Klopp hrósað fyrir að finna „nýja“ stöðu fyrir endurnærðan Mo Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2022 10:30 Jrgen Klopp gefur Mohamed Salah fyrirmæli í leiknum á móti Manchester City. AP/Jon Super Liverpool liðið minnti á sig með sigri á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær og það sem meira er að liðið þurfti bara að skora eitt mark til að ná öllum þremur stigunum í hús. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þurfti að finna leiðir til að kveikja á sínu liði sem hafði virkað þreytt og kraftlítið síðustu vikur. Sigrarnir voru mjög fáir og vörnin hriplek. Fyrir vikið var Liverpool í neðri hluta deildarinnar og Klopp búinn að gefa alla titilbaráttu upp á bátinn. Eftir tap á móti toppliði Arsenal um síðustu helgi varð vikan miklu betri eftir stórsigur í Meistaradeildinni og svo sigur á meisturum Manchester City í gær. Það voru uppi vangaveltur um að Klopp og um leikmenn hans væru brunnir út en þeir vöknuðu úr þeim dvala á Anfield í gær. Klopp var líka hrósað fyrir taktíkina sína í leiknum á móti City en alls ekki fyrir hegðun sína sem endaði með að hann var sendur í sturtu. Knattspyrnusérfræðingur Guardian fór yfir leikinn og þá sérstaklega „nýja“ leikstöðu Mohamed Salah. Mohamed Salah hefur verið ólíkur sjálfum sér á tímabilinu og umræðan hefur verið mikil um hversu liðið (og kannski hann) saknar þess að hafa Sadio Mane ekki lengur í liðinu. Klopp byrjaði með hann á bekknum í Meistaradeildinni í vikunni en Salah svaraði með því að skora þrennu á rétt rúmum sex mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Í gær var síðan komið að því að færa Salah til á vellinum til að auðvelda honum að komast í boltann og inn í leikinn. Það voru reyndar tvær tilfærslur á ferðinni sem sérfræðingur Guardian benti á. Klopp færði Salah af hægri vængnum og upp á topp. Hann var þó ekki þessi venjulega nía og hann var heldur ekki fölsk nía. Kannski frekar ein hvers konar Salah-nía. Salah fékk nefnilega að valsa frjáls um til að koma sér sem mest í boltann til að finna sér pláss á milli miðvarðanna. Það kallaði á aðra breytingu því um leið hliðraði Klopp aðeins til í 4-2-3-1 kerfinu með því að hafa Harvey Elliott hægra megin á miðjunni. Elliott fór stundum út á kant en fór stundum inn á miðjuna sem gaf Salah tækifæri í sinni þekktustu stöðu. Liverpool endaði á því að vinna leikinn á marki Mo Salah. Hér má lesa meira um þessa greiningu Guardian. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þurfti að finna leiðir til að kveikja á sínu liði sem hafði virkað þreytt og kraftlítið síðustu vikur. Sigrarnir voru mjög fáir og vörnin hriplek. Fyrir vikið var Liverpool í neðri hluta deildarinnar og Klopp búinn að gefa alla titilbaráttu upp á bátinn. Eftir tap á móti toppliði Arsenal um síðustu helgi varð vikan miklu betri eftir stórsigur í Meistaradeildinni og svo sigur á meisturum Manchester City í gær. Það voru uppi vangaveltur um að Klopp og um leikmenn hans væru brunnir út en þeir vöknuðu úr þeim dvala á Anfield í gær. Klopp var líka hrósað fyrir taktíkina sína í leiknum á móti City en alls ekki fyrir hegðun sína sem endaði með að hann var sendur í sturtu. Knattspyrnusérfræðingur Guardian fór yfir leikinn og þá sérstaklega „nýja“ leikstöðu Mohamed Salah. Mohamed Salah hefur verið ólíkur sjálfum sér á tímabilinu og umræðan hefur verið mikil um hversu liðið (og kannski hann) saknar þess að hafa Sadio Mane ekki lengur í liðinu. Klopp byrjaði með hann á bekknum í Meistaradeildinni í vikunni en Salah svaraði með því að skora þrennu á rétt rúmum sex mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Í gær var síðan komið að því að færa Salah til á vellinum til að auðvelda honum að komast í boltann og inn í leikinn. Það voru reyndar tvær tilfærslur á ferðinni sem sérfræðingur Guardian benti á. Klopp færði Salah af hægri vængnum og upp á topp. Hann var þó ekki þessi venjulega nía og hann var heldur ekki fölsk nía. Kannski frekar ein hvers konar Salah-nía. Salah fékk nefnilega að valsa frjáls um til að koma sér sem mest í boltann til að finna sér pláss á milli miðvarðanna. Það kallaði á aðra breytingu því um leið hliðraði Klopp aðeins til í 4-2-3-1 kerfinu með því að hafa Harvey Elliott hægra megin á miðjunni. Elliott fór stundum út á kant en fór stundum inn á miðjuna sem gaf Salah tækifæri í sinni þekktustu stöðu. Liverpool endaði á því að vinna leikinn á marki Mo Salah. Hér má lesa meira um þessa greiningu Guardian.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira