Fylltist sorg yfir hlutskipti jarðarinnar í geimferðinni Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2022 15:22 William Shatner varð elsti maðurinn sem hefur ferðast út í geim þegar hann flaug með Blue Origins upp í rétt rúmlega hundrað kílómetra hæð yfir jörðu í um tíu mínútur í fyrra. Vísir/Getty Kanadíski leikarinn William Shatner segist aldrei hafa upplifað eins mikla sorg og í geimferðinni sem hann fór í fyrir ári. Að sjá jörðina í köldum geimnum vitandi að mannkynið sé að rústa henni hafi gert ferðina líkari jarðarför en hátíð. Shatner var einn fjögurra almennra borgara sem ferðuðust út í geim með geimferju Blue Origins í október í fyrra. Fyrirtækið bauð Shatner, sem þá var níræður, í ferðina en hann gerði garðinn ekki síst frægan í hlutverki James T. Kirk, skipstjórans á geimskipinu Enterprise, í Star Trek. Eftir ferðina var Shatner uppnuminn og grét þegar hann lýsti upplifuninni fyrir Jeff Bezos, eiganda Blue Origins. Nú þegar ár er liðið frá ferðinni hefur Shatner gefist tími til að melta reynsluna enn frekar. Í nýrri bók hans segir hann að hann hafi búist við því að upplifa tengsl allra lifandi hluta og alheimsins sem aldrei fyrr. Þess í stað hann upplifað að fegurðina væri ekki að finna í geimnum heldur niðri á jörðinni. Að yfirgefa hana tímabundið hafi gert taug hans til jarðarinnar enn rammari en áður. Á meðan samferðarfólk hans hafi opnað kampavínsflöskur hafi honum sjálfur ekki verið fögnuður í huga. Eftir á hafi hann áttað sig á að hann hafi verið að syrgja plánetuna. „Þetta var ein mesta sorg sem ég hef upplifað. Andstæðurnar á milli nístandi kulda geimsins annars vegar og hlýrrar og nærandi jarðarinnar fyrir neðan mig fylltu mig af yfirþyrmandi depurð. Á hverjum degi stöndum við frammi fyrir þeirri vissu að við berum ábyrgð á frekari eyðileggingu jarðar: útrýmingu dýrategunda, gróðurs og dýra, hluta sem tók fimm milljarða ára að þróast, og skyndilega sjáum við þá aldrei aftur vegna afskipta mannkynsins. Það fyllti mig kvíða. Geimferðin mín átti að vera hátíð en í staðinn var hún eins og jarðarför,“ skrifar Shatner í bókina sem tímaritið Variety birtir glefsur úr. Ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum Þekkt er að geimfarar sem sjá jörðina frá geimnum í fyrsta skipti öðlist nýja sýn á heiminn og upplifi sterkari tengsl við mannkynið og jörðina sjálfa. Mynd sem bandaríski geimfarinn William Anders tók af jörðinni þegar hann var á braut um tunglið í Apollo 8-geimfarinu árið 1968 hefur meðal annars verið lýst sem innblæstrinum að umhverfisverndarhreyfingu samtímans. Jörðin rís yfir sjóndeildarhring tunglsins á mynd sem áhöfn Apollo 8-leiðangursins tók á aðfangadagskvöld árið 1968. William Anders sagði að sjónin kenndi mönnum að meta lífsins á jörðinni.NASA „Maður öðlast samstundis hnattræna meðvitund, mannhyggju, ákafa óánægju með ástand heimsins og áráttu til að gera eitthvað í því. Frá tunglinu séð virka alþjóðastjórnmál svo smávægileg. Mann langar til þess að grípa í hnakkadrambið á stjórnmálamanni, draga hann kvartmilljón mílur út eftir og segja við hann: „Líttu á þetta, tíkarsonurinn þinn“,“ sagði Edgar Mitchell sem flaug tunglferjunni í Apollo 14-leiðangrinum. Shatner hefur verið virkur umhverfisverndarsinni um áratugaskeið. Hann segir upplifun sína í geimferðina hafa verið skýrt ákall um að grípa verði til aðgerða gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Afleiðingar þeirra væru þegar lýðum ljósar og vísar hann til hamfaranna á Flórída vegna fellibyljarsins Ians í síðasta mánuði og flóðanna miklu í Pakistan í sumar. Leikarinnar telur þörf á meiriháttar samstarfsverkefni vísindamanna til að finna leiðir til að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir eins og koltvísýring og metan úr andrúmslofti jarðar í anda Manhattan-verkefnisins í síðari heimsstyrjöldinni þegar vísindamenn þróuðu kjarnorkusprengjuna. „Það er enginn tími fyrir stríð. Það flýtir aðeins fyrir komandi útrýmingu sem á eftir að ná til manna,“ segir Shatner við Washington Post. Geimurinn Loftslagsmál Tengdar fréttir William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu. 13. október 2021 15:00 „Ég vil horfa á þennan hnött og meta fegurð hans“ Leikarinn William Shatner fer út í geim á morgun. Það mun hann gera með þremur öðrum geimförum um borð í geimfarinu NS-18. Hinum níræða Shatner og geimförunum verður svo skotið á loft af starfsmönnum Blue Origins. 