Segir lækkun heimsmarkaðsverðs á matvælum ekki skila sér til Íslands Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. október 2022 13:38 Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir að það sé gömul saga og ný að verð lækki sjaldnast hér á landi þrátt fyrir að þær breytur sem þrýstu upp verði hafi gengið til baka. Alþjóðleg vísitala hrávöruverðs sýnir að verðhækkanir sem urðu í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hafa gengið til baka en hún mælist nú svipað og fyrir innrás Rússa. Verkefnisstjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að sömu þróun sé ekki fyrir að fara hér á landi. Mesta lækkunin varð í júlí þegar vísitalan fór úr 154,7 niður í 140,6 en síðan þá hefur alþjóðleg vísitala hrávöruverðs farið niður á við, statt og stöðugt, og er nú á pari við það sem hún mældist í janúar fyrir innrás Rússa. Sjáum við sömu þróun á Íslandi? „Nei. Við sjáum ekki að lækkun á heimsmarkaðsverði á matvælum skili sér hingað. Allavega ekki ennþá,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnisstjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. source: tradingeconomics.com En hvers vegna eru íslenskir kaupmenn svona seinir að bregðast við? „Það er auðvitað gömul saga og ný að verð lækkar sjaldnast hér, og jafnvel þrátt fyrir að þeir þættir, sem ýttu upphaflega undir hækkað verðlag, gangi til baka þá sjáum við verð mjög sjaldan lækka hér. Það á við í þessu tilfelli. Við sjáum að bensín hefur lækkað aðeins í verði síðustu mánuði og gengisveikingin sem var mikil í COVID og var talað um að hefði áhrif á verðhækkanir, hefur algjörlega gengið til baka þannig að við erum heldur ekki að sjá endurspeglast í verðlagi.“ Verðbólga kemur verst niður á þeim sem hafa minnst á milli handanna og mega illa við hækkunum á nauðsynjum. „Það eru auðvitað bæði matvara og gjöld sem tengjast samgöngum; bifreiðar og bensín sem vega langþyngst í útgjöldum heimilanna þannig að þetta er bara mjög alvarlegt mál og gríðarlega mikilvægt að verslanirnar bregðist við og skili lækkunum út í verðlagið til neytenda en haldi þessu ekki bara eftir. Miðað við hagnaðartölur fyrirtækjanna þá ætti að vera fullt svigrúm til þess.“ Verðlag ASÍ Fjármál heimilisins Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Mesta lækkunin varð í júlí þegar vísitalan fór úr 154,7 niður í 140,6 en síðan þá hefur alþjóðleg vísitala hrávöruverðs farið niður á við, statt og stöðugt, og er nú á pari við það sem hún mældist í janúar fyrir innrás Rússa. Sjáum við sömu þróun á Íslandi? „Nei. Við sjáum ekki að lækkun á heimsmarkaðsverði á matvælum skili sér hingað. Allavega ekki ennþá,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnisstjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. source: tradingeconomics.com En hvers vegna eru íslenskir kaupmenn svona seinir að bregðast við? „Það er auðvitað gömul saga og ný að verð lækkar sjaldnast hér, og jafnvel þrátt fyrir að þeir þættir, sem ýttu upphaflega undir hækkað verðlag, gangi til baka þá sjáum við verð mjög sjaldan lækka hér. Það á við í þessu tilfelli. Við sjáum að bensín hefur lækkað aðeins í verði síðustu mánuði og gengisveikingin sem var mikil í COVID og var talað um að hefði áhrif á verðhækkanir, hefur algjörlega gengið til baka þannig að við erum heldur ekki að sjá endurspeglast í verðlagi.“ Verðbólga kemur verst niður á þeim sem hafa minnst á milli handanna og mega illa við hækkunum á nauðsynjum. „Það eru auðvitað bæði matvara og gjöld sem tengjast samgöngum; bifreiðar og bensín sem vega langþyngst í útgjöldum heimilanna þannig að þetta er bara mjög alvarlegt mál og gríðarlega mikilvægt að verslanirnar bregðist við og skili lækkunum út í verðlagið til neytenda en haldi þessu ekki bara eftir. Miðað við hagnaðartölur fyrirtækjanna þá ætti að vera fullt svigrúm til þess.“
Verðlag ASÍ Fjármál heimilisins Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira