuttugu miðar eru eftir. Matur Íslendingar erlendis Þýskaland Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Sjá meira
Besti götubiti Evrópu er valinn ár hvert á hátíðinni European Street Food Awards. Í ár sendu sextán þjóðir fulltrúa á hátíðina sem fram fór í Þýskalandi. Silli segir ekki annað vera hægt en að vera ánægður með árangurinn. „Ég er allavega með besta borgarann í Evrópu. Auðvitað er maður með blendnar tilfinningar, maður vill vinna. Maður getur samt ekki nema verið en ánægður með annað sætið. Þetta eru sextán bestu í allri Evrópu þannig næst besti er bara geggjað þó maður vilji alltaf fyrsta sætið,“ segir Silli í samtali við fréttastofu. Besti þetta árið kom frá Skotlandi og kusu gestir hátíðarinnar þýska vagninn þann besta. Þrátt fyrir að hafa búist við því að enda ofarlega þá er annað sætið fram úr bestu vonum Silla. Hann hefur mikla trú á sinni vöru og er mikill keppnismaður. Silli fékk viðurkenningu fyrir besta borgara hátíðarinnar. Hamborgarinn sem Silli bauð upp á og hlaut verðlaun fyrir besta borgara hátíðarinnar var gæsaborgari með reyktri gráðostasósu, sultuðum rauðlauk með bláberjum og krækiberjum og rúkóla. Brauðið er kartöflusmjörbrauð frá Deig. „Dómararnir sögðu flestir að þeim þætti borgarinn það besta sem þeir fengu á hátíðinni. En það eru tveir réttir dæmdir þannig hinn rétturinn minn dróg mig aðeins niður, þess vegna er ég í öðru sæti ekki fyrsta,“ segir Silli en hinn rétturinn hans var hreindýrapulsa. Annað sæti í kosningu gesta verður að teljast sem sigur en auðvitað var það þýski vagninn sem sigraði hana. Silli segir að það hefði verið galið ef heimamenn hefðu kosið einhvern annan en þeirra fulltrúa. „Þetta er eiginlega bara heimamenn. Það er alveg þannig. Þjóðverjar eru rosa margir annað hvort grænmetisætur eða vegan. Sú sem vann í kosningu gesta vann líka besta grænmetisbitann. Hún er líka þekkt meðal heimamanna,“ segir Silli. Næst á dagskrá hjá Silla er 220 manna villibráðarhlaðborð sem fram fer næstu helgi í Samskipahöllinni í Kópavogi. Nú fer hver að verða seinastur að kaupa miða en einungis tuttugu miðar eru eftir.
Matur Íslendingar erlendis Þýskaland Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Sjá meira