Rudiger og Anatoliy Trubin, markvörður Shakhtar Donetsk, lentu harkalega saman í leik liðanna í Meistaradeildinni í vikunni. Rudiger fór alblóðugur af velli og þurfti alls að sauma 20 spor í höfuð hans til að loka fyrir skurðinn sem hann hlaut fyrir vikið.

Rudiger verður þó í leikmannahóp Real síðar í dag og mun spila leikinn með hlífðargrímu ef hann tekur þátt.
„Rudiger er stríðsmaður,“ sagði Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid aðspurður út í leikmanninn,
„Þegar maður horfir framan í andlitið á honum þá sér maður það skína skýrt hvað hann er ótrúlega spenntur fyrir leiknum,“ bætti Ancelotti við.
Liðið sem vinnur El Clásico mun eigna sér toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar eftir níu umferðir. Bæði lið eru nú jöfn af stigum í efsta sæti deildarinnar með 22 stig. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 14 í dag og er í beinni textalýsingu á Vísi.