Sara Björk hrædd um að þurfa að kveðja HM-drauminn endanlega Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2022 21:01 Sara Björk Gunnarsdóttir var niðurlút í leikslok. Vísir/Vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, var að vonum sár og svekkt eftir tap liðsins fyrir Portúgal í umspili um sæti á HM 2023 í Portúgal í kvöld. Næsta heimsmeistaramót er ekki fyrr en árið 2027 og kveðst Sara Björk hrædd um að draumur hennar um að spila á heimsmeistaramóti sé úti. „Ég er bara sár. Það er mikið í gangi í hausnum á manni og maður er að reyna að ná í kringum tilfinningarnar en þetta er bara mjög sárt,“ sagði Sara Björk í samtali við Sindra Sverrisson eftir leik. Ísland komst yfir snemma í síðari hálfleik en mark Sveindísar Jane Jónsdóttur var dæmt af eftir endurskoðun dómara á myndbandi. Skömmu síðar fékk Portúgal vítaspyrnu og fékk Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir umdeilt rautt spjald í leiðinni. „Það gekk mikið á í þessum leik. Þegar Sveindís skorar hugsar maður: 'Þetta er að fara að falla með okkur, þetta verður leikurinn okkar og dagurinn okkar' en svo fær maður þetta í smettið, víti og rautt. Síðan bara stuttu eftir það skorar Glódís og við finnum aftur kraft og orku og hörfum trú á þessu, að við getum snúið þessu við,“ „Svo í framlengingunni vorum við með orku og ferska fætur og það hefði þannig séð alveg getað fallið með okkur. En svo fannst mér, 2-1 markið drepa okkur aðeins,“ segir Sara Björk. Dómarinn hafi gert fullt af mistökum Hún segir dómarann Stéphanie Frappart hafa gert urmul mistaka í leiknum en vill þó ekki kenna því einu um niðurstöðuna. „Við fengum engar útskýringar, það er ekkert hægt að ræða þessa dómara. Hún var bara grjóthörð á sínu. Hún gerði fullt af mistökum í leiknum en eins og ég segi þá er þetta besti dómari í heiminum. Ég ætla ekki að fara að kenna dómaranum um allt saman en hún hafði alveg áhrif á leikinn,“ Ekki viss um að hún nái að spila á HM Sara Björk er 32 ára gömul og óttast að hún nái aldrei því markmiði sínu að spila á heimsmeistaramóti. Ljóst er að Ísland spilar ekki á HM á næsta ári en næsta mót eftir það er 2027, þegar Sara verður 37 ára. „Við reyndum eins og við gátum og skildum allt eftir á vellinum. Það var ekki nóg og það er ótrúlega sárt. Maður er búinn að eiga þetta markmið allan sinn feril að komast á HM og maður veit ekki alveg hvort það sé bara búið, sá draumur,“ segir Sara Björk sem var þá spurð hvort hún héldi að það væri svo, að draumurinn væri úti. „Ég veit það ekki. Það gæti verið,“ sagði Sara sem var þá spurð um framhaldið með landsliðinu. „Ég er ekki búin að ákveða það en það er auðvitað töluvert langt í HM. Framhaldið hjá mér er bara nóg að gera á næstu vikum og út árið með Juventus,“ segir Sara. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
„Ég er bara sár. Það er mikið í gangi í hausnum á manni og maður er að reyna að ná í kringum tilfinningarnar en þetta er bara mjög sárt,“ sagði Sara Björk í samtali við Sindra Sverrisson eftir leik. Ísland komst yfir snemma í síðari hálfleik en mark Sveindísar Jane Jónsdóttur var dæmt af eftir endurskoðun dómara á myndbandi. Skömmu síðar fékk Portúgal vítaspyrnu og fékk Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir umdeilt rautt spjald í leiðinni. „Það gekk mikið á í þessum leik. Þegar Sveindís skorar hugsar maður: 'Þetta er að fara að falla með okkur, þetta verður leikurinn okkar og dagurinn okkar' en svo fær maður þetta í smettið, víti og rautt. Síðan bara stuttu eftir það skorar Glódís og við finnum aftur kraft og orku og hörfum trú á þessu, að við getum snúið þessu við,“ „Svo í framlengingunni vorum við með orku og ferska fætur og það hefði þannig séð alveg getað fallið með okkur. En svo fannst mér, 2-1 markið drepa okkur aðeins,“ segir Sara Björk. Dómarinn hafi gert fullt af mistökum Hún segir dómarann Stéphanie Frappart hafa gert urmul mistaka í leiknum en vill þó ekki kenna því einu um niðurstöðuna. „Við fengum engar útskýringar, það er ekkert hægt að ræða þessa dómara. Hún var bara grjóthörð á sínu. Hún gerði fullt af mistökum í leiknum en eins og ég segi þá er þetta besti dómari í heiminum. Ég ætla ekki að fara að kenna dómaranum um allt saman en hún hafði alveg áhrif á leikinn,“ Ekki viss um að hún nái að spila á HM Sara Björk er 32 ára gömul og óttast að hún nái aldrei því markmiði sínu að spila á heimsmeistaramóti. Ljóst er að Ísland spilar ekki á HM á næsta ári en næsta mót eftir það er 2027, þegar Sara verður 37 ára. „Við reyndum eins og við gátum og skildum allt eftir á vellinum. Það var ekki nóg og það er ótrúlega sárt. Maður er búinn að eiga þetta markmið allan sinn feril að komast á HM og maður veit ekki alveg hvort það sé bara búið, sá draumur,“ segir Sara Björk sem var þá spurð hvort hún héldi að það væri svo, að draumurinn væri úti. „Ég veit það ekki. Það gæti verið,“ sagði Sara sem var þá spurð um framhaldið með landsliðinu. „Ég er ekki búin að ákveða það en það er auðvitað töluvert langt í HM. Framhaldið hjá mér er bara nóg að gera á næstu vikum og út árið með Juventus,“ segir Sara.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira