„Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2022 17:53 Vilhjálmur Birgisson og Sólveig Anna Jónsdóttir hafa starfað náið saman á síðustu árum. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness getur ekki sagt til um hvaða áhrif sú upplausn sem varð á þingi ASÍ í dag muni hafa á komandi kjaraviðræður. Hann segir að það verði að koma í ljós á næstu dögum hvort að fulltrúar þeirra félaga sem gengu út á þingi myndi með sér nýtt bandalag. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Þau, ásamt félögum sinna félaga, gengu út af þinginu. Vilhjálmur var mættur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni nú síðdegis þar sem hann ræddi hvað gekk á á þinginu. Þar staðfesti hann að þau þrjú ásamt fulltrúum þeirra muni ekki taka þátt í starfi þingsins á morgun, þar sem meðal annars verður haldið forsetakjör. „Þegar þú mætir á svona þing og ætlar þér að fara að ræða það sem skiptir máli sem eru komandi kjarasamningar og sú alvarlega staða sem að launafólk stendur frammi fyrir, hækkandi vextir, hækkandi matarverð, hækkandi bensínverð. Það hélt ég að ætti að vera meginstefið í þessu þingi þar sem við myndum slíðra sverðin og labba saman út sem ein stór sleggja,“ sagði Vilhjálmur sem bætti við að þau hafi fljótt orðið þess áskynja að ekki væri vilji fyrir þessu. „Þá var bara niðurstaðan hjá okkur að við myndum setja punkt yfir i-ið og draga framboð til baka,“ sagði Vilhjálmur. Óvíst um þýðingu fyrir kjaraviðræður Aðspurður um hvaða þýðingu þetta myndi hafa fyrir þing ASÍ, sagðist Vilhjálmur í raun ekki vita það. „Nei, ég bara veit það ekki. Það er örfáir þingfulltrúar eftir. 40-45 prósent eftir. Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið,“ sagði Vilhjálmur en Efling og VR eru stærstu einstöku félögin innan ASÍ. Í viðtalinu reyndu þáttastjórnendur ítrekað að fá svör frá Vilhjálmi um hvað þessar vendingar á þinginu myndi hafa fyrir komandi kjaraviðræður og hvernig þær myndu fara fram. Myndi verkalýðshreyfingin mæta klofin til leiks eða hvort Efling og VR myndu til að mynda draga sig út úr ASÍ? „Það er ekki ákvörðun einstakra forystumanna og formanna að taka slíkar ákvarðanir,“ sagði Vilhjálmur. „Það liggur alveg fyrir að það verður öllum möguleikum velt upp núna.“ Aðspurður nánar út í komandi kjaraviðræður og hvernig þær myndu fara fram sagðist Vilhjálmur í raun ekki hafa svarið við því, sem stendur. „Það er ekki nema tíu mínútur síðan ég labbaði út af þinginu ásamt þessum 150-200 þingfulltrúum,“ sagði Vilhjálmur. Það væri hins vegar á ábyrgð forystumannanna að finna leiðir til að ganga frá kjarasamningum. „Hvort það verður myndað einhver bandalög eða hvað verður gert það verða komandi dagar að leiða í ljós.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík síðdegis ASÍ Tengdar fréttir Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Þau, ásamt félögum sinna félaga, gengu út af þinginu. Vilhjálmur var mættur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni nú síðdegis þar sem hann ræddi hvað gekk á á þinginu. Þar staðfesti hann að þau þrjú ásamt fulltrúum þeirra muni ekki taka þátt í starfi þingsins á morgun, þar sem meðal annars verður haldið forsetakjör. „Þegar þú mætir á svona þing og ætlar þér að fara að ræða það sem skiptir máli sem eru komandi kjarasamningar og sú alvarlega staða sem að launafólk stendur frammi fyrir, hækkandi vextir, hækkandi matarverð, hækkandi bensínverð. Það hélt ég að ætti að vera meginstefið í þessu þingi þar sem við myndum slíðra sverðin og labba saman út sem ein stór sleggja,“ sagði Vilhjálmur sem bætti við að þau hafi fljótt orðið þess áskynja að ekki væri vilji fyrir þessu. „Þá var bara niðurstaðan hjá okkur að við myndum setja punkt yfir i-ið og draga framboð til baka,“ sagði Vilhjálmur. Óvíst um þýðingu fyrir kjaraviðræður Aðspurður um hvaða þýðingu þetta myndi hafa fyrir þing ASÍ, sagðist Vilhjálmur í raun ekki vita það. „Nei, ég bara veit það ekki. Það er örfáir þingfulltrúar eftir. 40-45 prósent eftir. Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið,“ sagði Vilhjálmur en Efling og VR eru stærstu einstöku félögin innan ASÍ. Í viðtalinu reyndu þáttastjórnendur ítrekað að fá svör frá Vilhjálmi um hvað þessar vendingar á þinginu myndi hafa fyrir komandi kjaraviðræður og hvernig þær myndu fara fram. Myndi verkalýðshreyfingin mæta klofin til leiks eða hvort Efling og VR myndu til að mynda draga sig út úr ASÍ? „Það er ekki ákvörðun einstakra forystumanna og formanna að taka slíkar ákvarðanir,“ sagði Vilhjálmur. „Það liggur alveg fyrir að það verður öllum möguleikum velt upp núna.“ Aðspurður nánar út í komandi kjaraviðræður og hvernig þær myndu fara fram sagðist Vilhjálmur í raun ekki hafa svarið við því, sem stendur. „Það er ekki nema tíu mínútur síðan ég labbaði út af þinginu ásamt þessum 150-200 þingfulltrúum,“ sagði Vilhjálmur. Það væri hins vegar á ábyrgð forystumannanna að finna leiðir til að ganga frá kjarasamningum. „Hvort það verður myndað einhver bandalög eða hvað verður gert það verða komandi dagar að leiða í ljós.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík síðdegis ASÍ Tengdar fréttir Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04
Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04