Taminn forystuhrútur í Skagafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. október 2022 21:30 Eysteinn, Fróði og Móri eru mikli vinir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forystuhrúturinn Móri í Skagafirði þykir einstaklega fær þegar kemur að því að hlaupa samhliða hesti í bandi með bjölluna sína. Bóndinn á bænum, sem hefur tamið Móra notar hann mikið þegar hann er að smala því kindurnar laðast að Móra og síðan hleypur hann með þær heim á bæ. Hér erum við að tala um Eystein Steingrímsson, sauðfjárbónda, sem hefur verið duglegur að rækta forystufé á bænum Laufhóli í Skagafirði. Nú er hann með magnaðan sex vetra forystuhrút, sem heitir Móri en hann elskar að hlaupa þegar Eysteinn fer í reiðtúr eða að smala á hestinum Fróða. Móri er þá í bandi og hann er líka með bjöllu eins og alvöru forystuhrútur. „Þessar smalamennskur eru að verða dálítið erfiðar vegna fámennis og þá þurfum við nota allt, sem mögulegt er og þá er eitt með forystuféð, að hafa tamið forystufé og láta það hjálpa sér að koma kindunum til byggða,“ segir Eysteinn. Þannig að hrúturinn lokkar kindurnar til sín? „Já, og fer svo á undan og rétta leið.“ Eysteinn hefur ræktað töluvert af forystufé á Laufhóli með góðum árangri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eysteinn, segir að það hafi gengið ótrúlega vel að temja Móra og að hann elski að hlaupa með þeim Fróða og að hann geti í rauninni hlaupið endalaust. „Þegar hann var bara lamb um haustið þegar það var búið að ákveða að setja hann á þá byrja ég á því að fara að setja á hann spotta og láta hann hlíða mér og koma með mér. Svo er líka að gæla hann að sér með fóðurbæti og reyna að gera hann að vini mínum, það er lykilatriði,“ segir Eysteinn. En hvernig karakter er Móri? „Það er mikið skap í honum, honum er ekki alveg sama um allt og lætur mann alveg vita af því ef honum mislíkar eitthvað.“ Eysteinn segir að vináttan á milli hans og Fróða, svo ekki sé minnst á Móra sé einstök, allir treysti öllum og hafa gaman af verkefninu að vera úti saman og njóta þess að vera til. En hvað segir fólkið í sveitinni þegar það sér þríeykið á ferð? „Ætli það hlægi ekki bara ofan í koddann og hugsi hversu vitlaus hann geti verið að detta þetta í hug að vera að temja hrút. Sjálfur hef ég mjög gaman af þessu, það verð ég að viðurkenna,” segir Eysteinn og glottir við tönn. Móri, Fróði og Eysteinn vekja alls staðar mikla athygli þar sem þeir fara um.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skagafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Hér erum við að tala um Eystein Steingrímsson, sauðfjárbónda, sem hefur verið duglegur að rækta forystufé á bænum Laufhóli í Skagafirði. Nú er hann með magnaðan sex vetra forystuhrút, sem heitir Móri en hann elskar að hlaupa þegar Eysteinn fer í reiðtúr eða að smala á hestinum Fróða. Móri er þá í bandi og hann er líka með bjöllu eins og alvöru forystuhrútur. „Þessar smalamennskur eru að verða dálítið erfiðar vegna fámennis og þá þurfum við nota allt, sem mögulegt er og þá er eitt með forystuféð, að hafa tamið forystufé og láta það hjálpa sér að koma kindunum til byggða,“ segir Eysteinn. Þannig að hrúturinn lokkar kindurnar til sín? „Já, og fer svo á undan og rétta leið.“ Eysteinn hefur ræktað töluvert af forystufé á Laufhóli með góðum árangri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eysteinn, segir að það hafi gengið ótrúlega vel að temja Móra og að hann elski að hlaupa með þeim Fróða og að hann geti í rauninni hlaupið endalaust. „Þegar hann var bara lamb um haustið þegar það var búið að ákveða að setja hann á þá byrja ég á því að fara að setja á hann spotta og láta hann hlíða mér og koma með mér. Svo er líka að gæla hann að sér með fóðurbæti og reyna að gera hann að vini mínum, það er lykilatriði,“ segir Eysteinn. En hvernig karakter er Móri? „Það er mikið skap í honum, honum er ekki alveg sama um allt og lætur mann alveg vita af því ef honum mislíkar eitthvað.“ Eysteinn segir að vináttan á milli hans og Fróða, svo ekki sé minnst á Móra sé einstök, allir treysti öllum og hafa gaman af verkefninu að vera úti saman og njóta þess að vera til. En hvað segir fólkið í sveitinni þegar það sér þríeykið á ferð? „Ætli það hlægi ekki bara ofan í koddann og hugsi hversu vitlaus hann geti verið að detta þetta í hug að vera að temja hrút. Sjálfur hef ég mjög gaman af þessu, það verð ég að viðurkenna,” segir Eysteinn og glottir við tönn. Móri, Fróði og Eysteinn vekja alls staðar mikla athygli þar sem þeir fara um.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skagafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira