Verkalýðsfélögin sundruð til viðræðna við stjórnvöld Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2022 19:40 Þing Alþýðusambandsins er æðsta stofnun í málefnum þess. Þótt forysta VR og Eflingar hafi yfirgefið þingið í gær mættu nokkrir tugir fulltrúa VR á þingið í dag. Stöð 2/Steingrímur Dúi Verkalýðsfélögin á almenna vinnumarkaðnum koma að óbreyttu sundruð til viðræðna við stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga. Starfandi forseti Alþýðusambandsins segir það skyldu sína að reyna að ná sáttum við þau stóru stéttarfélög sem gengu af þingi sambandsins, sem í dag var frestað fram á næsta vor. Forystufólk fjölmennustu aðildarfélaga Alþýðusambandsins, Eflingar og VR ásamt formanni Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins gengu út af þingi þess í gær og drógu framboð sín til forystustarfa til baka. Þrátt fyrir þetta mættu tugir fulltrúa VR á þingið í dag þar sem fyrsta mál á dagskrá var að taka afstöðu til tillögu um að fresta þinginu og þar með kjöri nýrrar forystu fram á næsta vor. Sú tillaga var samþykkt með 183 atkvæðum gegn tuttugu. Kristján Þórður Snæbjarnarson mun því leiða ASÍ fram yfir komandi kjarasamninga. Kristján Þórður Snæbjarnarson tók sem fyrsti varaforseti ASÍ við forsetaembættinu þegar Drífa Snædal sagði af sér forsetaembættinu í ágúst.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Við þurfum að reyna að sameina hópinn hjá okkur. Þurfum að tryggja að Alþýðusambandið verði sterk heild. Til þess þurfum við tíma,“ sagði Kristján Þórður eftir að þinginu hafði verið frestað í dag. Þingið hafi ákveðið að gefa tíma til þessa samtals. Kristján Þórður tók við forsetaembættinu þegar Drífa Snædal sagði af sér hinn 10. ágúst vegna átaka og ásakana frá forystu VR og Eflingar. Eftir það bauð formaður VR sig fram í forsetaembættið og formaður Eflingar í embætti fyrsta varaforseta sem þau drógu til baka í gær. Þetta 45. þing Alþýðusambandsins fer örugglega í sögubækurnar sem eitt mesta átakaþing þessa rúmlega hundrað ára gamla sambands. Spurningin er hvernig kemur þetta út fyrir komandi kjaraviðræður. Þing Alþýðusambandsins er æðsta stofnun í málefnum þess. Þótt forysta VR og Eflingar hafi yfirgefið þingið í gær mættu nokkrir tugir fulltrúa VR á þingið í dag.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Við höfum ekki tekið ákvörðun um samningamálin. Samningsumboðið liggur hjá aðildarfélögunum. Það verður þannig áfram. Við erum ekki að breyta því hér,“ segir starfandi forseti ASÍ. Vonandi leiði samtal innan hreyfingarinnar til þess að félögin nái saman. Að minnsta kosti varðandi viðræður við stjórnvöld í tengslum við komandi samninga. Er ekki slæmt núna þegar samningaviðræður eru að hefjast að Alþýðusambandið mæti kannski halt til leiks? „Það er ekki óskastaða að vera sundruð á þeim tímapunkti,“ segir Kristján Þórður. Samningaviðræður væru hafnar og fari á fullt á næstu vikum. Greina mætti áherslumun á kröfum einstakra sambanda í viðræðum við atvinnurekendur. „En það er samt sem áður hægt að sjá ákveðna þræði í gegnum þær flestar hverjar. En áferðarmunurinn er þó nokkur samt sem áður,“ segir Kristján Þórður. Ólöf Helga Adolfsdóttir bauð sig fram til forseta Alþýðusambandsins og var ein í framboði eftir að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR dró framboð sitt til baka í gær.Stöð 2/Egill Ólöf Helga Adolfsdóttir sem beið lægri hlut í formannskjöri í Eflingu í febrúar og var í framboði til forseta ASÍ nú hefði viljað að þinginu hefði verið fram haldið og kosið um forystuna. Æskilegast væri að sættir tækjust þannig að þessi stóru félög héldu áfram að starfa innan Alþýðusambandsins. Það munar auðvitað um þau þar? „Jú algerlega. En það er alveg á hreinu að það er ekki gert einhliða. Báðir aðilar þurfa að vera tilbúnir til að koma að borðinu,“segir Ólöf Helga. ASÍ Vinnumarkaður Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45 Þingi ASÍ frestað með þorra atkvæða Þingi ASÍ var rétt í þessu frestað fram á næsta vor með þorra atkvæða. Tillagan var samþykkt með 183 atkvæðum þingfulltrúa gegn 20. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, verður því áfram forseti sambandsins. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, sem bauð sig fram til forseta sambandsins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. 12. október 2022 11:28 Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10 Stendur tæpt að stjórnarkjör geti farið fram í dag Mæti fulltrúar VR og Eflingar ekki á þing ASÍ í dag, þar sem fram á að fara stjórnarkjör, stendur tæpt að kosningin geti farið fram. Minnst 50 prósent þingfulltrúanna þurfa að vera viðstödd til að hægt sé að halda áfram með kosninguna en aðeins fjóra fulltrúa vantar upp á til að VR og Efling séu með helming þingfulltrúa. 