„Þetta er svo mikill hryllingur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 13. október 2022 15:33 Steinunn segir það vera ólíklegt að hestarnir lifi veturinn af. Steinunn Árnadóttir Búið er að hleypa hestunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um í sumar út. Þeir voru lokaðir inni um langt skeið og efast hestafólk í nærsveitum um að þeir lifi veturinn af, svo illa eru þeir farnir. Í dag skrifaði Hrafnhildur P Þorsteinsdóttir, hestakona, bréf til Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, sem hún birti einnig hér á Vísi. Þar segir hún að ekkert hafi verið gert í málefnum 25 hrossa sem eru á bæ einum í Borgarfirði. Hrossin hafa þurft að sæta ansi illri meðferð. Hrafnhildur hefur haft samband við þýsku dýraverndunarsamtökin AWF/TSB og beðið þau um að skoða málið. Samtökin munu þó bíða með rannsókn sína ef gripið verður til aðgerða strax. Í samtali við fréttastofu segir Hrafnhildur að málið einskorðist ekki við hross eigendanna. Kýr og sauðfé þeirra séu einnig í afar slæmu ástandi. „Þetta er svo mikill hryllingur. Ég veit að hann er líka með fé sem er mjög illa haldið og kýrnar hafa ekki farið út í tvö ár. Hvers konar líf er það?“ segir Hrafnhildur. Ólíklegt að þeir lifi af Steinunn Árnadóttir er sú sem greindi fyrst frá illri meðferð á hrossunum í Borgarfirði og segir hún að það sé ólíklegt að hestarnir lifi veturinn af. Þeir séu alls ekki tilbúnir í íslenskan vetur. „Það er búið að eyðileggja fyrir þeim möguleikann að lifa veturinn af með því að hafa þá svona lokaða inni. Þeir eru bara berir. Ég var þarna upp eftir einmitt áðan og þá sá ég einn sem ég sá ekki síðast. Hægri hliðin á honum er bara ber. Skinnið á honum er bara farið. Það er ekki einu sinni hár,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Hestarnir hafa flestir sætt ansi illri meðferð.Steinunn Árnadóttir Hún, og fleiri, hafa reynt og reynt að fá svör hjá MAST en lítið fengið úr krafsinu. Ýmist er skellt á, vísað annað eða sagt að málefnið heyri ekki undir stofnuninni. Þá er ekki hægt að ræða við eigendur hrossanna. „Þeir eru á svo vondum stað að það er ekki ómaksins vert að reyna það einu sinni. Þú nálgast ekki þetta fólk, þú veist ekkert á hverju þú átt von. Það er margbúið að vara mig við því að nálgast þau ein. Ég fór og heimsótti móður hans og hún var ekki heima. Þau sáu til mín og hringdu á lögreglu,“ segir Steinunn. Lofaði þeim góðu heimili Ingibjörg Gunnarsdóttir seldi þrjú hross til fólksins en þegar hún sá myndir af þeim eftir veru hjá þeim vildi hún fá þá til baka. Hún leitaði til MAST sem sendu bréf um að málið félli ekki undir þeirra starfssvið. Undir bréfið skrifaði héraðsdýralæknir Norðvesturumdæmis. MAST segir spurningu Ingibjargar ekki falla undir sitt starfssvið. Fréttastofa ræddi við Ingibjörgu í dag þar sem hún segir yfirvöld hafa brugðist hrossunum. „Þau fría sig bara af ábyrgð og segjast ekkert hafa með þetta að gera. Hver á þá að gera það? Yfirvöld hafa algjörlega brugðist og virðast ekki hafa neinn áhuga eða eru bara útbrunninn. Þau hafa ekki skilning að það sé ekki eðlilegt að hrossið sé grindhorað á þessum árstíma, sé að fella feld og með skallabletti,“ segir Ingibjörg. Hún segist augljóslega ekki hafa vitað af því hvernig yrði komið fram við hrossin þegar hún seldi þau. Kaupandinn, sem er kærasta eigandans, hafði samband við Ingibjörgu á Instagram og reyndi að fá fimmtán folöld fyrst um sinn. Kærastan lofaði hrossunum góðu heimili líkt og sjá má í skjáskotunum hér fyrir neðan. Upphaflega vildi hún fá fimmtán folöld. Konan hefur ekki svarað Ingibjörgu. Eftirlitsmaður MAST á Vesturlandi vísaði á héraðsdýralækni þegar reynt var að ná tali af honum. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við héraðsdýralækni í dag, án árangurs. Uppfært klukkan 16:02: MAST sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem sagt var frá því að stofnunin hafi haft eftirlit með hrossunum. Við það eftirlit var skráð alvarlegt frávik við holdafar hluta hrossanna. Aðgerðir MAST miðuðust við að hestunum yrði hleypt út og þau fóðruð með beitinni. Frá því að hestunum var hleypt út hefur verið haft eftirlit með þeim. Málið er enn til meðferðar hjá stofnuninni og verður kröfum um úrbætur fylgt eftir. