Neyðaróp frá Staðlaráði: „Staðlar eru ekkert grín“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. október 2022 16:15 Helga Sigrún Harðardóttir er framkvæmdastjóri Staðlaráðs. Hún skefur ekki utan af því í umsögn um fjárlög ársins 2023. Staðlaráð Íslands hefur skilað inn umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2023. Þar er lögð áhersla á inngrip fjárlaganefndar til að forða því að ráðið verði eyðilagt. Þess er krafist að Staðlaráð njóti 0,007% af gjaldstofni tryggingargjalds líkt og um hafi verið samið. Í umsögninni kemur hins vegar fram að ríkið hafi svikið gefin loforð og haldið eftir fjárhæð sem nemi nú 420 milljónum. „Staðlar eru ekkert grín,“ segir í umsöginni. „Þeir eru í fjölda tilvika inntak lagalegra krafna, samkvæmt ákvörðun Alþingis og innihalda grjótharða grunninnviði sem tryggja gangverk mikilvægra kerfa, tryggja neytendavernd, tryggja öryggi fólks, vernda líf þess og heilsu, tryggja samvirkni ýmissa hluta, stafræna innviði, fjarskipti og stafræna þjónustu. Á grunni þeirra erum við Íslendingar hluti af stærri heild þar sem við lútum sömu þekktu og viðurkenndu viðmiðum og aðrar þjóðir.“ Staðlaráð er samstarfsráð þeirra sem hagsmuna hafa að gæta af stöðlum. Um 100 fyrirtæki, ríkisstofnanir og hagsmunasamtökeiga aðild að ráðinu. Þeirra á meðal eru Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Landspítalinn, orkufyrirtæki og fjarskiptafyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt. Stjórn Staðlaráðs Íslands hefur það hlutverk að staðfesta alþjóðlega staðla og annast gerð íslenskra staðla í samvinnu við hagsmunaaðila. Neytendavernd og kröfur um þolhönnun mannvirkja rústuð Í umsögninni er farið er hörðum orðum um vanefndir ríkisins í níu stafliðum og kostnaður metinn vegna lögbundinna verkefna sem menningar- og viðskiptaráðuneyti er sagt hafa hundsað svo árum skipitr. Ráðuneytið hafi ekki leyst langvarandi vanda ráðsins. Forsvarsmenn ráðsins segjast hafa tekið á sig nýjar og kostnaðarsamar kröfur og að lengra verði ekki gengið í niðurskurði eða samdrætti án afleiðinga. „Að óbreyttu verða viðskiptatækifæri íslenskra fyrirtækja eyðilögð, neytendavernd og kröfur um þolhönnun mannvirkja rústuð og möguleikum á sammæltum og samstilltum aðgerðum til að leysa flókin úrlausnarefni eins og stafræna þróun og loftslagsmál útrýmt,“ segir í umsögninni. Í löngu máli er farið yfir hlutverk ráðsins og kröfur sem gerðar eru til þess, lögum samkvæmt. Staðlaráð tryggi með innleiðingum á evrópsku regluverki neytendavernd, öryggi rafrænna viðskipti og fjarskiptaneta. Keyrt í þrot að óbreyttu Fram til ársins 2011 hafi Staðlaráð haft tryggar tekjur frá atvinnulífinu til að standa undir lögbundinni þjónustu vegna skuldbindinga samkvæmt EES samningi en ráðið. Í desember 2011 er ríkið sagt hafa rift einhliða, og án samráðs eða tilkynningar, fyrra samkomulagi og hefur síðan ekki skilað nema litlum hluta þess fjármagns sem innheimt er af atvinnulífinu. „Að óbreyttu verður rekstur Staðlaráðs keyrður í þrot. Engum varasjóðum er til að dreifa, tekjur duga ekki fyrir launum, hvað þá rekstarkostnaði, vinnuálag verður ekki aukið frekar á starfsmenn og atvinnulífið mun ekki greiða fyrir staðlastarf í þágu ríkisins tvisvar,“ segir í umsögninni sem lesa má í heild sinni í skjalinu hér að neðan. umsögn_staðlaráðsPDF157KBSækja skjal Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
„Staðlar eru ekkert grín,“ segir í umsöginni. „Þeir eru í fjölda tilvika inntak lagalegra krafna, samkvæmt ákvörðun Alþingis og innihalda grjótharða grunninnviði sem tryggja gangverk mikilvægra kerfa, tryggja neytendavernd, tryggja öryggi fólks, vernda líf þess og heilsu, tryggja samvirkni ýmissa hluta, stafræna innviði, fjarskipti og stafræna þjónustu. Á grunni þeirra erum við Íslendingar hluti af stærri heild þar sem við lútum sömu þekktu og viðurkenndu viðmiðum og aðrar þjóðir.“ Staðlaráð er samstarfsráð þeirra sem hagsmuna hafa að gæta af stöðlum. Um 100 fyrirtæki, ríkisstofnanir og hagsmunasamtökeiga aðild að ráðinu. Þeirra á meðal eru Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Landspítalinn, orkufyrirtæki og fjarskiptafyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt. Stjórn Staðlaráðs Íslands hefur það hlutverk að staðfesta alþjóðlega staðla og annast gerð íslenskra staðla í samvinnu við hagsmunaaðila. Neytendavernd og kröfur um þolhönnun mannvirkja rústuð Í umsögninni er farið er hörðum orðum um vanefndir ríkisins í níu stafliðum og kostnaður metinn vegna lögbundinna verkefna sem menningar- og viðskiptaráðuneyti er sagt hafa hundsað svo árum skipitr. Ráðuneytið hafi ekki leyst langvarandi vanda ráðsins. Forsvarsmenn ráðsins segjast hafa tekið á sig nýjar og kostnaðarsamar kröfur og að lengra verði ekki gengið í niðurskurði eða samdrætti án afleiðinga. „Að óbreyttu verða viðskiptatækifæri íslenskra fyrirtækja eyðilögð, neytendavernd og kröfur um þolhönnun mannvirkja rústuð og möguleikum á sammæltum og samstilltum aðgerðum til að leysa flókin úrlausnarefni eins og stafræna þróun og loftslagsmál útrýmt,“ segir í umsögninni. Í löngu máli er farið yfir hlutverk ráðsins og kröfur sem gerðar eru til þess, lögum samkvæmt. Staðlaráð tryggi með innleiðingum á evrópsku regluverki neytendavernd, öryggi rafrænna viðskipti og fjarskiptaneta. Keyrt í þrot að óbreyttu Fram til ársins 2011 hafi Staðlaráð haft tryggar tekjur frá atvinnulífinu til að standa undir lögbundinni þjónustu vegna skuldbindinga samkvæmt EES samningi en ráðið. Í desember 2011 er ríkið sagt hafa rift einhliða, og án samráðs eða tilkynningar, fyrra samkomulagi og hefur síðan ekki skilað nema litlum hluta þess fjármagns sem innheimt er af atvinnulífinu. „Að óbreyttu verður rekstur Staðlaráðs keyrður í þrot. Engum varasjóðum er til að dreifa, tekjur duga ekki fyrir launum, hvað þá rekstarkostnaði, vinnuálag verður ekki aukið frekar á starfsmenn og atvinnulífið mun ekki greiða fyrir staðlastarf í þágu ríkisins tvisvar,“ segir í umsögninni sem lesa má í heild sinni í skjalinu hér að neðan. umsögn_staðlaráðsPDF157KBSækja skjal
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira