Jólin koma snemma með Jodie Foster í Skautahöllinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2022 15:26 Borði hefur verið strengdur á bílastæðinu við Skautahöllina. Vísir/Vilhelm Jólin koma snemma í Skautahöllinni í Reykjavík í ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru tökur á atriðum í sjónvarpsþáttaröðinni True Detective fyrirhugaðar þar í næstu viku. Stór hluti bílastæðisins á milli Skautahallarinnar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hefur verið girt af vegna verkefnisins. Á heimasíðu Skautahallarinnar segir að höllin verði lokuð frá 10. til 22. október. Undanfarna daga hafa starfsmenn verið að gera og græja Skautahöllina fyrir tökur á sjónvarpsþáttaröðinni. Um er að ræða fjórðu seríu True Detective þar sem Jodie Foster, Óskarsverðlaunaleikkona með meiru, er í aðalhlutverki. Jodie Foster verður nýr Íslandsvinur. Hún leikur lögreglukonuna Liz Danvers sem þarf að leysa dularfull mannshvörf.Getty/Dominique Charriau Sögusvið fjórðu seríu True Detective er Alaska. Þau atriði sem tekin verða í höllinni gerast um jólin og hefur höllin því verið skreytt líkt og hátíð ljóss og friðar sé í gangi. Þá má sjá bandaríska fána í höllinni. Efnilegustu skautaiðkendur landsins verða frá æfingum þessa þrettán daga sem höllin er lokuð. Í pósti frá Skautafélagi Reykjavíkur til iðkenda á dögunum kom fram að erlent kvikmyndafyrirtæki hefði tekið Skautahöllina á leigu hjá Reykjavíkurborg. „Þessa daga falla niður allar reglulegar æfingar í Skautahöllinni þar sem við höfum ekki aðgang að henni á meðan. Við vitum að þetta er ekki skemmtileg staða en vetrarleyfi í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði lenda á seinni helginni svo það lágmarkar raskið að einhverju leyti,“ segir í póstinum. Smá jólaskraut má sjá utan á höllinni.Vísir/Vilhelm „Við stefnum á að vera með einhverja dagskrá á meðan þessari lokun stendur í formi fyrirlestra og óhefðbundinna æfinga en hún verður kynnt þegar nær dregur.“ Þá kemur fram að nokkrir SR-ingar hafi fengið aukahlutverk sem íshokkíleikmenn í True Detective. Fyrirtækið True North kemur að tökunum hér á landi. Leifur Dagfinnsson, eigandi og framkvæmdastjóri True North, sagði í Kastljósi á dögunum að verkefnið væri svona tíu sinnum stærra en týpísk verkefni fyrirtækisins fyrir erlend kvikmyndatökulið. Týpísku verkefnin, upp á viku til tíu daga, séu með fjárhagsáætlun upp á 500-1000 milljónir. En svona hundrað tökudaga verkefni, því fylgi erlendur peningur og gjaldmiðill upp á níu milljarða króna. Nokkur fjöldi Íslendinga hefur flutt úr húsum sínum til að leigja leikurum og starfsfólki við tökur á þáttunum. Kvikmyndagerð á Íslandi Skautaíþróttir Reykjavík Bíó og sjónvarp Tökur á True Detective á Íslandi Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Stór hluti bílastæðisins á milli Skautahallarinnar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hefur verið girt af vegna verkefnisins. Á heimasíðu Skautahallarinnar segir að höllin verði lokuð frá 10. til 22. október. Undanfarna daga hafa starfsmenn verið að gera og græja Skautahöllina fyrir tökur á sjónvarpsþáttaröðinni. Um er að ræða fjórðu seríu True Detective þar sem Jodie Foster, Óskarsverðlaunaleikkona með meiru, er í aðalhlutverki. Jodie Foster verður nýr Íslandsvinur. Hún leikur lögreglukonuna Liz Danvers sem þarf að leysa dularfull mannshvörf.Getty/Dominique Charriau Sögusvið fjórðu seríu True Detective er Alaska. Þau atriði sem tekin verða í höllinni gerast um jólin og hefur höllin því verið skreytt líkt og hátíð ljóss og friðar sé í gangi. Þá má sjá bandaríska fána í höllinni. Efnilegustu skautaiðkendur landsins verða frá æfingum þessa þrettán daga sem höllin er lokuð. Í pósti frá Skautafélagi Reykjavíkur til iðkenda á dögunum kom fram að erlent kvikmyndafyrirtæki hefði tekið Skautahöllina á leigu hjá Reykjavíkurborg. „Þessa daga falla niður allar reglulegar æfingar í Skautahöllinni þar sem við höfum ekki aðgang að henni á meðan. Við vitum að þetta er ekki skemmtileg staða en vetrarleyfi í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði lenda á seinni helginni svo það lágmarkar raskið að einhverju leyti,“ segir í póstinum. Smá jólaskraut má sjá utan á höllinni.Vísir/Vilhelm „Við stefnum á að vera með einhverja dagskrá á meðan þessari lokun stendur í formi fyrirlestra og óhefðbundinna æfinga en hún verður kynnt þegar nær dregur.“ Þá kemur fram að nokkrir SR-ingar hafi fengið aukahlutverk sem íshokkíleikmenn í True Detective. Fyrirtækið True North kemur að tökunum hér á landi. Leifur Dagfinnsson, eigandi og framkvæmdastjóri True North, sagði í Kastljósi á dögunum að verkefnið væri svona tíu sinnum stærra en týpísk verkefni fyrirtækisins fyrir erlend kvikmyndatökulið. Týpísku verkefnin, upp á viku til tíu daga, séu með fjárhagsáætlun upp á 500-1000 milljónir. En svona hundrað tökudaga verkefni, því fylgi erlendur peningur og gjaldmiðill upp á níu milljarða króna. Nokkur fjöldi Íslendinga hefur flutt úr húsum sínum til að leigja leikurum og starfsfólki við tökur á þáttunum.
Kvikmyndagerð á Íslandi Skautaíþróttir Reykjavík Bíó og sjónvarp Tökur á True Detective á Íslandi Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira