Sterkari saman – sameining Skógræktar og Landgræðslu Svandís Svavarsdóttir skrifar 19. október 2022 07:30 Fyrr á þessu ári setti ég af stað vinnu við frumathugun á sameiningu Skógræktar og Landgræðslu. Þær niðurstöður liggja fyrir og ég hef ákveðið að leggja til að Landgræðslan og Skógræktin verði sameinaðar í nýja stofnun. Starfshópurinn greindi rekstur stofnanna, eignaumsýslu, faglega samlegð og áhættugreindi mögulega sameiningu. Frumvarp þess efnis verður lagt fram í vetur þar sem að þinginu gefst tækifæri til þess að fjalla um málið og taka ákvörðun. Stolt saga Landgræðslu og Skógræktar Landgræðslan og Skógræktin eru stofnanir sem eiga sér langa og stolta sögu og hafa verkefni þeirra frá upphafi verið nátengd. Þau hafa snúist um að efla og styrkja vistkerfi landsins. Mikill samhljómur er með hlutverkum stofnananna eins og þau eru skilgreind í nýlegum lögum um landgræðslu og um skóga og skógrækt og nýverið gaf ég út Land og líf, fyrstu sameinuðu stefnuna í landgræðslu og skógrækt auk aðgerðaráætlunar. Mín sýn er að ný sameinuð stofnun verði sterkari, stofnunin hefði yfir að ráða miklum mannauð með tilheyrandi samlegð, gefi færi á auknum krafti í mikilvæg verkefni sem skipta samfélagið miklu máli. Þessar stofnanir tvær eru með sextán starfsstöðvar víðs vegar um landið sem unnt verður að efla frekar. Ekki er gert ráð fyrir að hreyfa við þeim eða staðsetningum starfsmanna. Enda eru viðfangsefni stofnunarinnar fyrst og fremst að finna á landsbyggðinni. Þá er ekki gert ráð fyrir því að starfsfólki fækki eða að markmiðið sé að ná fram sparnaði, heldur en fremur að auka slagkraftinn í verkefnum sem tengjast landnýtingu. Sameining leiði aukinnar skilvirkni Í skýrslu framangreinds starfshóps kemur fram að stærstu rekstrarlegu tækifærin með sameiningu felist í aukinni samlegð í stoðþjónustu og að sameining leiði til aukinnar skilvirkni. Einnig kemur fram að mikil samlegð sé í verkefnum eins og loftslagsbókhaldi, endurheimt birkiskóga, fræframleiðslu, landupplýsingum, ráðgjöf til bænda og landeigenda um landnýtingu og landbætur, umsjón lands ríkisins og fræðslu og kynningu. Þessi niðurstaða samræmist vel aðgerðaáætlun matvælaráðherra í Land og líf, heildstæðri stefnu fyrir landgræðslu og skógrækt. Stjórnvöld leggja áherslu á þátt kolefnisbindingar og samdráttar í losun frá landi og á endurheimt votlendis og birkiskóga og að samþætta þannig markmið í loftslagsmálum og í vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Jafnframt hefur áhersla aukist á heildstæða ráðgjöf til landeigenda og þátttökunálgun í verkefnum. Losunarbókhald Íslands fyrir landnotkun gerir kröfu um mjög sérhæfða þekkingu og kröfur um gæði og samhæfða miðlun upplýsinga til almennings og stjórnvalda aukast ár frá ári. Auk þess er brýnt að byggja upp þekkingu á sviði vottunar kolefniseininga í ýmsum landnýtingarverkefnum. Ef vel tekst til í þeim efnum má ætla að mikil tækifæri séu fyrir bændur að stunda kolefnisbúskap. Afrakstur af slíkum verkefnum er háður því að ramminn utan um vottaðar kolefniseiningar sé trúverðugur og skýr. Verkefnið er að rækta landið Nokkur umræða hefur verið um heiti nýrrar stofnunar og ég hlakka til að heyra tillögur um nýtt heiti. En ein af þeim hugmyndum sem komið hefur til tals er Landræktin, sem vísar þá til beggja stofnana og landsins sem að bæði Skógræktin og Landgræðslan hafa annast í rúma öld. Stóru verkefni þessarar aldar eru að ná metnaðarfullum markmiðum okkar í loftslagsmálum, standa vörð um líffræðilega fjölbreytni, efla jarðvegsauðlindina með markvissum hætti og skila landinu í betra ásigkomulagi til næstu kynslóða. Í þessum verkefnum gegnir ný, sameinuð og sterk stofnun lykilhlutverki Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Skógrækt og landgræðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári setti ég af stað vinnu við frumathugun á sameiningu Skógræktar og Landgræðslu. Þær niðurstöður liggja fyrir og ég hef ákveðið að leggja til að Landgræðslan og Skógræktin verði sameinaðar í nýja stofnun. Starfshópurinn greindi rekstur stofnanna, eignaumsýslu, faglega samlegð og áhættugreindi mögulega sameiningu. Frumvarp þess efnis verður lagt fram í vetur þar sem að þinginu gefst tækifæri til þess að fjalla um málið og taka ákvörðun. Stolt saga Landgræðslu og Skógræktar Landgræðslan og Skógræktin eru stofnanir sem eiga sér langa og stolta sögu og hafa verkefni þeirra frá upphafi verið nátengd. Þau hafa snúist um að efla og styrkja vistkerfi landsins. Mikill samhljómur er með hlutverkum stofnananna eins og þau eru skilgreind í nýlegum lögum um landgræðslu og um skóga og skógrækt og nýverið gaf ég út Land og líf, fyrstu sameinuðu stefnuna í landgræðslu og skógrækt auk aðgerðaráætlunar. Mín sýn er að ný sameinuð stofnun verði sterkari, stofnunin hefði yfir að ráða miklum mannauð með tilheyrandi samlegð, gefi færi á auknum krafti í mikilvæg verkefni sem skipta samfélagið miklu máli. Þessar stofnanir tvær eru með sextán starfsstöðvar víðs vegar um landið sem unnt verður að efla frekar. Ekki er gert ráð fyrir að hreyfa við þeim eða staðsetningum starfsmanna. Enda eru viðfangsefni stofnunarinnar fyrst og fremst að finna á landsbyggðinni. Þá er ekki gert ráð fyrir því að starfsfólki fækki eða að markmiðið sé að ná fram sparnaði, heldur en fremur að auka slagkraftinn í verkefnum sem tengjast landnýtingu. Sameining leiði aukinnar skilvirkni Í skýrslu framangreinds starfshóps kemur fram að stærstu rekstrarlegu tækifærin með sameiningu felist í aukinni samlegð í stoðþjónustu og að sameining leiði til aukinnar skilvirkni. Einnig kemur fram að mikil samlegð sé í verkefnum eins og loftslagsbókhaldi, endurheimt birkiskóga, fræframleiðslu, landupplýsingum, ráðgjöf til bænda og landeigenda um landnýtingu og landbætur, umsjón lands ríkisins og fræðslu og kynningu. Þessi niðurstaða samræmist vel aðgerðaáætlun matvælaráðherra í Land og líf, heildstæðri stefnu fyrir landgræðslu og skógrækt. Stjórnvöld leggja áherslu á þátt kolefnisbindingar og samdráttar í losun frá landi og á endurheimt votlendis og birkiskóga og að samþætta þannig markmið í loftslagsmálum og í vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Jafnframt hefur áhersla aukist á heildstæða ráðgjöf til landeigenda og þátttökunálgun í verkefnum. Losunarbókhald Íslands fyrir landnotkun gerir kröfu um mjög sérhæfða þekkingu og kröfur um gæði og samhæfða miðlun upplýsinga til almennings og stjórnvalda aukast ár frá ári. Auk þess er brýnt að byggja upp þekkingu á sviði vottunar kolefniseininga í ýmsum landnýtingarverkefnum. Ef vel tekst til í þeim efnum má ætla að mikil tækifæri séu fyrir bændur að stunda kolefnisbúskap. Afrakstur af slíkum verkefnum er háður því að ramminn utan um vottaðar kolefniseiningar sé trúverðugur og skýr. Verkefnið er að rækta landið Nokkur umræða hefur verið um heiti nýrrar stofnunar og ég hlakka til að heyra tillögur um nýtt heiti. En ein af þeim hugmyndum sem komið hefur til tals er Landræktin, sem vísar þá til beggja stofnana og landsins sem að bæði Skógræktin og Landgræðslan hafa annast í rúma öld. Stóru verkefni þessarar aldar eru að ná metnaðarfullum markmiðum okkar í loftslagsmálum, standa vörð um líffræðilega fjölbreytni, efla jarðvegsauðlindina með markvissum hætti og skila landinu í betra ásigkomulagi til næstu kynslóða. Í þessum verkefnum gegnir ný, sameinuð og sterk stofnun lykilhlutverki Höfundur er matvælaráðherra.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun