Öllum hljóðfærum Steinunnar stolið: Býðst til að borga þjófinum og baka súkkulaðiköku fyrir hann Árni Sæberg skrifar 16. október 2022 21:24 Auk hljóðfæranna var ljósabúnaði stolið af Steinunni Eldflaug. Aðsend Öllum hljóðfærum tónlistarkonunnar Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur var stolið úr hljóðveri sem hún leigir með nokkrum vinum sínum í dag. Hún segir tjónið aðallega vera tilfinningalegt og lofar ríkulegum fundarlaunum verði hljóðfærunum skilað. Aðkoman að hljóðverinu þar sem Steinunn Eldflaug, eða Dj. flugvél og geimskip eins og hún er ævinlega kölluð, skapar tónlist sína ásamt vinum hennar var ekki góð í dag. Þar hafði allt steini léttara verið sett í svokallað „flightcase“ Steinunnar og því rúllað út. Í færslu á Facebook biðlar Steinunn til fólks að það láti vita ef það verður vart við hljóðfærin og annað sem stolið var úr hljóðverinu. Hún segir „rosaleg“ fundarlaun vera í boði. Í samtali við Vísi segir Steinunn að hún skilji að fólk brjótist inn og steli verðmætum ef því vantar nauðsynlega pening. Þess vegna sé hún tilbúin til þess að greiða innbrotsþjófinum ríkulega fyrir að skila hljóðfærunum sem og að baka fyrir hann súkkulaðiköku. Hún segist vera reiðubúin til að greiða meira fyrir góssið en fengist á sölusíðum á netinu. Hún efast um að nokkuð fáist fyrir hljóðfærin enda hefur hún skreytt þau með áberandi hætti. Óútgefin tónlist, viskýflaska og silfurflauta frá goðsögn Steinunn Eldflaug segir tjónið aðallega vera tilfinningalegt enda hafi hljóðfærin innihaldið úótgefna tónlist sem hún hafi unnið að undanfarið ásamt vinkonu sinni. Þær ætluðu að ljúka við gerð tónlistarinnar á næstu dögum. Þá saknar vinur hennar viskýflösku sem honum hafði nýlega verið gefin af vinum þeirra sem leiga hljóðverið með þeim. Steinunn segist vona að þjófurinn njóti hennar vel. Að lokum nefnir Steinunn að meðal hljóðfæranna sem stolið var hafi verið silfurflauta sem eitt sinn var í eigu listamannsins Dieter Roth, sem var um árabil búsettur hér á landi og hafði mikil áhrif á menningarlíf landsins. Flautunni hafi hún sjálf stolið af pabba sínum fyrir mörgum árum. Hún segir að endurheimti hún hljóðfærin verði allra fyrsta verk að koma silfurflautunni til afkomendna Dieters. Vonast til þess að þjófurinn sjái að sér Steinunn segir að skili sá sem stal hljóðfærunum þeim muni hún ekki gera meira úr málinu fyrir utan að greiða fundarlaun. Því biðlar hún til hans, og allra sem upplýsingar geti veitt um málið, að hafa samband við sig í síma 696 4265 eða með tölvupósti til geimskip@gmail.com. Reykjavík Tónlist Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Aðkoman að hljóðverinu þar sem Steinunn Eldflaug, eða Dj. flugvél og geimskip eins og hún er ævinlega kölluð, skapar tónlist sína ásamt vinum hennar var ekki góð í dag. Þar hafði allt steini léttara verið sett í svokallað „flightcase“ Steinunnar og því rúllað út. Í færslu á Facebook biðlar Steinunn til fólks að það láti vita ef það verður vart við hljóðfærin og annað sem stolið var úr hljóðverinu. Hún segir „rosaleg“ fundarlaun vera í boði. Í samtali við Vísi segir Steinunn að hún skilji að fólk brjótist inn og steli verðmætum ef því vantar nauðsynlega pening. Þess vegna sé hún tilbúin til þess að greiða innbrotsþjófinum ríkulega fyrir að skila hljóðfærunum sem og að baka fyrir hann súkkulaðiköku. Hún segist vera reiðubúin til að greiða meira fyrir góssið en fengist á sölusíðum á netinu. Hún efast um að nokkuð fáist fyrir hljóðfærin enda hefur hún skreytt þau með áberandi hætti. Óútgefin tónlist, viskýflaska og silfurflauta frá goðsögn Steinunn Eldflaug segir tjónið aðallega vera tilfinningalegt enda hafi hljóðfærin innihaldið úótgefna tónlist sem hún hafi unnið að undanfarið ásamt vinkonu sinni. Þær ætluðu að ljúka við gerð tónlistarinnar á næstu dögum. Þá saknar vinur hennar viskýflösku sem honum hafði nýlega verið gefin af vinum þeirra sem leiga hljóðverið með þeim. Steinunn segist vona að þjófurinn njóti hennar vel. Að lokum nefnir Steinunn að meðal hljóðfæranna sem stolið var hafi verið silfurflauta sem eitt sinn var í eigu listamannsins Dieter Roth, sem var um árabil búsettur hér á landi og hafði mikil áhrif á menningarlíf landsins. Flautunni hafi hún sjálf stolið af pabba sínum fyrir mörgum árum. Hún segir að endurheimti hún hljóðfærin verði allra fyrsta verk að koma silfurflautunni til afkomendna Dieters. Vonast til þess að þjófurinn sjái að sér Steinunn segir að skili sá sem stal hljóðfærunum þeim muni hún ekki gera meira úr málinu fyrir utan að greiða fundarlaun. Því biðlar hún til hans, og allra sem upplýsingar geti veitt um málið, að hafa samband við sig í síma 696 4265 eða með tölvupósti til geimskip@gmail.com.
Reykjavík Tónlist Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira