Eru gömlu upplýsingakerfin að deyja? Rúnar Sigurðsson skrifar 13. október 2022 11:30 Skýjalausnir hvað er það? Skýjalausnir eru hugbúnaðar lausnir er keyra í sérhönnuðum gagnaverum og allir notendur eru í sömu grunnútgáfunni, þ.e. ekki er haldið utan um sértæka útgáfu fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig. Aðlaganir fyrir hvern og einn er hægt að gera, en grunnkerfið er alltaf í sömu útgáfu fyrir alla notendur. Þessar sértæku aðlaganir halda sér þótt ný grunnútgáfa líti dagsins ljós. Uppfærslur gerast miðlægt og kostnaður við þróun dreifist á marga aðila. Fyrirtækin aðlaga sig að lausninni frekar en að hanna eigin lausnir, sem er síðan erfitt að uppfæra án mikils kostnaðar. Við þekkjum vel slíkar lausnir en þar eru Microsoft 365 og Uniconta upplýsingakerfið góð dæmi um skýjalausnir þar sem allir eru í sömu útgáfunni þó hver og einn hafi gert einhverjar aðlaganir á hverri fyrir sig. Eru gömlu upplýsingakerfin að deyja út? Miklar breytingar eiga sér nú stað með tilkomu skýjalausna og nútíma högunar á upplýsingakerfum. Áður áttu upplýsingakerfin að gera allt fyrir alla, en nú eru kröfur þannig að öflugar sérlausnir tengjast öflugu fjárhagskerfi sem tekur á íslenskum sérþörfum. Þannig er hægt að velja skýjalausn sem leysir nútíma þarfir og gömlu upplýsingakerfin fjara út, eða hreinlega hverfa. Sértækar lausnir munu gera það að verkum að gömlu kerfin standast ekki samanburð eða uppfylla þarfir nútímans. Hvað tekur við? Nú veljum við að lausnir sem henta okkur og fáum þær til að tala saman. Við veljum okkur einfaldlega besta fjárhagskerfið, besta verk- og tímaskráningarkerfið eða þá lausn sem við teljum henta okkur best hverju sinni. Síðan einfaldlega tengjum við saman það sem þarf að tengja og þau gögn sem við viljum að fari á milli með forritaskilum. Það er alltaf að verða auðveldara að tengja ólík kerfi saman. Þannig má finna þá bestu lausn sem hentar okkur í verkefnið sem á að leysa. Með tilkomu skýjalausna er líka mun auðveldra að láta lausnir tala saman því aðgengi í skýinu er auðveldara, er ekki á netþjóni innan fyrirtækis sem er lítt aðgengilegur. Hvering á að velja réttu lausnina? Fyrst skal huga að því að lausnin sé skýjalausn og sé í vottuðu og viðurkenndu umhverfi. Afritun sé í lagi og uppfærslur gerist sjálfkrafa og reglulega. Síðan skal velja rétt fjárhagskerfið sem uppfyllir íslenskar reglur og staðla og er með allar tengingar við íslenskt umhverfi. Þar ber helst að nefna, tengingu við banka, rafræna skeytamiðlara, þjóðskrá, fyrirtækjaskrá, innheimtukerfi og kröfukerfi. Kerfið þarf einnig að hafa öflug forritaskil og geta tengst öðrum kerfum á auðveldan hátt. Samþáttanir og flæði á milli kerfa – nútíminn Ef þörf er á að velja sértækar lausnir eins og verk- og tímaskráningar eða önnur þau kerfi sem okkur líst vel á er nauðsynlegt að skoða gaumgæfilega hvað er í boði. Einnig er nauðsynlegt að ganga úr skugga um hvort þörf sé á að vera með sér íslenskar aðlaganir í sértækum lausnum. Yfirleitt er það ekki hægt í sérhönnuðum sértækum skýjalausnum að vera með sér íslenskar aðlaganir, því er mikilvægt að fjárhagskerfið sé með það sem þarf til að tengjast íslensku umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Svar ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Upplýsingatækni Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Skýjalausnir hvað er það? Skýjalausnir eru hugbúnaðar lausnir er keyra í sérhönnuðum gagnaverum og allir notendur eru í sömu grunnútgáfunni, þ.e. ekki er haldið utan um sértæka útgáfu fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig. Aðlaganir fyrir hvern og einn er hægt að gera, en grunnkerfið er alltaf í sömu útgáfu fyrir alla notendur. Þessar sértæku aðlaganir halda sér þótt ný grunnútgáfa líti dagsins ljós. Uppfærslur gerast miðlægt og kostnaður við þróun dreifist á marga aðila. Fyrirtækin aðlaga sig að lausninni frekar en að hanna eigin lausnir, sem er síðan erfitt að uppfæra án mikils kostnaðar. Við þekkjum vel slíkar lausnir en þar eru Microsoft 365 og Uniconta upplýsingakerfið góð dæmi um skýjalausnir þar sem allir eru í sömu útgáfunni þó hver og einn hafi gert einhverjar aðlaganir á hverri fyrir sig. Eru gömlu upplýsingakerfin að deyja út? Miklar breytingar eiga sér nú stað með tilkomu skýjalausna og nútíma högunar á upplýsingakerfum. Áður áttu upplýsingakerfin að gera allt fyrir alla, en nú eru kröfur þannig að öflugar sérlausnir tengjast öflugu fjárhagskerfi sem tekur á íslenskum sérþörfum. Þannig er hægt að velja skýjalausn sem leysir nútíma þarfir og gömlu upplýsingakerfin fjara út, eða hreinlega hverfa. Sértækar lausnir munu gera það að verkum að gömlu kerfin standast ekki samanburð eða uppfylla þarfir nútímans. Hvað tekur við? Nú veljum við að lausnir sem henta okkur og fáum þær til að tala saman. Við veljum okkur einfaldlega besta fjárhagskerfið, besta verk- og tímaskráningarkerfið eða þá lausn sem við teljum henta okkur best hverju sinni. Síðan einfaldlega tengjum við saman það sem þarf að tengja og þau gögn sem við viljum að fari á milli með forritaskilum. Það er alltaf að verða auðveldara að tengja ólík kerfi saman. Þannig má finna þá bestu lausn sem hentar okkur í verkefnið sem á að leysa. Með tilkomu skýjalausna er líka mun auðveldra að láta lausnir tala saman því aðgengi í skýinu er auðveldara, er ekki á netþjóni innan fyrirtækis sem er lítt aðgengilegur. Hvering á að velja réttu lausnina? Fyrst skal huga að því að lausnin sé skýjalausn og sé í vottuðu og viðurkenndu umhverfi. Afritun sé í lagi og uppfærslur gerist sjálfkrafa og reglulega. Síðan skal velja rétt fjárhagskerfið sem uppfyllir íslenskar reglur og staðla og er með allar tengingar við íslenskt umhverfi. Þar ber helst að nefna, tengingu við banka, rafræna skeytamiðlara, þjóðskrá, fyrirtækjaskrá, innheimtukerfi og kröfukerfi. Kerfið þarf einnig að hafa öflug forritaskil og geta tengst öðrum kerfum á auðveldan hátt. Samþáttanir og flæði á milli kerfa – nútíminn Ef þörf er á að velja sértækar lausnir eins og verk- og tímaskráningar eða önnur þau kerfi sem okkur líst vel á er nauðsynlegt að skoða gaumgæfilega hvað er í boði. Einnig er nauðsynlegt að ganga úr skugga um hvort þörf sé á að vera með sér íslenskar aðlaganir í sértækum lausnum. Yfirleitt er það ekki hægt í sérhönnuðum sértækum skýjalausnum að vera með sér íslenskar aðlaganir, því er mikilvægt að fjárhagskerfið sé með það sem þarf til að tengjast íslensku umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Svar ehf.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar