Mark Griezmann kom á 47. mínútu eftir góðan undirbúning frá Álvaro Morata. Leikmenn Bilbao reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn en öflugur varnarleikur Atletico hélt út og fögnuðu þeir þriðja sigri sínum í röð í spænsku úrvalsdeildinni eftir leikslok. Atletico Madrid er jafnframt ósigrað í síðustu sjö útileikjum sínum í deildinni.
Með sigrinum stekkur Atletico yfir Bilbao í töflunni. Atletico er nú með 19 stig í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á meðan Bilbao er einu sæti neðar með 17 stig eftir níu umferðir.