Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2022 14:28 Alexandra Briem, varaformaður stjórnar Strætó, segir það vera öryggismál að tryggja rekstur næturstrætó og að leysa fráflæðisvanda í miðborginni um helgar. Vísir/Vilhelm Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. Greint var frá því í morgun að Strætó hefði ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Var það gefið upp sem ástæða að farþegafjöldinn á leiðunum hafi ekki verið jafn mikill og búist var við. „Næturstrætó var tilraunaverkefni í sumar og út september, og reyndar aðeins inn í október, en það var ekki fjármagnað. Í ljósi þess að það fékkst ekki auka fjármagn fyrir þessu Strætómegin þá var ekki hægt að halda því áfram. Hvað Strætó varðar þá skil ég að þessi ákvörðun var nauðsynleg, en hvað Reykjavíkurborg varðar þá viljum við skoða það mjög vel hvort að ekki sé hægt að halda þessu áfram á þeim leiðum sem eru á okkar vegum ef svo má segja,“ segir Alexandra. Um sé að ræða bæði öryggismál og leið til að bæta fráflæðisvanda í miðborginni. Rekstur Strætó hefur verið þungur síðustu misserin.Vísir/Vilhelm Ætla að „koma á næturstrætó“ „Við ætlum að koma á næturstrætó,“ stendur skýrum stöfum í samstarfssáttmála Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík sem kynntur var í júní. „Ég geri ráð fyrir að við viljum finna peninga fyrir þessu, en áður en við fáum eitthvað formlega samþykkt þá get ég ekki lofað neinu. Ég væri þó ekki að segja þetta út á við nema að mér þætti þetta sennilegt,“ segir Alexandra. Í tilkynningunni sem Strætó sendi á fjölmiða í morgun sagði að í septembermánuði hafi að meðaltali fjórtán til sextán farþegar verið í hverri ferð. Um hverja helgi væru rétt rúmlega þrjú hundruð farþegar sem nýttu sér þjónustuna. Höfðu vonir staðið til að farþegar yrðu fleiri en það. Strætó Reykjavík Borgarstjórn Næturlíf Samgöngur Tengdar fréttir Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira
Greint var frá því í morgun að Strætó hefði ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Var það gefið upp sem ástæða að farþegafjöldinn á leiðunum hafi ekki verið jafn mikill og búist var við. „Næturstrætó var tilraunaverkefni í sumar og út september, og reyndar aðeins inn í október, en það var ekki fjármagnað. Í ljósi þess að það fékkst ekki auka fjármagn fyrir þessu Strætómegin þá var ekki hægt að halda því áfram. Hvað Strætó varðar þá skil ég að þessi ákvörðun var nauðsynleg, en hvað Reykjavíkurborg varðar þá viljum við skoða það mjög vel hvort að ekki sé hægt að halda þessu áfram á þeim leiðum sem eru á okkar vegum ef svo má segja,“ segir Alexandra. Um sé að ræða bæði öryggismál og leið til að bæta fráflæðisvanda í miðborginni. Rekstur Strætó hefur verið þungur síðustu misserin.Vísir/Vilhelm Ætla að „koma á næturstrætó“ „Við ætlum að koma á næturstrætó,“ stendur skýrum stöfum í samstarfssáttmála Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík sem kynntur var í júní. „Ég geri ráð fyrir að við viljum finna peninga fyrir þessu, en áður en við fáum eitthvað formlega samþykkt þá get ég ekki lofað neinu. Ég væri þó ekki að segja þetta út á við nema að mér þætti þetta sennilegt,“ segir Alexandra. Í tilkynningunni sem Strætó sendi á fjölmiða í morgun sagði að í septembermánuði hafi að meðaltali fjórtán til sextán farþegar verið í hverri ferð. Um hverja helgi væru rétt rúmlega þrjú hundruð farþegar sem nýttu sér þjónustuna. Höfðu vonir staðið til að farþegar yrðu fleiri en það.
Strætó Reykjavík Borgarstjórn Næturlíf Samgöngur Tengdar fréttir Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira
Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33