12. október 2021 15:49 Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Shatner var einn fjögurra almennra borgara sem ferðuðust út í geim með geimferju Blue Origins í október í fyrra. Fyrirtækið bauð Shatner, sem þá var níræður, í ferðina en hann gerði garðinn ekki síst frægan í hlutverki James T. Kirk, skipstjórans á geimskipinu Enterprise, í Star Trek. Eftir ferðina var Shatner uppnuminn og grét þegar hann lýsti upplifuninni fyrir Jeff Bezos, eiganda Blue Origins. Nú þegar ár er liðið frá ferðinni hefur Shatner gefist tími til að melta reynsluna enn frekar. Í nýrri bók hans segir hann að hann hafi búist við því að upplifa tengsl allra lifandi hluta og alheimsins sem aldrei fyrr. Þess í stað hann upplifað að fegurðina væri ekki að finna í geimnum heldur niðri á jörðinni. Að yfirgefa hana tímabundið hafi gert taug hans til jarðarinnar enn rammari en áður. Á meðan samferðarfólk hans hafi opnað kampavínsflöskur hafi honum sjálfur ekki verið fögnuður í huga. Eftir á hafi hann áttað sig á að hann hafi verið að syrgja plánetuna. „Þetta var ein mesta sorg sem ég hef upplifað. Andstæðurnar á milli nístandi kulda geimsins annars vegar og hlýrrar og nærandi jarðarinnar fyrir neðan mig fylltu mig af yfirþyrmandi depurð. Á hverjum degi stöndum við frammi fyrir þeirri vissu að við berum ábyrgð á frekari eyðileggingu jarðar: útrýmingu dýrategunda, gróðurs og dýra, hluta sem tók fimm milljarða ára að þróast, og skyndilega sjáum við þá aldrei aftur vegna afskipta mannkynsins. Það fyllti mig kvíða. Geimferðin mín átti að vera hátíð en í staðinn var hún eins og jarðarför,“ skrifar Shatner í bókina sem tímaritið Variety birtir glefsur úr. Ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum Þekkt er að geimfarar sem sjá jörðina frá geimnum í fyrsta skipti öðlist nýja sýn á heiminn og upplifi sterkari tengsl við mannkynið og jörðina sjálfa. Mynd sem bandaríski geimfarinn William Anders tók af jörðinni þegar hann var á braut um tunglið í Apollo 8-geimfarinu árið 1968 hefur meðal annars verið lýst sem innblæstrinum að umhverfisverndarhreyfingu samtímans. Jörðin rís yfir sjóndeildarhring tunglsins á mynd sem áhöfn Apollo 8-leiðangursins tók á aðfangadagskvöld árið 1968. William Anders sagði að sjónin kenndi mönnum að meta lífsins á jörðinni.NASA „Maður öðlast samstundis hnattræna meðvitund, mannhyggju, ákafa óánægju með ástand heimsins og áráttu til að gera eitthvað í því. Frá tunglinu séð virka alþjóðastjórnmál svo smávægileg. Mann langar til þess að grípa í hnakkadrambið á stjórnmálamanni, draga hann kvartmilljón mílur út eftir og segja við hann: „Líttu á þetta, tíkarsonurinn þinn“,“ sagði Edgar Mitchell sem flaug tunglferjunni í Apollo 14-leiðangrinum. Shatner hefur verið virkur umhverfisverndarsinni um áratugaskeið. Hann segir upplifun sína í geimferðina hafa verið skýrt ákall um að grípa verði til aðgerða gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Afleiðingar þeirra væru þegar lýðum ljósar og vísar hann til hamfaranna á Flórída vegna fellibyljarsins Ians í síðasta mánuði og flóðanna miklu í Pakistan í sumar. Leikarinnar telur þörf á meiriháttar samstarfsverkefni vísindamanna til að finna leiðir til að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir eins og koltvísýring og metan úr andrúmslofti jarðar í anda Manhattan-verkefnisins í síðari heimsstyrjöldinni þegar vísindamenn þróuðu kjarnorkusprengjuna. „Það er enginn tími fyrir stríð. Það flýtir aðeins fyrir komandi útrýmingu sem á eftir að ná til manna,“ segir Shatner við Washington Post.
Geimurinn Loftslagsmál Tengdar fréttir William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu. 13. október 2021 15:00 „Ég vil horfa á þennan hnött og meta fegurð hans“ Leikarinn William Shatner fer út í geim á morgun. Það mun hann gera með þremur öðrum geimförum um borð í geimfarinu NS-18. Hinum níræða Shatner og geimförunum verður svo skotið á loft af starfsmönnum Blue Origins. 12. október 2021 15:49 Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu. 13. október 2021 15:00
„Ég vil horfa á þennan hnött og meta fegurð hans“ Leikarinn William Shatner fer út í geim á morgun. Það mun hann gera með þremur öðrum geimförum um borð í geimfarinu NS-18. Hinum níræða Shatner og geimförunum verður svo skotið á loft af starfsmönnum Blue Origins. 12. október 2021 15:49