Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 18. október 2022 06:01 Leikkonan og nú handritshöfundurinn Aníta Briem var gestur í Bakaríinu síðasta laugardag þar sem hún ræddi um þættina Svo lengi sem við lifum. Handritið segir hún innblásið af eigin reynslu. Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. Aum í hjartanu eftir krefjandi tökutímabil Fyrir rúmri viku lauk tökum á seríunni og viðurkennir Aníta að tökuferlið hafi tekið töluvert á andlega. „Þegar þú ert að segja sögur þá eru það yfirleitt sögur af fólki sem er að ganga í gegnum eitthvað sem er það mest krefjandi eða mikilvægasta tímabil í þeirra lífi. Þá þarftu einhvern veginn að vera að ganga í gegnum það sjálfur. Þannig að maður kemur stundum út úr svona tímabilum svolítið aumur í hjartanu.“ Upplifði sig eina í heiminum Handritið hefur hún sagt vera einhvers konar óð til ástarinnar en sagan sé á margan hátt ólík öðrum ástarsögum. Það séu vissulega til mikið af sögum um ástina, þetta spennandi upphaf hennar og öll ævintýrin. Hvernig ástin kviknar og svo hvernig hún endar, sambandsslitin og skilnaðina. En í raun sé lítið til af frásögnum og sögum af því hvernig það er raunverulega að vera í langtímasambandi, með tilheyrandi áskorunum. Það sem keyrði mig áfram að segja þessa sögu er svolítið að ég lenti á stað í mínu lífi, með ástina, með hjónabandið, sem ég var ekki að heyra um, sem að ég vissi ekki um. Þar af leiðandi upplifði ég þessa hluti eins og ég væri alein í heiminum að upplifa þá eða að það væri eitthvað stórkostlegt að mér. Að fjarlægjast eða þroskast saman Aníta segir fólk í langtímasamböndum oft á tíðum gleyma að fara í gegnum ákveðið þroskaferðalag saman og fjarlægist því frekar smátt og smátt og fari í ólíkar áttir. „Ég fékk alveg ofboðslegan áhuga á þessu fyrirbæri sem er kallað „seven year itch“ og hversu oft þessi munstur koma upp í samböndum út um allt í okkar lífi og samfélagi.“ Viðtalið við Anítu í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Persónuleg en ekki sannsöguleg Aðspurð hvort að það hafi verið ákveðin þerapía að fara í gegnum þetta ferli að skrifa svo persónulegt handrit byggt á hjónabandi sínu, segir Aníta það sannarlega hafa verið mikilvægt skref fyrir sig. „Sagan er mjög persónuleg en hún er klárlega ekki sannsöguleg,“ segir Aníta og hlær. Þó svo að atburðir í sjálfri sögunni séu ekki allir sannir séu spurningarnar sem komi fram í handritinu þó sannar og mjög persónulegar. Þættirnir Svo lengi sem við lifum verða sex talsins og með aðalhlutverk fara ásamt Anítu þau, Martin Wallström, Mikael Kaaber og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Bakaríið Ástin og lífið Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira
Aum í hjartanu eftir krefjandi tökutímabil Fyrir rúmri viku lauk tökum á seríunni og viðurkennir Aníta að tökuferlið hafi tekið töluvert á andlega. „Þegar þú ert að segja sögur þá eru það yfirleitt sögur af fólki sem er að ganga í gegnum eitthvað sem er það mest krefjandi eða mikilvægasta tímabil í þeirra lífi. Þá þarftu einhvern veginn að vera að ganga í gegnum það sjálfur. Þannig að maður kemur stundum út úr svona tímabilum svolítið aumur í hjartanu.“ Upplifði sig eina í heiminum Handritið hefur hún sagt vera einhvers konar óð til ástarinnar en sagan sé á margan hátt ólík öðrum ástarsögum. Það séu vissulega til mikið af sögum um ástina, þetta spennandi upphaf hennar og öll ævintýrin. Hvernig ástin kviknar og svo hvernig hún endar, sambandsslitin og skilnaðina. En í raun sé lítið til af frásögnum og sögum af því hvernig það er raunverulega að vera í langtímasambandi, með tilheyrandi áskorunum. Það sem keyrði mig áfram að segja þessa sögu er svolítið að ég lenti á stað í mínu lífi, með ástina, með hjónabandið, sem ég var ekki að heyra um, sem að ég vissi ekki um. Þar af leiðandi upplifði ég þessa hluti eins og ég væri alein í heiminum að upplifa þá eða að það væri eitthvað stórkostlegt að mér. Að fjarlægjast eða þroskast saman Aníta segir fólk í langtímasamböndum oft á tíðum gleyma að fara í gegnum ákveðið þroskaferðalag saman og fjarlægist því frekar smátt og smátt og fari í ólíkar áttir. „Ég fékk alveg ofboðslegan áhuga á þessu fyrirbæri sem er kallað „seven year itch“ og hversu oft þessi munstur koma upp í samböndum út um allt í okkar lífi og samfélagi.“ Viðtalið við Anítu í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Persónuleg en ekki sannsöguleg Aðspurð hvort að það hafi verið ákveðin þerapía að fara í gegnum þetta ferli að skrifa svo persónulegt handrit byggt á hjónabandi sínu, segir Aníta það sannarlega hafa verið mikilvægt skref fyrir sig. „Sagan er mjög persónuleg en hún er klárlega ekki sannsöguleg,“ segir Aníta og hlær. Þó svo að atburðir í sjálfri sögunni séu ekki allir sannir séu spurningarnar sem komi fram í handritinu þó sannar og mjög persónulegar. Þættirnir Svo lengi sem við lifum verða sex talsins og með aðalhlutverk fara ásamt Anítu þau, Martin Wallström, Mikael Kaaber og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Bakaríið Ástin og lífið Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira