Hamingjuóskum rignir yfir pabba Miley Cyrus Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 19. október 2022 15:01 Hamingjuóskum rignir yfir þau Billy Ray Cyrus og Firerose eftir að þau birtu þessa mynd á Instagram í gær. Instagram Kántrýstjarnan Billy Ray Cyrus virðist vera tilbúinn að festa ráð sitt með ungu söngkonunni Firerose, ef marka má nýja mynd sem parið birti á Instagram í gær. Parið hittist fyrst fyrir tíu árum síðan á tökustað Hannah Montana, þar sem Billy lék á móti dóttur sinni Miley Cyrus. Þá hefur Firerose sagt að hún hafi síðan þá álitið Billy sem lærifaðir og félaga. Á síðasta ári má segja að Firerose og Billy hafi endurnýjað kynnin fyrir alvöru þegar þau gáfu saman út lagið New Day. Það var þó ekki fyrr en í ágúst á þessu ári sem parið tilkynnti um ástarsamband sitt á Instagram. Sjá: Faðir Miley Cyrus hefur fundið ástina á ný Miklar getgátur hafa verið uppi um það hvort parið hafi trúlofað sig, eftir að sást glitta í demantshring á vinstri baugfingri Firerose fyrir um mánuði síðan. Það var svo í gær sem parið birti mynd af sér saman þar sem má segja að demantshringurinn hafi verið í aðalhlutverki. Hamingjuóskum hefur rignt yfir parið í athugasemdum undir myndinni. Þau hafa þó hvorugt staðfest trúlofunina, en ein mynd segir oft meira en þúsund orð. View this post on Instagram A post shared by Billy Ray Cyrus (@billyraycyrus) Firerose er frá Ástralíu og hefur skapað sér nafn sem söngkona á síðustu árum. Billy Ray er þekktur í kántrýheiminum en hann er þekktastur fyrir lögin Achy Breaky Heart og Old Town Road. Töluverður aldursmunur er á parinu, en Billy Ray er sextíu og eins árs gamall. Nákvæmur aldur Firerose er ókunnur en hún er talin vera á þrítugsaldri. Þess má geta að Miley Cyrus, dóttir Billy, verður þrítug á árinu. Billy var áður giftur Tish Cyrus. Tish sótti um skilnað í apríl á þessu ári eftir tuttugu og átta ára hjónaband. Þá höfðu þau þó verið skilin að borði og sæng í tvö ár. Hollywood Tengdar fréttir Faðir Miley Cyrus hefur fundið ástina á ný Söngvarinn Billy Ray Cyrus, faðir Miley Cyrus, er kominn með kærustu. Kærastan er ástralska söngkonan Firerose. Það var í apríl á þessu ári sem fyrrverandi eiginkona hans til tuttugu og átta ára, Tish Cyrus, sótti um skilnað. 3. október 2022 18:30 Billy Ray og Tish Cyrus sækja um skilnað í þriðja skiptið Foreldrar Miley Cyrus þau Billy Ray og Tish hafa sótt um skilnað eftir tuttugu og átta ára hjónaband. Hjónin hafa tvisvar sinnum áður sótt um skilnað en ákveðið í framhaldinu að halda sambandinu áfram og gerðist það síðast árið 2013. 11. apríl 2022 21:30 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Parið hittist fyrst fyrir tíu árum síðan á tökustað Hannah Montana, þar sem Billy lék á móti dóttur sinni Miley Cyrus. Þá hefur Firerose sagt að hún hafi síðan þá álitið Billy sem lærifaðir og félaga. Á síðasta ári má segja að Firerose og Billy hafi endurnýjað kynnin fyrir alvöru þegar þau gáfu saman út lagið New Day. Það var þó ekki fyrr en í ágúst á þessu ári sem parið tilkynnti um ástarsamband sitt á Instagram. Sjá: Faðir Miley Cyrus hefur fundið ástina á ný Miklar getgátur hafa verið uppi um það hvort parið hafi trúlofað sig, eftir að sást glitta í demantshring á vinstri baugfingri Firerose fyrir um mánuði síðan. Það var svo í gær sem parið birti mynd af sér saman þar sem má segja að demantshringurinn hafi verið í aðalhlutverki. Hamingjuóskum hefur rignt yfir parið í athugasemdum undir myndinni. Þau hafa þó hvorugt staðfest trúlofunina, en ein mynd segir oft meira en þúsund orð. View this post on Instagram A post shared by Billy Ray Cyrus (@billyraycyrus) Firerose er frá Ástralíu og hefur skapað sér nafn sem söngkona á síðustu árum. Billy Ray er þekktur í kántrýheiminum en hann er þekktastur fyrir lögin Achy Breaky Heart og Old Town Road. Töluverður aldursmunur er á parinu, en Billy Ray er sextíu og eins árs gamall. Nákvæmur aldur Firerose er ókunnur en hún er talin vera á þrítugsaldri. Þess má geta að Miley Cyrus, dóttir Billy, verður þrítug á árinu. Billy var áður giftur Tish Cyrus. Tish sótti um skilnað í apríl á þessu ári eftir tuttugu og átta ára hjónaband. Þá höfðu þau þó verið skilin að borði og sæng í tvö ár.
Hollywood Tengdar fréttir Faðir Miley Cyrus hefur fundið ástina á ný Söngvarinn Billy Ray Cyrus, faðir Miley Cyrus, er kominn með kærustu. Kærastan er ástralska söngkonan Firerose. Það var í apríl á þessu ári sem fyrrverandi eiginkona hans til tuttugu og átta ára, Tish Cyrus, sótti um skilnað. 3. október 2022 18:30 Billy Ray og Tish Cyrus sækja um skilnað í þriðja skiptið Foreldrar Miley Cyrus þau Billy Ray og Tish hafa sótt um skilnað eftir tuttugu og átta ára hjónaband. Hjónin hafa tvisvar sinnum áður sótt um skilnað en ákveðið í framhaldinu að halda sambandinu áfram og gerðist það síðast árið 2013. 11. apríl 2022 21:30 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Faðir Miley Cyrus hefur fundið ástina á ný Söngvarinn Billy Ray Cyrus, faðir Miley Cyrus, er kominn með kærustu. Kærastan er ástralska söngkonan Firerose. Það var í apríl á þessu ári sem fyrrverandi eiginkona hans til tuttugu og átta ára, Tish Cyrus, sótti um skilnað. 3. október 2022 18:30
Billy Ray og Tish Cyrus sækja um skilnað í þriðja skiptið Foreldrar Miley Cyrus þau Billy Ray og Tish hafa sótt um skilnað eftir tuttugu og átta ára hjónaband. Hjónin hafa tvisvar sinnum áður sótt um skilnað en ákveðið í framhaldinu að halda sambandinu áfram og gerðist það síðast árið 2013. 11. apríl 2022 21:30