Fótbolti

Aron skoraði í Íslendingaslag sænsku úrvalsdeildarinnar

Atli Arason skrifar
Aron Bjarnason skoraði eitt mark í dag.
Aron Bjarnason skoraði eitt mark í dag. Sirius

Aron Bjarnason, leikmaður Sirius, skoraði eitt mark í 2-0 sigri liðsins á Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Alls komu fimm Íslendingar við sögu í leiknum.

Markið skoraði Aron á 37. mínútu leiksins áður en Tashreeq Matthews bætti seinna markinu undir lok fyrri hálfleiks.

Bæði Aron og Óli Valur Ómarsson voru í byrjunarliði Sirius í leiknum. Aron spilaði í 86 mínútur en Óli Valur fór af velli á 61. mínútu.

Arnór Ingvi Traustason og Ari Freyr Skúlason byrjuðu báðir hjá Norrköping en Arnór gat aðeins spilað 42 mínútur á meðan Ari fór af leikvelli í hálfleik fyrir Andra Lucas Guðjohnsen.

Sirius fer upp fyrir Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni með sigrinum. Sirius er nú með 30 stig í 11. sæti á meðan Norrköping er í 12. sæti með 29 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×