Boðorðin tíu Bjarni Karlson og Jóna Hrönn Bolladóttir skrifa 20. október 2022 07:00 Þegar maður er 13 ára er tímabil fram undan þar sem persónur mótast og flestar stærstu ákvarðanir lífsins verða teknar innan tíðar. Ósk foreldra og annara ástvina er fyrst og síðast sú að barnið verði heil og sönn manneskja sem vilji vanda sig í lífinu. Velkomin í smá fermingarfræðslu: „Ég er Drottinn Guð þinn sem leysti þig úr ánauð, þú skalt ekki aðra guði hafa“ – Gakktu upprétt(ur) í gegnum lífið. Ekki lúffa fyrir ranglæti eða gera peninga og völd eða annað dót að guði þínu. Lífið er gjöf frá Guði en ekki gróði eða redding. „Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma“ – Þekktu sjálfa(n) þig og hafðu hégómann í tékki. Þótt þú fylgir öllum boðorðunum upp á tíu en lítur niður á aðra í leiðinni ertu vikin(n) af kærleikans braut. Trú og hræsni er vond blanda. „Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagann.“ – Lífsgleðin er frá Guði. Allt sem lifir þarf endurnærandi hvíld. Lifum hóflega og leikum okkur fallega. „Heiðra föður þinn og móður svo þú verðir langlífur í landinu.“ – Forsenda farsæls lífs er virðing. Það er gott að fæðast inn í fjölskyldu þar sem virðing og skilningur ríkir milli kynslóða en ekki stjórnun og gremja. „Þú skalt ekki mann deyða“ – Þú veist að hver manneskja er systir þín og bróðir. Verndum líf allra og skiljum engan eftir. „Þú skalt ekki drýgja hór“ – Kynferðisleg samskipti eru mikilvæg og vandasöm. Látum örvæntingu og markaleysi ekki ráða gjörðum okkar en iðkum sjálfsstjórn og ást með virðingu. Þá er gott að elska. „Þú skalt ekki stela“ – Verum frjálsar manneskjur. Þegar við tökum eitthvað ófrjálsri hendi erum við ekki lengur frjáls. Þjófnaður tekur mest frá þeim sem stelur. „Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum“ – Mannorð skiptir máli. Alltaf þegar við baktölum aðra erum við að tapa fyrir sjálfum okkur. Sá sem verndar mannorð náungans uppsker virðingu. Sannaðu til! „Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.“ – Öfund býr í hverri mannssál því við erum ófullkomnar verur. En við skulum ekki ala á henni þannig að hún stjórni lífi okkar. Virðum hús náungans með öllu sem þar þrífst. M.ö.o.: Virðum líf annara eins og þau lifa því. Lifum og leyfum öðrum að lifa. “Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.“ – Hér sjáum við að sitthvað hefur blessunarlega breyst á 3000 árum. Við lítum ekki lengur á konur, þræla og ambáttir sem eignir við hlið búfénaðar. En það sem ekki hefur breyst er mannlegt eðli. Þess vegna er nóg að muna þetta með húsið hér fyrir ofan því hús stendur fyrir allt það sem fólk er og á, hvort sem þau leigja sína íbúð eða búa í höllum. Segja má að helgisagnir Biblíunnar séu tímahylki utan um langtímaminni mannkyns sem miðla þekkingu genginna kynslóða. Tíðarandi sem búinn er að missa börnin sín ofan í símana þannig að talsambandið milli kynslóða er við það að rofna má ekki við því að missa fermingarfræðsluna út í loftið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Jóna Hrönn Bolladóttir Trúmál Þjóðkirkjan Fermingar Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar maður er 13 ára er tímabil fram undan þar sem persónur mótast og flestar stærstu ákvarðanir lífsins verða teknar innan tíðar. Ósk foreldra og annara ástvina er fyrst og síðast sú að barnið verði heil og sönn manneskja sem vilji vanda sig í lífinu. Velkomin í smá fermingarfræðslu: „Ég er Drottinn Guð þinn sem leysti þig úr ánauð, þú skalt ekki aðra guði hafa“ – Gakktu upprétt(ur) í gegnum lífið. Ekki lúffa fyrir ranglæti eða gera peninga og völd eða annað dót að guði þínu. Lífið er gjöf frá Guði en ekki gróði eða redding. „Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma“ – Þekktu sjálfa(n) þig og hafðu hégómann í tékki. Þótt þú fylgir öllum boðorðunum upp á tíu en lítur niður á aðra í leiðinni ertu vikin(n) af kærleikans braut. Trú og hræsni er vond blanda. „Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagann.“ – Lífsgleðin er frá Guði. Allt sem lifir þarf endurnærandi hvíld. Lifum hóflega og leikum okkur fallega. „Heiðra föður þinn og móður svo þú verðir langlífur í landinu.“ – Forsenda farsæls lífs er virðing. Það er gott að fæðast inn í fjölskyldu þar sem virðing og skilningur ríkir milli kynslóða en ekki stjórnun og gremja. „Þú skalt ekki mann deyða“ – Þú veist að hver manneskja er systir þín og bróðir. Verndum líf allra og skiljum engan eftir. „Þú skalt ekki drýgja hór“ – Kynferðisleg samskipti eru mikilvæg og vandasöm. Látum örvæntingu og markaleysi ekki ráða gjörðum okkar en iðkum sjálfsstjórn og ást með virðingu. Þá er gott að elska. „Þú skalt ekki stela“ – Verum frjálsar manneskjur. Þegar við tökum eitthvað ófrjálsri hendi erum við ekki lengur frjáls. Þjófnaður tekur mest frá þeim sem stelur. „Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum“ – Mannorð skiptir máli. Alltaf þegar við baktölum aðra erum við að tapa fyrir sjálfum okkur. Sá sem verndar mannorð náungans uppsker virðingu. Sannaðu til! „Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.“ – Öfund býr í hverri mannssál því við erum ófullkomnar verur. En við skulum ekki ala á henni þannig að hún stjórni lífi okkar. Virðum hús náungans með öllu sem þar þrífst. M.ö.o.: Virðum líf annara eins og þau lifa því. Lifum og leyfum öðrum að lifa. “Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.“ – Hér sjáum við að sitthvað hefur blessunarlega breyst á 3000 árum. Við lítum ekki lengur á konur, þræla og ambáttir sem eignir við hlið búfénaðar. En það sem ekki hefur breyst er mannlegt eðli. Þess vegna er nóg að muna þetta með húsið hér fyrir ofan því hús stendur fyrir allt það sem fólk er og á, hvort sem þau leigja sína íbúð eða búa í höllum. Segja má að helgisagnir Biblíunnar séu tímahylki utan um langtímaminni mannkyns sem miðla þekkingu genginna kynslóða. Tíðarandi sem búinn er að missa börnin sín ofan í símana þannig að talsambandið milli kynslóða er við það að rofna má ekki við því að missa fermingarfræðsluna út í loftið.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun