Dorrit ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 14. október 2022 23:06 Dorrit fyrir framan tjaldið sem hún vonast til að verja nóttinni í. Stöð 2/Arnar Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hyggst sofa í tjaldi fyrir utan Hörpu í nótt. Tjaldið er á vegum samtakanna Arctic Basecamp sem beita félagsvísindum til að koma raunvísindalegum upplýsingum um loftslagsmálin á framfæri við áhrifavalda í heiminum. Alla jafna er tjaldið sett upp fyrir utan Alþjóðlegu efnahagsráðstefnunni í Davos sem hluti af heilum tjaldbúðum. Nú hefur Arctic Basecamp, sem Gail Whiteman prófessor í félagsvísindum við Exeter háskóla á Bretlandi stofnaði, komið upp einu tjaldi fyrir utan Hörpu þar sem Hringborð norðurslóða er haldið um helgina. Rætt var við þær Gail Whiteman og Dorrit í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Dorrit er vön að gista í tjöldum Arctic Basecamp en það hefur gert á ráðstefnunni í Davos. Í samtali við fréttastofu segir Dorrit að mikilvægt sé að allir leggi sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Hún hafi áhrif á okkur öll, meira að segja hundinn Samson, sem mætti með eiganda sínum á ráðstefnuna í dag og viðtalið í kvöldfréttum. Dorrit ávarpaði Samson í viðtalinu. Athygli vakti þegar Dorrit tilkynnti að hún ætlaði að láta klóna Sám, látinn hund þeirra Dorritar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Samson er ávöxtur þeirrar klónunar. Því vonast Dorrit til þess að geta sofið í tjaldinu í nótt en eins og flestir vita verður ansi kalt. Sennilega töluvert kaldara en verið hefur í Davos þegar Dorrit hefur gist í tjaldbúðunum þar. „Ég er með náttfötin mín og ég er með svefnpoka svo ég vona að ég geti gert það. En ef ég get ekki gert það í dag skal ég gera það í Davos,“ segir Dorrit. Skiljanlegt að þróunarlönd taki loftslagsvánni ekki jafnalvarlega og önnur Dorrit segist vona að þjóðarleiðtogar heimsins hlusti á þá sem berjast gegn loftslagsvánni þó hún efist um að allir geri það. Þó segist hún skilja það mjög vel að þróunarlönd hlusti síður en þróaðri ríki enda hafi vestræn ríki hirt auðlindir þróunarríkja. Því megi ekki krefjast þess af þróunarríkjum að greiða fyrir mistök þeirra þróaðri. Hringborð norðurslóða Harpa Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Tjaldið er á vegum samtakanna Arctic Basecamp sem beita félagsvísindum til að koma raunvísindalegum upplýsingum um loftslagsmálin á framfæri við áhrifavalda í heiminum. Alla jafna er tjaldið sett upp fyrir utan Alþjóðlegu efnahagsráðstefnunni í Davos sem hluti af heilum tjaldbúðum. Nú hefur Arctic Basecamp, sem Gail Whiteman prófessor í félagsvísindum við Exeter háskóla á Bretlandi stofnaði, komið upp einu tjaldi fyrir utan Hörpu þar sem Hringborð norðurslóða er haldið um helgina. Rætt var við þær Gail Whiteman og Dorrit í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Dorrit er vön að gista í tjöldum Arctic Basecamp en það hefur gert á ráðstefnunni í Davos. Í samtali við fréttastofu segir Dorrit að mikilvægt sé að allir leggi sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Hún hafi áhrif á okkur öll, meira að segja hundinn Samson, sem mætti með eiganda sínum á ráðstefnuna í dag og viðtalið í kvöldfréttum. Dorrit ávarpaði Samson í viðtalinu. Athygli vakti þegar Dorrit tilkynnti að hún ætlaði að láta klóna Sám, látinn hund þeirra Dorritar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Samson er ávöxtur þeirrar klónunar. Því vonast Dorrit til þess að geta sofið í tjaldinu í nótt en eins og flestir vita verður ansi kalt. Sennilega töluvert kaldara en verið hefur í Davos þegar Dorrit hefur gist í tjaldbúðunum þar. „Ég er með náttfötin mín og ég er með svefnpoka svo ég vona að ég geti gert það. En ef ég get ekki gert það í dag skal ég gera það í Davos,“ segir Dorrit. Skiljanlegt að þróunarlönd taki loftslagsvánni ekki jafnalvarlega og önnur Dorrit segist vona að þjóðarleiðtogar heimsins hlusti á þá sem berjast gegn loftslagsvánni þó hún efist um að allir geri það. Þó segist hún skilja það mjög vel að þróunarlönd hlusti síður en þróaðri ríki enda hafi vestræn ríki hirt auðlindir þróunarríkja. Því megi ekki krefjast þess af þróunarríkjum að greiða fyrir mistök þeirra þróaðri.
Hringborð norðurslóða Harpa Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16