12. október 2022 08:48 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Forystufólk fjölmennustu aðildarfélaga Alþýðusambandsins, Eflingar og VR ásamt formanni Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins gengu út af þingi þess í gær og drógu framboð sín til forystustarfa til baka. Þrátt fyrir þetta mættu tugir fulltrúa VR á þingið í dag þar sem fyrsta mál á dagskrá var að taka afstöðu til tillögu um að fresta þinginu og þar með kjöri nýrrar forystu fram á næsta vor. Sú tillaga var samþykkt með 183 atkvæðum gegn tuttugu. Kristján Þórður Snæbjarnarson mun því leiða ASÍ fram yfir komandi kjarasamninga. Kristján Þórður Snæbjarnarson tók sem fyrsti varaforseti ASÍ við forsetaembættinu þegar Drífa Snædal sagði af sér forsetaembættinu í ágúst.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Við þurfum að reyna að sameina hópinn hjá okkur. Þurfum að tryggja að Alþýðusambandið verði sterk heild. Til þess þurfum við tíma,“ sagði Kristján Þórður eftir að þinginu hafði verið frestað í dag. Þingið hafi ákveðið að gefa tíma til þessa samtals. Kristján Þórður tók við forsetaembættinu þegar Drífa Snædal sagði af sér hinn 10. ágúst vegna átaka og ásakana frá forystu VR og Eflingar. Eftir það bauð formaður VR sig fram í forsetaembættið og formaður Eflingar í embætti fyrsta varaforseta sem þau drógu til baka í gær. Þetta 45. þing Alþýðusambandsins fer örugglega í sögubækurnar sem eitt mesta átakaþing þessa rúmlega hundrað ára gamla sambands. Spurningin er hvernig kemur þetta út fyrir komandi kjaraviðræður. Þing Alþýðusambandsins er æðsta stofnun í málefnum þess. Þótt forysta VR og Eflingar hafi yfirgefið þingið í gær mættu nokkrir tugir fulltrúa VR á þingið í dag.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Við höfum ekki tekið ákvörðun um samningamálin. Samningsumboðið liggur hjá aðildarfélögunum. Það verður þannig áfram. Við erum ekki að breyta því hér,“ segir starfandi forseti ASÍ. Vonandi leiði samtal innan hreyfingarinnar til þess að félögin nái saman. Að minnsta kosti varðandi viðræður við stjórnvöld í tengslum við komandi samninga. Er ekki slæmt núna þegar samningaviðræður eru að hefjast að Alþýðusambandið mæti kannski halt til leiks? „Það er ekki óskastaða að vera sundruð á þeim tímapunkti,“ segir Kristján Þórður. Samningaviðræður væru hafnar og fari á fullt á næstu vikum. Greina mætti áherslumun á kröfum einstakra sambanda í viðræðum við atvinnurekendur. „En það er samt sem áður hægt að sjá ákveðna þræði í gegnum þær flestar hverjar. En áferðarmunurinn er þó nokkur samt sem áður,“ segir Kristján Þórður. Ólöf Helga Adolfsdóttir bauð sig fram til forseta Alþýðusambandsins og var ein í framboði eftir að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR dró framboð sitt til baka í gær.Stöð 2/Egill Ólöf Helga Adolfsdóttir sem beið lægri hlut í formannskjöri í Eflingu í febrúar og var í framboði til forseta ASÍ nú hefði viljað að þinginu hefði verið fram haldið og kosið um forystuna. Æskilegast væri að sættir tækjust þannig að þessi stóru félög héldu áfram að starfa innan Alþýðusambandsins. Það munar auðvitað um þau þar? „Jú algerlega. En það er alveg á hreinu að það er ekki gert einhliða. Báðir aðilar þurfa að vera tilbúnir til að koma að borðinu,“segir Ólöf Helga.
ASÍ Vinnumarkaður Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45 Þingi ASÍ frestað með þorra atkvæða Þingi ASÍ var rétt í þessu frestað fram á næsta vor með þorra atkvæða. Tillagan var samþykkt með 183 atkvæðum þingfulltrúa gegn 20. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, verður því áfram forseti sambandsins. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, sem bauð sig fram til forseta sambandsins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. 12. október 2022 11:28 Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10 Stendur tæpt að stjórnarkjör geti farið fram í dag Mæti fulltrúar VR og Eflingar ekki á þing ASÍ í dag, þar sem fram á að fara stjórnarkjör, stendur tæpt að kosningin geti farið fram. Minnst 50 prósent þingfulltrúanna þurfa að vera viðstödd til að hægt sé að halda áfram með kosninguna en aðeins fjóra fulltrúa vantar upp á til að VR og Efling séu með helming þingfulltrúa. 12. október 2022 08:48 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45
Þingi ASÍ frestað með þorra atkvæða Þingi ASÍ var rétt í þessu frestað fram á næsta vor með þorra atkvæða. Tillagan var samþykkt með 183 atkvæðum þingfulltrúa gegn 20. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, verður því áfram forseti sambandsins. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, sem bauð sig fram til forseta sambandsins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. 12. október 2022 11:28
Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10
Stendur tæpt að stjórnarkjör geti farið fram í dag Mæti fulltrúar VR og Eflingar ekki á þing ASÍ í dag, þar sem fram á að fara stjórnarkjör, stendur tæpt að kosningin geti farið fram. Minnst 50 prósent þingfulltrúanna þurfa að vera viðstödd til að hægt sé að halda áfram með kosninguna en aðeins fjóra fulltrúa vantar upp á til að VR og Efling séu með helming þingfulltrúa. 12. október 2022 08:48