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu MAST í heild sinni. Matvælastofnun vill árétta að dýravelferðarmál eru tekin alvarlega og sett hratt og örugglega í farveg innan stofnunarinnar. Ábending um hestana sem um ræðir kom inn á borð stofnunarinnar seint í sumar þar sem skyldum umráðarmanna um útivist þeirra hafði ekki verið sinnt. Við eftirlit Matvælastofnunar var skráð alvarlegt frávik við holdafar hluta hrossanna. Aðgerðir Matvælastofnunar miðuðust við að hestunum yrði hleypt út og þau fóðruð með beitinni. Frá því að hrossunum var hleypt út hefur verið viðhaft eftirlit með þeim. Málið er enn til meðferðar hjá stofnuninni og verður kröfum um úrbætur fylgt eftir. Dýr Hestar Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir „Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu“ Íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún er ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir málið í ferli hjá stofnuninni. 31. ágúst 2022 17:00 Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 Ákærður fyrir dýraníð fyrir áratug: Kýr með halabrot og -slit Bóndi sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa í Borgarfirði var ákærður fyrir dýraníð fyrir tæpum áratug. Matvælastofnun segir ákvarðanir í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu. 5. september 2022 12:17 Varaþingmenn viðriðnir hrossamálið segja af sér Mæðgur sem bendlaðar hafa verið við meint dýraníð í Borgarfirði hafa sagt af sér varaþingmennsku fyrir Flokk fólksins. 13. september 2022 18:36 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Í dag skrifaði Hrafnhildur P Þorsteinsdóttir, hestakona, bréf til Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, sem hún birti einnig hér á Vísi. Þar segir hún að ekkert hafi verið gert í málefnum 25 hrossa sem eru á bæ einum í Borgarfirði. Hrossin hafa þurft að sæta ansi illri meðferð. Hrafnhildur hefur haft samband við þýsku dýraverndunarsamtökin AWF/TSB og beðið þau um að skoða málið. Samtökin munu þó bíða með rannsókn sína ef gripið verður til aðgerða strax. Í samtali við fréttastofu segir Hrafnhildur að málið einskorðist ekki við hross eigendanna. Kýr og sauðfé þeirra séu einnig í afar slæmu ástandi. „Þetta er svo mikill hryllingur. Ég veit að hann er líka með fé sem er mjög illa haldið og kýrnar hafa ekki farið út í tvö ár. Hvers konar líf er það?“ segir Hrafnhildur. Ólíklegt að þeir lifi af Steinunn Árnadóttir er sú sem greindi fyrst frá illri meðferð á hrossunum í Borgarfirði og segir hún að það sé ólíklegt að hestarnir lifi veturinn af. Þeir séu alls ekki tilbúnir í íslenskan vetur. „Það er búið að eyðileggja fyrir þeim möguleikann að lifa veturinn af með því að hafa þá svona lokaða inni. Þeir eru bara berir. Ég var þarna upp eftir einmitt áðan og þá sá ég einn sem ég sá ekki síðast. Hægri hliðin á honum er bara ber. Skinnið á honum er bara farið. Það er ekki einu sinni hár,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Hestarnir hafa flestir sætt ansi illri meðferð.Steinunn Árnadóttir Hún, og fleiri, hafa reynt og reynt að fá svör hjá MAST en lítið fengið úr krafsinu. Ýmist er skellt á, vísað annað eða sagt að málefnið heyri ekki undir stofnuninni. Þá er ekki hægt að ræða við eigendur hrossanna. „Þeir eru á svo vondum stað að það er ekki ómaksins vert að reyna það einu sinni. Þú nálgast ekki þetta fólk, þú veist ekkert á hverju þú átt von. Það er margbúið að vara mig við því að nálgast þau ein. Ég fór og heimsótti móður hans og hún var ekki heima. Þau sáu til mín og hringdu á lögreglu,“ segir Steinunn. Lofaði þeim góðu heimili Ingibjörg Gunnarsdóttir seldi þrjú hross til fólksins en þegar hún sá myndir af þeim eftir veru hjá þeim vildi hún fá þá til baka. Hún leitaði til MAST sem sendu bréf um að málið félli ekki undir þeirra starfssvið. Undir bréfið skrifaði héraðsdýralæknir Norðvesturumdæmis. MAST segir spurningu Ingibjargar ekki falla undir sitt starfssvið. Fréttastofa ræddi við Ingibjörgu í dag þar sem hún segir yfirvöld hafa brugðist hrossunum. „Þau fría sig bara af ábyrgð og segjast ekkert hafa með þetta að gera. Hver á þá að gera það? Yfirvöld hafa algjörlega