Lögreglan varar við skilaboðum sem innihalda tjákn Árni Sæberg skrifar 17. október 2022 18:07 Hér má sjá sýnidæmi um tilraun til netsvindls. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert lát vera á netsvindli sem herjað hefur á eldri netverja síðustu misseri. Meðal ráða sem lögreglan deilir er að varast skilaboð sem innihalda svokölluð tjákn (e. emojis), nema þau komi frá börnum. Í tilkynningu á Facebooksíðu lögreglunnar segir að vart hafi orðið nokkrar um atlögur netþrjóta, sem komist hafa yfir aðgang að Facebookreikningum fólks, um helgina. Þar segir að glæpamenn nýti aðgangana til þess að senda skilaboð á fólk og biðja það að senda upplýsingar á borð við símanúmer og kortanúmer. „Sérstaklega eldra fólk er grandlaust og heldur að vinur sé í sambandi og sendir símanúmer, myndir af greiðslukortum og staðfestir kóða,“ segir í tilkynningu lögreglu. Glæpamennirnir nýti sér upplýsingarnar til þess að fara inn á heimabanka fólks, hækka heimild á greiðslukortum og kaupa vörur á netinu í öðrum löndum. Tap fólks geti numið um milljón króna. Lögreglan deilir eftirfarandi ráðum til þess að forðast að láta narra sig: Verið tortryggin á skrýtin skilaboð frá vinum Alls ekki taka myndir af kortum og setja það á samfélagsmiðla Ekki staðfesta kóða í síma sem leiða frá svona spjalli Ef þetta er skrítið, hættið þessum samskiptum og hringið í vin ykkar og kannið hvað er í gangi Textamyndir 🤩🥳🎉❤🥰 eru hættumerki, nema frá börnum. Ef þið fáið þau frá vinum sem eru ekki vön að nota þau, þá eru það líklega aðrir sem eru búnir að stela reikningi þeirra. „Brotaþolar eru oftast yfir 50 ára. Ef þið eigið ástvini á Facebook sem eru á þessum aldri og eldri, varið þau við,“ segir í lok tilkynningar lögreglunnar. Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Í tilkynningu á Facebooksíðu lögreglunnar segir að vart hafi orðið nokkrar um atlögur netþrjóta, sem komist hafa yfir aðgang að Facebookreikningum fólks, um helgina. Þar segir að glæpamenn nýti aðgangana til þess að senda skilaboð á fólk og biðja það að senda upplýsingar á borð við símanúmer og kortanúmer. „Sérstaklega eldra fólk er grandlaust og heldur að vinur sé í sambandi og sendir símanúmer, myndir af greiðslukortum og staðfestir kóða,“ segir í tilkynningu lögreglu. Glæpamennirnir nýti sér upplýsingarnar til þess að fara inn á heimabanka fólks, hækka heimild á greiðslukortum og kaupa vörur á netinu í öðrum löndum. Tap fólks geti numið um milljón króna. Lögreglan deilir eftirfarandi ráðum til þess að forðast að láta narra sig: Verið tortryggin á skrýtin skilaboð frá vinum Alls ekki taka myndir af kortum og setja það á samfélagsmiðla Ekki staðfesta kóða í síma sem leiða frá svona spjalli Ef þetta er skrítið, hættið þessum samskiptum og hringið í vin ykkar og kannið hvað er í gangi Textamyndir 🤩🥳🎉❤🥰 eru hættumerki, nema frá börnum. Ef þið fáið þau frá vinum sem eru ekki vön að nota þau, þá eru það líklega aðrir sem eru búnir að stela reikningi þeirra. „Brotaþolar eru oftast yfir 50 ára. Ef þið eigið ástvini á Facebook sem eru á þessum aldri og eldri, varið þau við,“ segir í lok tilkynningar lögreglunnar.
Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira