Sýnir nýja hlið í heimildamynd um andleg veikindi: „Þetta er byrjunin fyrir mig“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. október 2022 16:31 Söng- og leikkonan Selena Gomez sýnir nýja hlið á sjálfri sér í heimildamynd sinni My Mind & Me sem kemur út 4. nóvember. Getty/Axelle/Bauer-Griffin Söng- og leikkonan Selena Gomez birti í gær stiklu úr væntanlegri heimildamynd sinni My Mind & Me. Selena hefur talað opinskátt um andleg veikindi sín. Hún vill nú nýta reynslu sína til þess að hjálpa öðrum og segir heimildamyndina aðeins vera byrjunina. „Hugurinn minn og ég. Stundum náum við ekki alveg saman og þá verður erfitt að anda. En ég myndi ekki vilja breyta lífi mínu,“ segir Selena í stiklunni sem hún birti á Instagram síðu sinni í gær. Þessi texti er jafnframt bútur úr titillagi myndarinnar sem heyra má í stiklunni. Lagið er samið og flutt af Selenu sjálfri. Birti stikluna á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum Hin 30 ára gamla Selena er greind með geðhvarfasýki, þunglyndi og kvíða. Þá var hún lögð inn á spítala árið 2018 eftir að hafa fengið taugaáfall. Í myndinni sýnir hún hvernig það er að lifa með andlegum veikindum. Þá deilir hún jafnframt vegferð sinni í átt að bata. „Allt sem ég hef gengið í gegnum verður þarna. Ég er búin að gera lífsreynsluna að vini mínum. Ég er hamingjusamari og ég stjórna tilfinningum mínum og hugsunum betur en nokkru sinni fyrr,“ segir Selena. View this post on Instagram A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) „Hér er ég og ég verð að nýta það til góðs“ Í gær var Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn og því ekki að ástæðulausu að Selena valdi þann dag til þess að birta stikluna. Síðustu ár hefur Selena verið ötul talskona geðheilbrigðismála. Sjá einnig: Hræðslan fór þegar hún fékk greininguna „Ég er svolítið stressuð en á sama tíma spennt að deila þessari hlið af mér með ykkur öllum.“ Myndin kemur út þann 4. nóvember á Apple TV+ og er það Alek Keshishian sem sér um leikstjórn og framleiðslu. Hann gerði einnig heimildarmyndina Truth or Dare um söngkonuna Madonnu árið 1991. „Alla mína ævi, alveg síðan ég var barn, hef ég verið að vinna. Ég vil ekki vera heimsfræg, en hér er ég og ég verð því að nota það til góðs,“ segir Selena í stiklunni. View this post on Instagram A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) Þetta er byrjunin Selena segist þakklát fyrir það að vera á lífi. Hennar helsti tilgangur í dag sé að hjálpa öðrum sem glíma við geðrænan vanda. Til þess þurfi hún á miðla sinni reynslu áfram. „Ég veit að þetta er byrjunin fyrir mig,“ segir hún. Selena segist aldrei hafa verið á betri stað en nú. Hún rekur vinsæla snyrtivörufyrirtæki sitt Rare Beauty. Þá hefur hún einnig slegið í gegn í þáttunum Only Murders in the Building þar sem hún fer með eitt af aðalhlutverkunum. Hér að neðan má sjá stikluna fyrir heimildamyndina My Mind & Me í heild sinni. Geðheilbrigði Hollywood Heilsa Tengdar fréttir Hræðslan fór þegar hún fékk greininguna Selena Gomez var nýlega greind með geðhvarfasýki og segir hún það hafa hjálpað henni mikið við að takast á við undanfarin ár. 3. apríl 2020 21:51 Selena Gomez prýðir forsíðu Vogue í fyrsta skiptið Söngkonan lítur frábærlega út í Vogue þar sem hún opnar sig um tilfinningalega erfiðleika. 17. mars 2017 09:30 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Fleiri fréttir Billy Corgan talaði íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Sjá meira
„Hugurinn minn og ég. Stundum náum við ekki alveg saman og þá verður erfitt að anda. En ég myndi ekki vilja breyta lífi mínu,“ segir Selena í stiklunni sem hún birti á Instagram síðu sinni í gær. Þessi texti er jafnframt bútur úr titillagi myndarinnar sem heyra má í stiklunni. Lagið er samið og flutt af Selenu sjálfri. Birti stikluna á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum Hin 30 ára gamla Selena er greind með geðhvarfasýki, þunglyndi og kvíða. Þá var hún lögð inn á spítala árið 2018 eftir að hafa fengið taugaáfall. Í myndinni sýnir hún hvernig það er að lifa með andlegum veikindum. Þá deilir hún jafnframt vegferð sinni í átt að bata. „Allt sem ég hef gengið í gegnum verður þarna. Ég er búin að gera lífsreynsluna að vini mínum. Ég er hamingjusamari og ég stjórna tilfinningum mínum og hugsunum betur en nokkru sinni fyrr,“ segir Selena. View this post on Instagram A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) „Hér er ég og ég verð að nýta það til góðs“ Í gær var Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn og því ekki að ástæðulausu að Selena valdi þann dag til þess að birta stikluna. Síðustu ár hefur Selena verið ötul talskona geðheilbrigðismála. Sjá einnig: Hræðslan fór þegar hún fékk greininguna „Ég er svolítið stressuð en á sama tíma spennt að deila þessari hlið af mér með ykkur öllum.“ Myndin kemur út þann 4. nóvember á Apple TV+ og er það Alek Keshishian sem sér um leikstjórn og framleiðslu. Hann gerði einnig heimildarmyndina Truth or Dare um söngkonuna Madonnu árið 1991. „Alla mína ævi, alveg síðan ég var barn, hef ég verið að vinna. Ég vil ekki vera heimsfræg, en hér er ég og ég verð því að nota það til góðs,“ segir Selena í stiklunni. View this post on Instagram A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) Þetta er byrjunin Selena segist þakklát fyrir það að vera á lífi. Hennar helsti tilgangur í dag sé að hjálpa öðrum sem glíma við geðrænan vanda. Til þess þurfi hún á miðla sinni reynslu áfram. „Ég veit að þetta er byrjunin fyrir mig,“ segir hún. Selena segist aldrei hafa verið á betri stað en nú. Hún rekur vinsæla snyrtivörufyrirtæki sitt Rare Beauty. Þá hefur hún einnig slegið í gegn í þáttunum Only Murders in the Building þar sem hún fer með eitt af aðalhlutverkunum. Hér að neðan má sjá stikluna fyrir heimildamyndina My Mind & Me í heild sinni.
Geðheilbrigði Hollywood Heilsa Tengdar fréttir Hræðslan fór þegar hún fékk greininguna Selena Gomez var nýlega greind með geðhvarfasýki og segir hún það hafa hjálpað henni mikið við að takast á við undanfarin ár. 3. apríl 2020 21:51 Selena Gomez prýðir forsíðu Vogue í fyrsta skiptið Söngkonan lítur frábærlega út í Vogue þar sem hún opnar sig um tilfinningalega erfiðleika. 17. mars 2017 09:30 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Fleiri fréttir Billy Corgan talaði íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Sjá meira
Hræðslan fór þegar hún fékk greininguna Selena Gomez var nýlega greind með geðhvarfasýki og segir hún það hafa hjálpað henni mikið við að takast á við undanfarin ár. 3. apríl 2020 21:51
Selena Gomez prýðir forsíðu Vogue í fyrsta skiptið Söngkonan lítur frábærlega út í Vogue þar sem hún opnar sig um tilfinningalega erfiðleika. 17. mars 2017 09:30