brugðist og virðast ekki hafa neinn áhuga eða eru bara útbrunninn. Þau hafa ekki skilning að það sé ekki eðlilegt að hrossið sé grindhorað á þessum árstíma, sé að fella feld og með skallabletti,“ segir Ingibjörg. Hún segist augljóslega ekki hafa vitað af því hvernig yrði komið fram við hrossin þegar hún seldi þau. Kaupandinn, sem er kærasta eigandans, hafði samband við Ingibjörgu á Instagram og reyndi að fá fimmtán folöld fyrst um sinn. Kærastan lofaði hrossunum góðu heimili líkt og sjá má í skjáskotunum hér fyrir neðan. Upphaflega vildi hún fá fimmtán folöld. Konan hefur ekki svarað Ingibjörgu. Eftirlitsmaður MAST á Vesturlandi vísaði á héraðsdýralækni þegar reynt var að ná tali af honum. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við héraðsdýralækni í dag, án árangurs. Uppfært klukkan 16:02: MAST sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem sagt var frá því að stofnunin hafi haft eftirlit með hrossunum. Við það eftirlit var skráð alvarlegt frávik við holdafar hluta hrossanna. Aðgerðir MAST miðuðust við að hestunum yrði hleypt út og þau fóðruð með beitinni. Frá því að hestunum var hleypt út hefur verið haft eftirlit með þeim. Málið er enn til meðferðar hjá stofnuninni og verður kröfum um úrbætur fylgt eftir. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu MAST í heild sinni. Matvælastofnun vill árétta að dýravelferðarmál eru tekin alvarlega og sett hratt og örugglega í farveg innan stofnunarinnar. Ábending um hestana sem um ræðir kom inn á borð stofnunarinnar seint í sumar þar sem skyldum umráðarmanna um útivist þeirra hafði ekki verið sinnt. Við eftirlit Matvælastofnunar var skráð alvarlegt frávik við holdafar hluta hrossanna. Aðgerðir Matvælastofnunar miðuðust við að hestunum yrði hleypt út og þau fóðruð með beitinni. Frá því að hrossunum var hleypt út hefur verið viðhaft eftirlit með þeim. Málið er enn til meðferðar hjá stofnuninni og verður kröfum um úrbætur fylgt eftir.
Matvælastofnun vill árétta að dýravelferðarmál eru tekin alvarlega og sett hratt og örugglega í farveg innan stofnunarinnar. Ábending um hestana sem um ræðir kom inn á borð stofnunarinnar seint í sumar þar sem skyldum umráðarmanna um útivist þeirra hafði ekki verið sinnt. Við eftirlit Matvælastofnunar var skráð alvarlegt frávik við holdafar hluta hrossanna. Aðgerðir Matvælastofnunar miðuðust við að hestunum yrði hleypt út og þau fóðruð með beitinni. Frá því að hrossunum var hleypt út hefur verið viðhaft eftirlit með þeim. Málið er enn til meðferðar hjá stofnuninni og verður kröfum um úrbætur fylgt eftir.
Dýr Hestar Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir „Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu“ Íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún er ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir málið í ferli hjá stofnuninni. 31. ágúst 2022 17:00 Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 Ákærður fyrir dýraníð fyrir áratug: Kýr með halabrot og -slit Bóndi sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa í Borgarfirði var ákærður fyrir dýraníð fyrir tæpum áratug. Matvælastofnun segir ákvarðanir í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu. 5. september 2022 12:17 Varaþingmenn viðriðnir hrossamálið segja af sér Mæðgur sem bendlaðar hafa verið við meint dýraníð í Borgarfirði hafa sagt af sér varaþingmennsku fyrir Flokk fólksins. 13. september 2022 18:36 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu“ Íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún er ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir málið í ferli hjá stofnuninni. 31. ágúst 2022 17:00
Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57
Ákærður fyrir dýraníð fyrir áratug: Kýr með halabrot og -slit Bóndi sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa í Borgarfirði var ákærður fyrir dýraníð fyrir tæpum áratug. Matvælastofnun segir ákvarðanir í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu. 5. september 2022 12:17
Varaþingmenn viðriðnir hrossamálið segja af sér Mæðgur sem bendlaðar hafa verið við meint dýraníð í Borgarfirði hafa sagt af sér varaþingmennsku fyrir Flokk fólksins. 13. september 2022 18:36