Meiri líkur á eldgosi nú en í fyrra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. október 2022 11:11 Úr Grímsvötnum. Myndin er úr safni, tekin í desember á síðasta ári. Vísir/RAX Búist er að fyrstu merki hlaupsins úr Grímsvötnum sjáist á vatnshæðarmælum í Gígjukvísl síðar í dag og að hlaupið nái hámarki á morgun. Meiri líkur eru á eldgosi í framhaldi af hlaupinu nú en fyrir ári. Fyrir um viku sjáist fyrstu merki þess á mælum Veðurstofunnar að íshellan í Grímsvötnum væri farin að síga og síðan þá hefur verið fylgst vel með svæðinu. Í gær var svo greint frá því að mælingar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands gæfu til kynna að vatn væri farið að streyma úr Grímsvötnum og að von sé á hlaupi í Gígjukvísl. „Við sjáum engin bein merki hlaupsins strax og búumst ekki við því að það sjáist á vatnshæðarmæli okkar í Gígjukvísl alveg strax en það merki sem mun sjást verður mögulega frekar lítið. Þetta er ekki stórt hlaup,“ segir Salomé Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Fyrstu merki hlaupsins á mælinu í Gígjukvísl sjást væntanlega í dag og hlaupið nær svo hámarki á morgun. Lág vatnsstaða í Grímsstöðum gerir það að verkum að hlaupið verður væntanlega ekki nema um fimmtungur á við síðasta hlaup. „Við höfum sett Grímsvötn á gulan fluglitakóðann okkar og það er vegna þess að það getur verið að þrýstingsléttir sem að verður á kvikuhólfinu þegar að íshellan sígur það getur verið að það virki sem gikkur og komi í rauninni gosi af stað. Það hefur gerst í sögunni en það er alls ekki gefið. Oftar hleypur án þess það gjósi í kjölfarið en við gerum þetta af því það eru auknar líkur í kjölfar hlaupsins.“ Hún segir erfitt að spá fyrir um hvort að það gjósi í framhaldi af þessu hlaupi en ef svo fer þá gerist það dagana og vikuna eftir að hlaupið nær hámarki. „Það hefur náttúrulega ekki gosið síðan 2011 og það hefur orðið aukinn þrýstingur í kvikuhólfinu. Þannig það má vænta þess að það séu meiri líkur heldur en til dæmis í fyrra af því af því þegar það líður meiri tími þá eykst þrýstingurinn. Þannig að við bara bíðum og sjáum hvort að þetta sé nægt.“ Grímsvötn Hlaup Náttúruhamfarir Almannavarnir Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig í Grímsvötnum: Von á litlu hlaupi á morgun Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna mögulegs jökulshlaups úr Grímsvötnum. 10. október 2022 16:29 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Fyrir um viku sjáist fyrstu merki þess á mælum Veðurstofunnar að íshellan í Grímsvötnum væri farin að síga og síðan þá hefur verið fylgst vel með svæðinu. Í gær var svo greint frá því að mælingar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands gæfu til kynna að vatn væri farið að streyma úr Grímsvötnum og að von sé á hlaupi í Gígjukvísl. „Við sjáum engin bein merki hlaupsins strax og búumst ekki við því að það sjáist á vatnshæðarmæli okkar í Gígjukvísl alveg strax en það merki sem mun sjást verður mögulega frekar lítið. Þetta er ekki stórt hlaup,“ segir Salomé Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Fyrstu merki hlaupsins á mælinu í Gígjukvísl sjást væntanlega í dag og hlaupið nær svo hámarki á morgun. Lág vatnsstaða í Grímsstöðum gerir það að verkum að hlaupið verður væntanlega ekki nema um fimmtungur á við síðasta hlaup. „Við höfum sett Grímsvötn á gulan fluglitakóðann okkar og það er vegna þess að það getur verið að þrýstingsléttir sem að verður á kvikuhólfinu þegar að íshellan sígur það getur verið að það virki sem gikkur og komi í rauninni gosi af stað. Það hefur gerst í sögunni en það er alls ekki gefið. Oftar hleypur án þess það gjósi í kjölfarið en við gerum þetta af því það eru auknar líkur í kjölfar hlaupsins.“ Hún segir erfitt að spá fyrir um hvort að það gjósi í framhaldi af þessu hlaupi en ef svo fer þá gerist það dagana og vikuna eftir að hlaupið nær hámarki. „Það hefur náttúrulega ekki gosið síðan 2011 og það hefur orðið aukinn þrýstingur í kvikuhólfinu. Þannig það má vænta þess að það séu meiri líkur heldur en til dæmis í fyrra af því af því þegar það líður meiri tími þá eykst þrýstingurinn. Þannig að við bara bíðum og sjáum hvort að þetta sé nægt.“
Grímsvötn Hlaup Náttúruhamfarir Almannavarnir Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig í Grímsvötnum: Von á litlu hlaupi á morgun Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna mögulegs jökulshlaups úr Grímsvötnum. 10. október 2022 16:29 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Óvissustig í Grímsvötnum: Von á litlu hlaupi á morgun Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna mögulegs jökulshlaups úr Grímsvötnum. 10. október 2022 16:29