Silli kokkur sá næstbesti í Evrópu Bjarki Sigurðsson skrifar 9. október 2022 19:12 Að sögn einhverra dómara var borgarinn besti réttur hátíðarinnar. Vagn Silla kokks lenti í öðru sæti í keppninni um Besta götubita Evrópu sem fram fór um helgina. Borgarinn hans Silla var valinn sá besti en Silli var einnig í öðru sæti í kosningu gesta hátíðarinnar. Besti götubiti Evrópu er valinn ár hvert á hátíðinni European Street Food Awards. Í ár sendu sextán þjóðir fulltrúa á hátíðina sem fram fór í Þýskalandi. Silli segir ekki annað vera hægt en að vera ánægður með árangurinn. „Ég er allavega með besta borgarann í Evrópu. Auðvitað er maður með blendnar tilfinningar, maður vill vinna. Maður getur samt ekki nema verið en ánægður með annað sætið. Þetta eru sextán bestu í allri Evrópu þannig næst besti er bara geggjað þó maður vilji alltaf fyrsta sætið,“ segir Silli í samtali við fréttastofu. Besti þetta árið kom frá Skotlandi og kusu gestir hátíðarinnar þýska vagninn þann besta. Þrátt fyrir að hafa búist við því að enda ofarlega þá er annað sætið fram úr bestu vonum Silla. Hann hefur mikla trú á sinni vöru og er mikill keppnismaður. Silli fékk viðurkenningu fyrir besta borgara hátíðarinnar. Hamborgarinn sem Silli bauð upp á og hlaut verðlaun fyrir besta borgara hátíðarinnar var gæsaborgari með reyktri gráðostasósu, sultuðum rauðlauk með bláberjum og krækiberjum og rúkóla. Brauðið er kartöflusmjörbrauð frá Deig. „Dómararnir sögðu flestir að þeim þætti borgarinn það besta sem þeir fengu á hátíðinni. En það eru tveir réttir dæmdir þannig hinn rétturinn minn dróg mig aðeins niður, þess vegna er ég í öðru sæti ekki fyrsta,“ segir Silli en hinn rétturinn hans var hreindýrapulsa. Annað sæti í kosningu gesta verður að teljast sem sigur en auðvitað var það þýski vagninn sem sigraði hana. Silli segir að það hefði verið galið ef heimamenn hefðu kosið einhvern annan en þeirra fulltrúa. „Þetta er eiginlega bara heimamenn. Það er alveg þannig. Þjóðverjar eru rosa margir annað hvort grænmetisætur eða vegan. Sú sem vann í kosningu gesta vann líka besta grænmetisbitann. Hún er líka þekkt meðal heimamanna,“ segir Silli. Næst á dagskrá hjá Silla er 220 manna villibráðarhlaðborð sem fram fer næstu helgi í Samskipahöllinni í Kópavogi. Nú fer hver að verða seinastur að kaupa miða en einungis tuttugu miðar eru eftir. Matur Íslendingar erlendis Þýskaland Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Besti götubiti Evrópu er valinn ár hvert á hátíðinni European Street Food Awards. Í ár sendu sextán þjóðir fulltrúa á hátíðina sem fram fór í Þýskalandi. Silli segir ekki annað vera hægt en að vera ánægður með árangurinn. „Ég er allavega með besta borgarann í Evrópu. Auðvitað er maður með blendnar tilfinningar, maður vill vinna. Maður getur samt ekki nema verið en ánægður með annað sætið. Þetta eru sextán bestu í allri Evrópu þannig næst besti er bara geggjað þó maður vilji alltaf fyrsta sætið,“ segir Silli í samtali við fréttastofu. Besti þetta árið kom frá Skotlandi og kusu gestir hátíðarinnar þýska vagninn þann besta. Þrátt fyrir að hafa búist við því að enda ofarlega þá er annað sætið fram úr bestu vonum Silla. Hann hefur mikla trú á sinni vöru og er mikill keppnismaður. Silli fékk viðurkenningu fyrir besta borgara hátíðarinnar. Hamborgarinn sem Silli bauð upp á og hlaut verðlaun fyrir besta borgara hátíðarinnar var gæsaborgari með reyktri gráðostasósu, sultuðum rauðlauk með bláberjum og krækiberjum og rúkóla. Brauðið er kartöflusmjörbrauð frá Deig. „Dómararnir sögðu flestir að þeim þætti borgarinn það besta sem þeir fengu á hátíðinni. En það eru tveir réttir dæmdir þannig hinn rétturinn minn dróg mig aðeins niður, þess vegna er ég í öðru sæti ekki fyrsta,“ segir Silli en hinn rétturinn hans var hreindýrapulsa. Annað sæti í kosningu gesta verður að teljast sem sigur en auðvitað var það þýski vagninn sem sigraði hana. Silli segir að það hefði verið galið ef heimamenn hefðu kosið einhvern annan en þeirra fulltrúa. „Þetta er eiginlega bara heimamenn. Það er alveg þannig. Þjóðverjar eru rosa margir annað hvort grænmetisætur eða vegan. Sú sem vann í kosningu gesta vann líka besta grænmetisbitann. Hún er líka þekkt meðal heimamanna,“ segir Silli. Næst á dagskrá hjá Silla er 220 manna villibráðarhlaðborð sem fram fer næstu helgi í Samskipahöllinni í Kópavogi. Nú fer hver að verða seinastur að kaupa miða en einungis tuttugu miðar eru eftir.
Matur Íslendingar erlendis Þýskaland Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög