Telja sig hafa fundið morðingjann Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2022 07:59 Lola var aðeins tólf ára gömul. Lögreglan í París telur sig hafa handtekið konuna sem myrti Lolu, tólf ára stelpu, í borginni á föstudaginn. Konan sást á öryggismyndavélum fjölbýlishússins sem Lola bjó í en talið er að hún sé alvarlega veik á geði. Lola fannst látin á föstudaginn eftir að faðir hennar hafði tilkynnt lögreglu að hún hafi ekki komið heim úr skólanum þann dag. Fyrst greindu fjölmiðlar frá því að lík hennar hafi fundist í ferðatösku en það rétta er að því hafði verið komið fyrir í stórum glærum plastkassa. BBC greinir frá því að 24 ára gömul kona hafi verið handtekin vegna málsins en í frönskum fjölmiðlum er hún sögð heita Dahbia B. Öryggismyndavélar fjölbýlishússins sem Lola bjó í náðu því á myndband þegar Dahbia gekk inn með Lolu. Seinna sást til hennar labba ein út með umræddan plastkassa. Fyrst um sinn var talið að morðið tengdist ólöglegri sölu á líffærum en lögreglan segir þá getgátu ekki vera á rökum reist. Hins vegar sé Dahbia veik á geði og morðið líklegast framið að ástæðulausu. Krufning á líki Lolu leiddi í ljós að hún lést af völdum köfnunar. Einnig fannst stungusár á hálsi hennar. Búið var að setja tvo Post it-límmiða á fætur hennar. Á einum stóð „0“ og á hinum „1“. Mikil sorg er í Frakklandi í kjölfar dauða Lolu. Bæði borgarstjóri Parísar og menntamálaráðherra Frakklands hafa heimsótt skóla Lolu og rætt við samnemendur hennar. Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, hefur einnig tjáð sig um málið og sagt það vera „viðurstyggilegan harmleik“. Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Tólf ára stúlka fannst látin í ferðatösku Tólf ára stúlka fannst látin í ferðatösku í París í gær. Krufning fer fram í dag en fjórir eru nú í haldi lögreglunnar vegna málsins. 15. október 2022 11:56 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Lola fannst látin á föstudaginn eftir að faðir hennar hafði tilkynnt lögreglu að hún hafi ekki komið heim úr skólanum þann dag. Fyrst greindu fjölmiðlar frá því að lík hennar hafi fundist í ferðatösku en það rétta er að því hafði verið komið fyrir í stórum glærum plastkassa. BBC greinir frá því að 24 ára gömul kona hafi verið handtekin vegna málsins en í frönskum fjölmiðlum er hún sögð heita Dahbia B. Öryggismyndavélar fjölbýlishússins sem Lola bjó í náðu því á myndband þegar Dahbia gekk inn með Lolu. Seinna sást til hennar labba ein út með umræddan plastkassa. Fyrst um sinn var talið að morðið tengdist ólöglegri sölu á líffærum en lögreglan segir þá getgátu ekki vera á rökum reist. Hins vegar sé Dahbia veik á geði og morðið líklegast framið að ástæðulausu. Krufning á líki Lolu leiddi í ljós að hún lést af völdum köfnunar. Einnig fannst stungusár á hálsi hennar. Búið var að setja tvo Post it-límmiða á fætur hennar. Á einum stóð „0“ og á hinum „1“. Mikil sorg er í Frakklandi í kjölfar dauða Lolu. Bæði borgarstjóri Parísar og menntamálaráðherra Frakklands hafa heimsótt skóla Lolu og rætt við samnemendur hennar. Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, hefur einnig tjáð sig um málið og sagt það vera „viðurstyggilegan harmleik“.
Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Tólf ára stúlka fannst látin í ferðatösku Tólf ára stúlka fannst látin í ferðatösku í París í gær. Krufning fer fram í dag en fjórir eru nú í haldi lögreglunnar vegna málsins. 15. október 2022 11:56 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Tólf ára stúlka fannst látin í ferðatösku Tólf ára stúlka fannst látin í ferðatösku í París í gær. Krufning fer fram í dag en fjórir eru nú í haldi lögreglunnar vegna málsins. 15. október 2022 11:56